Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 10
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is v Ath. lAgersAlAn er í kAuptúni (gegnt ikeA, við hliðinA á verslunum tekk-compAny og hAbitAt) Opið virka daga 13–18, laugardaga kl.10–17 og sunnudaga kl. 13–17 Sími 564 4400 lAger tekk-compAny sAlA 50 80 % Afsláttur til 6 kerti í pk. 357 kr. kertAluktir frá 550 kr. snAgAhillA 7.560 kr. 6 glös í pk. 1.770 kr. 70% 60% 60% 60% 70% gjAfAbox 1.960 kr. 4 stk. sAmAn F A B R I K A N Hálfkaraðar byggingar kláraðar 8,1% hækkun byggingar­ kostnaðar síðustu 12 mánuði Skv. vísitölu byggingarkostnaðar Hagstofa Íslands íbúðalánasjóði veitt heimild til að bjóða óverðtryggð lán íbúðalánasjóður hefur fengið heimild til að veita óverðtryggð lán samkvæmt breytingu á lögum um húsnæðis­ mál sem alþingi hefur samþykkt en frumvarpið var lagt fram á alþingi í október í fyrra. íbúðalána­ sjóði er falið að útfæra hvernig haga skuli fjár­ mögnun og útgáfu óverð­ tryggðra skuldabréfa­ flokka og er sú vinna hafin hjá sjóðn­ um, að því er fram kemur í tilkynningu velferðarráðuneytisins. samkvæmt lögunum getur Íbúðalánasjóður gefið út óverðtryggða skuldabréfaflokka og þar með veitt óverðtryggð lán. miðað er við að vextir óverðtryggðra lána geti verið breytilegir. ­ jh Verkefnastjóri við losun gjaldeyrishafta Þorgeir Eyjólfsson hefur verið ráðinn tíma­ bundið sem verkefnastjóri í seðlabanka ís­ lands við losun gjaldeyrishafta. hann mun hafa umsjón með framkvæmd áætlunar um losun haftanna í samstarfi við tiltekin svið og starfsmenn seðlabankans, að því er fram kemur í tilkynningu bankans. Þor­ geir gegndi m.a. starfi forstjóra Lífeyris­ sjóðs verslunarmanna frá 1984 til 2009 og var framkvæmdastjóri eignastýringar mP banka frá október 2009 til maí 2011. ­jh Forseti íslands sótti Clinton­þingið Ólafur ragnar grímsson, forseti íslands, tók á þriðjudag og miðvikudag þátt í Clinton­þinginu í new york, Clinton global initiative, en bill Clinton, fyrrum forseti bandaríkjanna, bauð honum að sækja þingið, að því er fram kemur á heimasíðu forsetaembættisins. á miðvikudaginn hóf Ólafur ragnar umræður í málstofu Clinton­ þingsins um hvernig skipulag borga getur byggst á hreinni orku, umhverfisvænni umferð og sjálfbærum lífsháttum, m.a. í ljósi þeirra umbreytinga sem orðið hafa á íslandi á síðastliðnum áratugum. ­jh Fjárfesting í íbúðarhúsnæði, þ.e. fjármagn sem varið er í byggingu íbúðarhúsnæðis, hefur verið að aukast á þessu ári eftir samdrátt sem staðið hefur frá upphafi árs 2008. Var fjárfestingin á föstu verðlagi á öðrum ársfjórðungi 13% meiri en á sama tímabili í fyrra. aðallega er verið að ljúka byggingu hálfkaraðra húsa. aukning mælist í fjár­ festingum í íbúðarhúsnæði þrátt fyrir að byggingarkostn­ aður vaxi hratt. hefur hann hækkað um 8,1% á síðustu tólf mánuðum samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar sem hagstofan birti. aukna fjárfestingu í íbúðarhús­ næði má, að mati greiningar íslandsbanka, helst rekja til þess að kaupmáttur launa er að aukast, fjöldi starfandi vaxandi, vaxtastigið lágt og húsnæðisverð að hækka. Þá hefur verið létt skuldabyrði af fjölmörgum heimilum. Þrátt fyrir að fjárfestingar í íbúðarhúsnæði fari nú vaxandi eru þær enn litlar í sögulegu samhengi. ­ jh  Ostagerð NýjuNg á ÍslaNdi Og þótt vÍðar væri leitað Fersku íslensku grænmeti blandað í ostinn „Okkur finnst skemmtilegt að koma með ost sem er hvorki blandaður þurrkuðu grænmeti né krydddufti. Að blanda í ostinn fersku grænmeti gefur honum ferskleika enda eru mikil bragðgæði í þessum osti,“ segir Þórarinn Þórhallsson, mjólkurfræð- ingur og ostagerðarmaður. Hann hefur verið ötull við að kynna Íslendingum nýjungar í ostagerð, m.a mozarella-ostinn, eftir að hann kom heim frá námi í Danmörku. Fyrir