Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 22
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nú er hægt að fá fetaost sem kubb í saltvatni. Gott
er að nota ostinn í salöt, samlokur, grænmetisrétti
og á pítsuna. Ljúengar uppskriftir með fetaosti
er að nna á www.gottimatinn.is
NÝJUNG
FETAKU
BBUR
2X100
Þ að er í það minnsta óhætt að segja að í dagskránni leynist eitthvað við allra hæfi,“ segir Hrönn Mar-
inósdóttir, stjórnandi RIFF sem er
nú haldin í áttunda sinn. „Fólk er
líka farið að þekkja flokkana okkar
ágætlega og ég held að það sé nú
bara lúxusvandamál hjá fólki að
velja það sem því líst best á,“ segir
Hrönn um úrvalið á hátíðinni sem
er slíkt að þeir allra hörðustu kom-
ast vart yfir að sjá allt sem freistar.
Vitranir heitir einn flokkurinn á
RIFF og þar tefla nýir leikstjórar
fram sinni fyrstu eða annarri
mynd. Í flokknum eru tólf myndir
úr ýmsum áttum en þær keppa um
Gyllta lundann, aðalverðlaun RIFF.
„Lundinn hefur farið víða og Gior-
gio Gosetti, nýr dagskrárstjóri,
velur allar myndirnar í þennan
keppnisflokk. Hann er gömul
Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, og Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. Bíó Paradís verður heimili hátíðarinnar og þar verða flestar spurt og svarað-
sýningar hátíðarinnar auk auk ýmissa annarra viðburða.
Lúxusvandi að þurfa að velja
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) hófst í gær, fimmtudag. Hátíðinni lýkur sunnudaginn 2. október og þessar tæpu
tvær vikur er boðið upp á aragrúa kvikmynda af öllum stærðum og gerðum þannig að úrvalið er líklegt til að æra jafnvel yfir-
vegaðasta kvikmyndaáhugafólk. Bíó Paradís við Hverfisgötu verður höfuðvígi hátíðarinnar en sýningar verða einnig í Háskólabíói,
Iðnó og Norræna húsinu. Hátíðin er löngu búin að vekja á sér athygli út fyrir landsteinana og von er á um 500 manns hvaðanæva
úr heiminum til þess ýmist að taka þátt eða fylgjast með.
Eldfjall/Volcano
Þessi mynd Rúnars Rúnarssonar hefur
verið að gera það gott á hátíðum úti í
heimi en verður nú loks sýnd á Íslandi.
Þegar Hannes kemst á eftirlaun
sýnir sig hvernig samskiptin á milli
hans og fjölskyldunnar hafa hrörnað.
Börnin vilja ekkert af honum vita
og hafa aðeins samband við hann í
gegnum móður sína. Þegar eiginkona
hans veikist alvarlega áttar Hannes
sig á því að hann verður að gera
breytingar á lífi sínu.
Faust
Aleksandr Sokurov
Faust Sokurovs er ekki aðlögun á harm-
leik Goethes í hefðbundnum skilningi,
heldur túlkun á því sem má lesa milli
línanna. Hvers konar heimur skapar
risavaxnar hugmyndir? Hvernig er hann
á litinn, hvernig lyktar hann? Þetta er
fjórða myndin í seríu Sokurovs um vald-
spillingu. Hlaut Gullljónið í Feneyjum.
Grænn sjóræningi:
Saga Pauls Watson/
Eco Pirate: The Story of Paul Watson
Paul Watson var á sínum tíma óvinur
Íslands númer eitt eftir að hvalbát-
unum var sökkt í Reykjavíkurhöfn.
Hann hefur verið á siglingu um heims-
höfin í meira en 40 ár í þeim tilgangi
að bjarga hvölum. Líf og sannfæring
þessa alræmda aðgerðasinna, sem
þekkir vel til hafsvæðisins í kringum Ís-
land, er aðaluppistaðan í frásögn Trish
Dolmans um upphaf umhverfishreyf-
inga nútímans.
Saga Thors/Thor’s Saga
Ulla Boje Rasmussen
Dramatísk saga Thorsaranna. Thor
Jensen var danskur munaðarleysingi
sem kom hingað til lands 14 ára að
aldri, en varð brátt einn efnaðasti
maðurinn á Íslandi. Björgólfur Thor
Björgólfsson er langafabarn Thors og
lék lykilhlutverk í uppgangi og hruni
íslenska efnahagskerfisins.
Red State
Kevin Smith
Þrír unglingsstrákar svara auglýsingu
frá eldri konu í leit að drengjum sem
eru til í að stunda með henni hópkynlíf.
