Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 21
Ingvar undir. „Ég veit ekki hvað það er en það er eins og myndavélin elski á honum andlitið og það er eins og hann þurfi ekkert að hafa fyrir þessu.“ „Siggi Sigurjóns er líka frábær og hann er að sýna á sér einhverja alveg nýja hlið,“ segir Ágústa Eva. „Já. Siggi sýnir þarna á sér enn eina nýja og alveg ferska hlið,“ bætir Ingvar við. „Mjög ferska og ... hann er þarna ekki Siggi eins og maður þekkir hann.“ „Maður þorir ekki að segja of mikið,“ segir Ingvar. „Maður vill halda þessu svolítið leyndu en hann leikur þarna yfirmann í lögreglunni sem er á gráu svæði. Það eru tals- verð samskipti milli undirheimanna og lögreglunnar. Þau eru alla vega meiri en maður gerði ráð fyrir.“ Glæpaforingi og framleiðandi Ingvar er ekki aðeins í burðarhlut- verki í Borgríki því hann er einnig framleiðandi. „Þetta er kannski ekki alveg í fyrsta skipti sem ég tek þátt í framleiðslu bíómyndar. Við í Vestur- porti sem gerðum Börn og Foreldra með Ragnari Bragasyni skrifuðum þær og framleiddum saman. Ég hafði unnið með Ólafi áður í tveimur verkefnum og mér fannst það svo skemmtilegt. Það er eitthvað svo yndislega líflegt og sjálfsprottið við aðferðir hans. Ég velti því fyrir mér hvort ég gæti gert eitthvert gagn sem framleiðandi og bauð Óla það. Og hann tók því fegins hendi.“ Ingvar segist ekki hafa verið af- skiptasamur framleiðandi á töku- stöðum en hafi gefið öðrum þáttum meiri gaum. „Nei, nei. Ég var ekkert að skipta mér af. Ég kom aðallega að því til dæmis að redda erlendum leikurum; tæla þá hingað og safna peningum til að borga þeim. Og svo var ýmislegt annað sem ég gat haft skoðun á.“ Ágústa Eva og Ingvar eru hjartanlega sammála um hæfileika og mannkosti Ólafs leikstjóra og kunna því vel að vinna með honum. „Honum liggur á og hann er afkasta- mikill en það sem er svo frábært við hann er að hann verður bara betri og betri,“ segir Ingvar. „Það líður öllum rosalega vel ... “ segir Ágústa Eva. „Það er ofsalega gaman í vinnunni með honum,“ bætir Ingvar við. „Og ég held að fólk sem hefur fylgst með honum sé sammála um að hann sé á uppleið.“ Egill Skallagrímsson og kornabarn Ingvar er á kafi í vinnu þessi dægrin og kemur víða við. „Vinnudagurinn er mjög langur hjá mér þessa dag- ana. Ég er mikið hérna í Útvarpinu að leika í Egils sögu. Ég leik Egil þannig að ég er í nánast hverri ein- ustu senu. Síðan er ég að lesa allar glæpasögur Arnaldar Indriðasonar inn á hljóðbækur og svo æfum við Listaverkið á kvöldin.“ Ingvar lék í Listaverkinu við miklar vinsældir fyrir fjórtán árum ásamt Baltasar Kormáki og Hilmi Snæ. „Við höfum alltaf verið að tala um það inn á milli að taka verkið upp aftur vegna þess að við fengum krítík frá sumum um að við værum alveg í yngri kantinum fyrir hlut- verkin. Nú er í það minnsta ekki hægt að gagnrýna okkur fyrir það.“ Ágústa Eva er á mun rólegri siglingu en Ingvar enda rétt tveir mánuðir síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég er nú bara aðallega í fæðingarorlofi og reyni að vera sem mest með litla stráknum mínum á meðan tækifæri gefst. Ég skýst samt aðeins í að lesa inn á teiknimyndir.“ Og þar með skilur leiðir. Ingvar fer aftur í útvarpsstúdíóið til fundar við kempuna Egil Skallagrímsson en Ágústa Eva heim til frumburðarins. Borgríki verður frumsýnd 14. október. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Myndatexti Ólafur Jó- hannesson hefur dælt út kvikmyndum, bæði heim- ildarmyndum og leiknum, á undanförnum árum en samt fer hann sér að engu óðs- lega og vandar vel til verka. Ljósmynd/Hari. Flýtir sér hægt en er alltaf að Ólafur Jóhannesson, leikstjóri Borgríkis, hefur verið með afkastameiri kvikmyndagerðarmönnum á Íslandi á síðustu árum. Hann vakti fyrst athygli með heimildarmyndum og reið á vaðið með Blind- skeri: Sögu Bubba Morthens 2004. Ári síðar kom svo heimildarmyndin Africa United sem fjallaði um fótboltalið í þriðju deild sem einungis var skipað útlendingum. Heimildarmyndin Act Normal er um fyrsta búddamunkinn á Íslandi og ákvörðun hans um að kasta kuflinum og ganga í hjónaband eftir áralangt hreinlífi. Árið 2008 kynnti Ólafur tælenska stelpustrákinn Raquelu til sögunnar í The Amazing Truth About Queen Raquela. Þar lagði hann upp með að gera heimildarmynd en myndin breyttist í leikna mynd í heimildarmyndastíl. Þetta sama ár sendi Ólafur frá sér Stóra planið með Eggerti Þorleifssyni og Pétri Jóhanni í aðalhlut- verkum, dyggilega studdum af Ingvari E. Sigurðar- syni og fleira góðu fólki. Myndin er glæpamynd i léttum dúr og Ingvar leikur þar glæpaforingja eins og í Borgríki. Þar eru krimmarnir hins vegar engir aular heldur grjóthörð illmenni. Borgríki er önnur bíómyndin sem Ólafur sýnir í kvikmyndahúsum á þessu ári en í vor frumsýndi hann Kurteist fólk, innansveitarkróniku, með Eggerti Þor- leifssyni, Stefáni Karli, Hilmi Snæ, Ragnhildi Steinunni og Halldóru Geirharðsdóttur í burðarhlutverkum. Þrátt fyrir öra tíðni frumsýninga tekur Ólafur sér góðan tíma í hverja mynd og flýtir sér hvergi. Kurteist fólk var þannig um tvö ár í framleiðslu og um eitt og hálft ár er liðið frá því að tökur á Borgríki hófust. viðtal 21 Helgin 23.-25. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.