nær tuttugu árum stofnaði hann Ostahús- ið í Hafnarfirði með konu sinni, Maríu Ólafsdóttur. Undanfarna mánuði hefur Þórarinn unnið að nýjungum í ostagerðinni, smurostum með fersku íslensku grænmeti. Tvær tegundir eru komnar á markað, með papriku og sveppum. Hlutfall grænmetis í ostinum er um 20% en engum öðrum bragðefnum er bætt í hann. „Ég þori ekki að fullyrða að þetta sé nýjung á alþjóðamælikvarða en ég þekki a.m.k. ekki til þess að það sé verið að gera þetta í Norður-Evrópu,“ segir Þórarinn. Hann segir græn- metið hitað til gerilsneyðingar áður en því er blandað saman við ostinn þannig að geymsluþol hans sé svipað og annarra smurosta. Þórarinn segir hina nýju ostagerð afrakstur þess að Ostahúsið sam- einaðist dótturfélagi Sölufélags garð- yrkjumanna fyrir rúmum fimm árum, þ.e. að grænmetisvinnsla og ostagerð voru komin hlið við hlið. Hann segir að ekki hafi verið hægt að láta sig dreyma um það í upphafi að þetta gengi upp með þessum hætti en nú sé varan komin á markað og hafi fengið afar góðar viðtökur. Hugsanlegt sé því að fleiri grænmetistegundir bætist við í þessari nýstárlegu ostagerð. Þórarinn Þórhallsson ostagerðarmaður. Ljósmynd/Hari Frá slysstað í Langadal í desember í fyrra. Einn lést. Ljósmynd/RNU  umferðarslys Bremsulaus tengivagn varð að drápstæki Ökumaður með litla reynslu og bremsulausan vagn í eftirdragi þarf að horfast í augu við að ferðin olli dauða annars manns. Rannsóknarnefnd umferðarslysa gagnrýnir eftirlit yfirvalda með stórum ökutækjum. t engivagn vörubifreiðar rakst á flutningabíl sem kom úr gagn-stæðri átt í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu í desember í fyrra með þeim afleiðingum að ökumaður flutninga- bílsins lést. Tengivagninn var í óforsvar- anlegu ástandi, beisli bogið og hann nær bremsulaus. Farmurinn var steinrör og reynslulítill ökumaður vörubifreiðarinnar hafði ekki flutt slíkan farm áður þótt hann hefði til þess leyfi. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar umferðarslysa og er birt í nýrri ársskýrslu hennar. Steinrörin köstuðust af vagninum, lentu á húsi flutn- ingabílsins og bönuðu bílstjóranum. Ágúst Mogensen, forstöðumaður rannsóknarnefndarinnar, segir að þegar orsakagreiningin og tillögur í öryggisátt séu skoðaðar sjáist að margir þættir spili saman, ekki aðeins ástand tengivagnsins heldur einnig breiddin á veginum. „Þarna mættust stór og breið ökutæki á tiltölulega mjóum vegi.“ Rannsóknarnefndin gagnrýnir lögreglu og eftirlitsmenn Vegagerðarinnar og segir að eftirliti þeirra með stórum ökutækjum sé ábótavant. Einnig segir Ágúst að farm- flytjendur þurfi að skoða betur hvort verk- efnin hverju sinni krefjist þess að farið sé með ökumanni í fyrstu ferð með nýjan farm þótt hann hafi til þess réttindi. Rannsókn málsins er nýlega lokið hjá sýslumanninum á Akureyri og verið er að taka saman gögnin. þau verða svo send ríkissaksóknara. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is bílbelti hefðu líklega bjargað 18 ára stúlkum af þeim níu sem létust í umferðinni í fyrra benda líkur til að tvær 18 ára stúlkur, sem létust í slysi á hring­ braut við mánatorg í reykjanesbæ hefðu lifað af, hefðu þær notað bílbelti. Þrjár stúlkur voru farþegar í nissan terrano­jeppa og köstuðust þær allar út úr honum. tvær þeirra létust og sú þriðja slasaðist alvarlega. „Við sjáum í því slysi að ökumaður var í bílbelti og bifreiðin var ekki það illa farin að við teljum líkindi til að þær hefðu hugsanlega lifað slysið af hefðu þær notað bílbelti,“ segir ágúst mogensen, forstöðumaður rann­ sóknarnefndar um­ ferðarslysa. Ökumaður var ölvaður. hjólbarðar og hemlar bifreiðarinnar voru í ófullkomnu ástandi. 10 fréttir helgin 23.­25. september 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.