Kynórar piltanna verða þó fljótlega að
martröð þegar í ljós kemur að um er að
ræða brellu sem íhaldssamur bókstafs-
trúarsöfnuður stendur fyrir.
kempa í þessum bransa og annál-
aður fyrir smekkvísi þannig að það
verður gaman að sjá hvernig val
hans leggst í íslenska áhorfendur,“
segir Hrönn.
Í flokknum Kastljósið er boðið
upp á myndir eftir kunna leikstjóra
og myndir sem hafa sópað að sér
verðlaunum á viðurkenndum al-
þjóðlegum hátíðum undanfarið.
Flokkinn Fyrir opnu hafi fylla
myndir sem notið hafa sérstakrar
athygli á erlendum hátíðum og
ganga má að því sem gefnu að þar
megi finna verk margra færustu og
virtustu kvikmyndagerðarmanna
heims hverju sinni. Venju sam-
kvæmt er síðan sérstakur flokkur
helgaður heimildarmyndum og í
flokknum Nýr heimur er myndum
sem fjalla um umhverfismál á einn
eða annan hátt gefinn gaumur.
Flokkurinn Betri heimur beinir
sjónum að mannréttindamálum og
myndum sem taka á þeim. Þá er
sérstakur flokkur fyrir tónlistar-
myndir, upprennandi meistara,
barna- og unglingamyndir og
ýmislegt fleira auk þess sem ís-
lenskar kvikmyndir eru í brenni-
depli í sérflokki.
Meðal þess sem verður í boði í
flokki barnamynda þetta árið er
hin sígilda japanska teiknimynd
Tonari no Totoro, eða Nágranni
minn Totoro, eftir Hayao Miya-
zaki. Í myndinni komast tvær
systur að því að í skóginum í
nágrenni við nýja heimilið þeirra
búa ýmsar kynjaverur, þar á meðal
Totoro, sem þær lenda í ævintýr-
um með. Norska myndin Keepern
til Liverpool, Markmaðurinn hjá
Liverpool, er sýnd í sama flokki en
þar segir frá hinum 12 ára gamla
Jo sem forðast hugsanlegar kær-
ustur, mæður og þjálfara á meðan
hann leitar að sjaldgæfri fótbolta-
mynd sem hann vonar að leysi öll
hans vandamál.
„Við erum svo með fullt af nýjum
myndum sem eru á hátíðarrúnti
og koma hingað beint frá til dæmis
kvikmyndahátíðunum í Toronto
og Feneyjum. Fókusinn á hátíðinni
er dálítið á Rúmeníu og við sýnum
áhugaverðar myndir þaðan. Flokk-
ur miðnæturmyndanna hefur verið
einn sá vinsælasti hjá okkur og þar
verða nokkrar spennandi myndir.“
Aðalmarkmið miðnæturdag-
skrárinnar er að gera tilraun til að
varpa ljósi á dekkri hliðar kvik-
myndaheimsins með því að sýna
ýmislegt skrýtið og skuggalegt;
B-myndir sem bragð er að og kvik-
myndir sem hafa á einn eða annan
hátt orðið að költfyrirbæri. Red
State eftir Kevin Smith (Clerks,
Mallrats, Dogma, Jay and Silent
Bob Strike Back) er í þessum hópi
og 30. september mun Smith ræða
myndina við áhorfendur í gegnum
gervihnött á sérstakri sýningu í
Háskólabíói. „Honum þótti það nú
ekkert vandamál,“ segir Hrönn
aðspurð hvort erfitt hefði verið
að fá Smith til að ávarpa salinn í
Reykjavík.
Auk fjölda kvikmyndasýninga
er margt annað í gangi á RIFF og
boðið upp á ýmsa sérviðburði eins
og til dæmis Sundbíóið, sem er
orðið ómissandi þáttur í hugum
margra, en að þessu sinni verður
boðið upp á The NeverEnding
Story í Laugardalslauginni. Þá
má ekki gleyma heimabíóinu þar
sem Hrafn Gunnlaugsson, Ásgeir
Kolbeins og systkinin Úlfhildur og
Hugleikur Dagsbörn bjóða gestum
heim að sjá uppáhaldsmyndirnar
þeirra. Eru þá enn ótalin málþing,
kvikmyndasmiðja og tónleikar í
tengslum við RIFF. Einnig er rétt
að geta þess að RIFF og Bíó Para-
dís munu í sameiningu bjóða at-
vinnulausum frítt á allar sýningar
hátíðarinnar sem hefjast kl. 14.
Dagskrá RIFF og allar frekari
upplýsingar má finna á vefnum
www.riff.is
Við erum svo með
fullt af nýjum
myndum sem eru á
hátíðarrúnti og koma
hingað beint frá til
dæmis kvikmyndahá-
tíðunum í Toronto og
Feneyjum.
22 bíó Helgin 23.-25. september 2011