Fréttatíminn - 23.09.2011, Síða 18
Þ
að leynir sér ekki að
leikararnir tveir ná vel
saman og þau fara ekki
leynt með að þau hafa
gaman af því að vinna
saman. „Já. Mér þykir rosalega
vænt um þetta krútt,“ segir Ingvar.
„Og mér líka. Um þig,“ segir
Ágústa Eva. „Við lékum saman
í Mýrinni og nú Borgríki og
lendum væntanlega aftur saman í
Grafarþögn fljótlega og síðan geta
náttúrlega fleiri myndir bæst við,“
segir Ingvar.
„Og svo var ég að eignast litla
frænda hans,“ bætir Ágústa Eva við
um leið og hún lítur til Ingvars og
hlær, en kærasti hennar og barns-
faðir, Jón Viðar Arnþórsson, er
systursonur Ingvars. Jón Viðar er
lögreglumaður og formaður Mjöln-
is og sérþekking hans á báðum
sviðum nýttist vel við gerð Borg-
ríkis. „Hann lærði þetta allt þegar
ég var að passa hann þegar hann
var lítill,“ segir Ingvar hlæjandi um
þær blönduðu bardagalistir sem
Mjölnismenn sérhæfa sig í.
Þrír turnar í borgríkinu
Í Borgríki takast á „þrír turnar“,
eins og Ágústa Eva orðar það. Það
eru þá Ingvar og hans glæpalið, lög-
reglan þar sem Ágústa Eva og Sig-
urður Sigurjónsson eru í forgrunni
og svo þriðji hópurinn sem er skip-
aður glæpamönnum frá útlöndum.
„Þetta eru þrjár einingar sem heyja
stríð sín á milli. Bæði beint og
óbeint,“ segir Ágústa Eva.
Ágústa Eva: „Persónan mín heitir
Andrea ... bara Gylfadóttir.“
Ingvar: „Kemur í ljós hvers dóttir
hún er.“
Ágústa Eva: „Er það?“
Ingvar: „Nei, það kemur ekki í
ljós.“
Ingvar: „Ég heiti svo Gunnar
Gunnarsson og er með heildsölu-
fyrirtækið GG Import-Export.
Hann er glæpaforingi þarna þótt
hann sé bara heiðvirður bissniss-
maður í Reykjavík á yfirborðinu. En
hann stjórnar einhverju svakalegu
neðanjarðar-batteríi.“
Þegar Ingvar er spurður hvort
hann hafi horft til einhverra fyrir-
mynda við persónusköpun Gunn-
ars hlær hann. „Á ég að vera að
Æfa bæði hjá Mjölni
og takast á í Borgríki
Ágústa Eva Erlendsdóttir
og Ingvar E. Sigurðsson
leika saman í spennumyndinni
Borgríki sem Ólafur Jó-
hannesson leikstýrir. Þar
leikur Ágústa lögreglukonu en
Ingvar glæpaforingja. Leiðir
þeirra hafa áður legið saman
á hvíta tjaldinu og munu gera
það aftur. Þau léku feðginin
Erlend og Evu Lind í Mýrinni
og byrja væntanlega á fram-
haldsmyndinni Grafarþögn í
byrjun næsta árs. Þórarinn
Þórarinsson fékk innsýn í
nálgun þeirra á íslenska undir-
heima í Borgríki þegar hann
króaði þau af í Útvarpshúsinu.
Ingvar eyðir þar drjúgum tíma
í upptökum fyrir Útvarpsleik-
húsið þar sem hann leikur
sjálfan Egil Skallagrímsson.
Framhald á næstu opnu
Það er svo mikið púður í þessari mynd. Þetta er svo kröftugt efni sem við
erum með og þetta er svo mikið alvöru og mikill frumkraftur í þessu.
Leiðir Ingvars og Ágústu Evu liggja aftur saman í glæpa-
mynd í Borgríki en þau hafa áður leikið feðgin í Mýrinni.
Ljósmynd/Hari
18 viðtal Helgin 23.-25. september 2011