Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 14
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Tækifærisdagar í verslun okkar.
Splunkuný
gerð af Siemens
þvottavél
á flottu Tækifærisverði.
Tekur mest 7 kg, 1400 sn./mín.
15 mínútna hraðkerfi.
WM 14Q360SN
Tækifæri
Tækifærisverð:
129.900 kr. stgr.
(Fullt verð: 164.900 kr.)
Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni
fylgja með öllum Siemens þvottavélum.
24. júlí 2009
Sérsveitin kölluð út vegna gruns um að maður hafi
skotið af byssu vestur á Barðaströnd. Eftir að lögregla
hafði ítrekað reynt að hringja í manninn – sem hún
vissi að átti fjölda skotvopna og var ölvaður – kallaði
hún út sérsveitina. Í dómi yfir manninum má sjá að um
klukkan 02.48 eftir miðnætti lenti þyrla á flugvellinum
við Hrísnes á Barðaströnd með sérsveitarmennina
innanborðs. Þeir komu að bænum skömmu
síðar og handtóku manninn. Ekki kemur fram
í dómnum hve margir sérsveitarmenn fóru
með þyrlunni eða hvernig þeir voru vopnaðir,
en í ljós kom að maðurinn hafði ekki hleypt af
skotum heldur brotið allt og bramlað innandyra
með járnkarli. Fimm óhlaðnar byssur fundust þó í
fórum hans, flestar í bílnum hans og skothylkin með:
Hammerli-skammbyssa, Harrington-haglabyssa,
Sako-riffill, Mossberg-haglabyssa og Varmint-
riffill. Maðurinn fékk skilorðsbundinn dóm.
28. febrúar 2007
Sérsveitin gerir húsleit hjá manni um sex leytið
að morgni vegna ítrekaðra hótana í garð fyrrum
sambýliskonu sinnar. Við leitina fundust tveir
rifflar í fataskáp í hjónaherbergi, annar af gerðinni
Mossberg 1187 og hinn BRNO. Maðurinn vísaði
einnig á Norconia-riffil í skotti bifreiðar sem stóð í
bílskúrnum. Þar fundust einnig 27 cm langur hljóð-
deyfir, án merkingar og leyfa, sem hægt var að
skrúfa framan á riffilinn og 50 skot. Vinur mannsins
kvaðst fyrir dómi hafa séð til sérsveitarmanna
skríðandi í skurðum og vegköntum áður en hann var
handtekinn.
23. júlí 2007
Þrír ungir menn handteknir af tveimur vopnuðum sér-
sveitarmönnum seint um kvöld, þar sem þeir óku um
Kópavog. Einn þeirra var grunaður um að hafa tvisvar
hleypt af byssu í húsi í Kópavogi. Sérsveitarmennirnir
mættu bifreiðinni, óku á eftir henni og gáfu stöðvunar-
merki. Af upptökum úr Eyewitness-búnaði lögreglu-
bifreiðarinnar sést hvar annar sérsveitar-
maðurinn heldur skammbyssu í
axlarhæð og beinir henni
að fremri hluta
bifreiðarinnar.
Bílstjórinn kemur
út úr bifreiðinni, er
gert að leggjast í götuna og
hann handjárnaður. Hinn sérsveitar-
maðurinn sést á myndbandsupptökunni
fara að hægri hlið bifreiðarinnar og hefur
þá tekið skammbyssu sína úr
slíðri og sést halda henni niður
með hægri mjöðm. Hann opnar
farþegahurð að aftan, hleypir
einum ungu mannanna út og lætur
hann leggjast á jörðina, án þess að beina
skammbyssunni að honum, og um mínútu seinna lætur
hann byssuna aftur í slíðrið. Svo sést sérsveitarmaður
fara fram fyrir bifreiðina með skammbyssuna í axlarhæð
og sá í farþegasætinu stígur út. Ungu mennirnir sóttu ís-
lenska ríkið til saka og fengu tvö hundruð þúsund krónur
hver og gjafsókn vegna óþarflega hörkulegrar
handtöku.
Heimildir: Héraðsdómar
prófið. Jón segir að engri konu
hafi hingað til tekist að komast í
sérsveit lögreglunnar. „Það hafa
nokkrar reynt, ekki þó margar.“
Eftir að nýliðanámskeiðinu lýkur
tekur við árs undirbúningur og
þjálfun fyrir sérsveitina. „Æfing-
arnar reyna mjög á sálrænan styrk
og gefur góða mynd af því hvernig
þeir starfa undir álagi og í hópi,“
segir Jón aðspurður hvort sérstak-
lega sé rýnt í andlegt ástand mann-
anna. Toppforms er krafist. „Það
er því mjög misjafnt hvað menn
endast lengi í sveitinni, hvort það
eru tvö ár eða tuttugu. Það er ekki
hægt að sjá það fyrirfram. En upp-
fylli menn ekki kröfurnar lengur,
eins og varðandi líkamsþrek og
annað slíkt, þá hætta þeir af sjálfs-
dáðum - já, eða taka sig á.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
80
70
60
50
40
30
20
10
0
2000** 2001** 2002* 2003 20004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
*Óljóst en 32 öryggisverkefni nefnd **Nefnt þar sem útbúnaður sérsveitarinnar kom að góðum notum. He
im
ild
: Á
rs
sk
ýr
sl
ur
R
ík
is
lö
gr
eg
lu
st
jó
ra
Fjöldi vopnaðara verkefna sérsveitarinnar
Glock
17 er
byssan
sem sér-
sveitin ber
alltaf á sér í
vopnuðum
útköllum.
Þýska hríð-
skotabyss-
an sem
sérsveitin
notar.
Hér með
hljóð-
deyfi.
11 17 32 52 38 36 42 53 48 68 63
14 fréttaskýring Helgin 23.-25. september 2011