Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Síða 12

Fréttatíminn - 23.09.2011, Síða 12
Við mönnum alltaf einn viðbragðsbíl að lágmarki á höfuðborgar- svæðinu með vopnuðum sér- sveitarmönn- um; alla daga ársins, allan sólarhringinn. S érsveit lögreglunnar sinnti 63 verkefnum á síðasta ári, vopnuð hlöðnum skamm- byssum og jafnvel hríð- skotabyssum. Fjörutíu og einn karlmaður er í sérsveitinni. Þeir gangast undir fjölbreyttar og erfiðar æfingar og eru ekki fullþjálfaðir fyrr en að þremur til fjórum árum liðnum. Þeir fá þó vopnin fyrr í hendur, fara alltaf með skammbyssuna í vopnuð útköll og bæta hríðskotabyssunni við í þeim stærri. „Það koma einfaldlega upp tilfelli þar sem lögreglan þarf að vera vopnuð í öryggisskyni,“ segir Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn öryggisdeildar ríkislögreglustjóra. Hann veitir okkur innsýn í vopnabúr sérsveitarinnar og störf hennar. Með vinsælustu vopnin Byssurnar sem sér- sveitar- menn- irnir nota helst eru tvenns konar. Skammbyssan Glock 17 er hálfsjálfvirk og gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum, með 65% markaðs- hlutdeild. Fyrstu eintökin voru smíð- uð í Austurríki 1982 og síðan hafa ríflega 2,5 milljónir verið framleiddar. Finnska og sænska lögreglan, vopnuð sveit þeirrar norsku og hluti þeirrar dönsku nota allar slíka byssu. Hríð- skotabyssan er af gerðinni Heckler & Koch MP5, langvopn með sömu kúlugerð og skammbyssan. Hún er upprunnin í Þýskalandi og er um þessar mundir í mestum vinsældum hjá hersveitum, leyniþjónustum og sérsveitum í heiminum. Í frjálsa alfræðinetritinu Wikipedia má sjá upptalningu skotvopna sem sérsveitin notar að auki; Heckler & Koch G36 riffill, Steyr SSG 69 riffill, Blaser R93-7.62×51 NATO riffill og Mossberg 500 haglabyssa. Spurður um þetta gefur Jón þau svör að upp- talningin sé „í sjálfu sér ágæt“. Aldrei hleypt af Jón Bjartmarz segir að þrátt fyrir að sérsveitin, oft kölluð Víkinga- sveitin, hafi verið vopnuð frá árinu 1982 hafi sérsveitarmenn aldrei skotið úr byssu í útköllum. „Við erum stolt- ir af því að okkur hefur tekist að leysa málin án þess að hleypa af, en þó hefur oft ýmislegt gengið á. Já, það hefur verið skotið á okkur.“ Hann er tregur að nefna dæmi, en nefnir þó að skotið hafi verið á lögreglumenn í Daníelsslippnum þegar þeir rann- sökuðu þar andlát - hugsanlegt morð - tveggja manna árið 1985. „Það eru engin nýleg dæmi en við höfum verið að taka menn með vopn í gegnum árin,“ segir hann. „Svona sérsveit er þjálfuð til að beita sem minnstu valdi.“ Við hvert vopnað útkall eru sér- sveitarmennirnir að minnsta kosti tveir, en í þeim stærstu öll sveit- in. „Það ræðst af verkefnunum,“ segir Jón og bætir við að öll sveitin sé vopnuð þegar hún sjái um öryggis- gæslu fyrirmenna. En sérsveitin er ávallt við- búin. „Við mönnum alltaf einn viðbragðs- bíl að lág- marki á höfuð- borgar- svæðinu með vopnuðum sérsveitarmönnum; alla daga ársins, allan sólarhringinn.“ Hvert skot yrði skoðað Spurður hvaða ferli færi í gang, kæmi til skotbardaga, svarar Jón: „Það er alveg ljóst að slík valdbeiting yrði rannsökuð. Það yrði þá væntanlega á forræði ríkissaksóknara að stýra þeirri rannsókn. Það færi fram lög- reglurannsókn.“ Hann segir einnig að boðið yrði upp á sálfræðiaðstoð fyrir þá sérsveitarmenn sem lentu í slíku. Gegn ribböldum og til varnar ráðamönnum Þrátt fyrir að sérsveitin hafi borið vopn í 63 verkefnum féllu aðeins sex þeirra að handtöku og gæslu sér- staklega hættulegra einstaklinga, sé rýnt í ársskýrsluna. Hins vegar lágu vopnin í slíðrum sérsveitarmanna í 57 skipti af þessum 63 þegar þeir gættu öryggis erlendra fyrirmenna og æðstu stjórnenda ríkisins. Meðal þeirra voru einkaheimsóknir Noregs- og Svíakonungs og Belgíudrottning- ar. Einnig heimsóknir hershöfðingja flughers Bandaríkjanna og ráðherra sjóhersins, samkvæmt ársskýrslu ríkislögreglustjóra. Engin sérsveitarkona Þessi öflugu skotvopn fara ekki í hendur hverra sem það kjósa innan lögreglunnar. Mikil þjálf- un liggur að baki. Fyrst ljúka menn námi úr Lögreglu- skólanum og sækja svo nýliðanámskeið fyrir sérsveitina þar sem grimmt er síað úr. Til að mynda má sjá í ársskýrslu ríkislögreglu- stjóra að 23 sóttu nýlið- anámskeið fyrir sérsveit- ina árið 2000 en einungis sex stóðust Með Glock 17 og MP5 byssur í slíðrumSérsveitarmenn eru bæði vopn- aðir skamm- byssum og hríð- skotabyssum í stærstu útköllunum. Báðar gerðirnar eru mjög vinsælar og sambærilegar þeim sem herir, leyniþjónustur og vopnuð lögregla vestrænna ríkja nota. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vakt allan sólarhringinn en aldrei hefur verið hleypt af í útköllum. Framhald á næstu opnu 12 fréttaskýring Helgin 23.-25. september 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.