Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 28
Þ
eir sem fylgjast reglulega með
þessum pistlum – og væntanlega
leggja orðrétt á minnið og lesa
upphátt fyrir blindar ömmur
sínar – vita að ég fór til tannlækn-
is í Malí á dögunum. Það fyrsta sem hann
sagði, þegar hann leit upp í kjaftinn á mér,
var: „Hefur þú nokkuð verið að borða, ehm,
fiskbein?“
Tannlæknirinn minn á Selfossi gerir þetta
líka; spyr mig svara á meðan munnurinn
er augljósa upptekinn við annað. „Hvað er
að frétta af mömmu þinni? Þú ert alltaf í
námi, ha? Hvað segirðu, geturðu ekki talað
með fimm metra munnvatnsryksugu undir
tungunni? Jú, sjáðu, mig langaði alltaf að
verða rakari ...“
Ég svaraði með kokhljóðum sem áttu
nokkurn veginn að þýða: „Ég borða fiskbein í
öll mál! Hrísgrjónasalarnir sjóða allt í einum
potti þannig að matnum fylgja bein, sama
hvort maður pantar fisk eða ekki.“
Sem víkur talinu að efni þessa pistils:
Matseld Afríkumanna.
Minn eini líkamlegi undirbúningur fyrir
hálfs árs hjólreiðaferð var að bæta á mig
nokkrum aukakílóum. Á tveimur mánuðum
varð sú vinna að engu. Síðan þá hef ég þurft
að hafa mig allan við til að verða ekki að
engu. Hjólið sex tíma á dag, borðið einungis
hrísgrjón, brauð, hnetur og ávexti með
reglulegri matareitrun og þið þekkið þetta
líkamsástand.
Í heimshluta þar sem flestir þekkja skort,
borðar fólk til að lifa af. Fyrir matseljur á
götum úti skiptir mestu að bjóða upp á mikið
fyrir lítið; skál af hrísgrjónum með hnetu-
sósu (uppáhaldið mitt) kostar fjörutíu krónur.
Réttir samanstanda af fáum, innlendum hrá-
efnum. Einfalt en einhæft mataræði.
Þegar ég þarf að byrja daginn á neskaffi og
hrísgrjónum með fisksoði sakna ég Eþíópíu.
Landið sem flestir tengja við hungursneyð
stendur, ótrúlegt en satt, fremst Afríkuríkja
í matargerð! Hvarvetna á Vesturlöndum
má finna eþíópíska veitingastaði, nú nýjast
á Flúðum í Hrunamannahreppi, þótt réttir
séu framreiddir öðruvísi – söluvænlegri – en
í upprunalandinu. Í fyrra fór ég á einn við
Washington-torg á Manhattan, stuttu eftir að
hafa dvalið tvo mánuði í Eþíópíu.
Kærastan hafði aldrei smakkað eþíóp-
ískan mat og það verður að viðurkennast að
ég var spenntur að fá loksins tækifæri til að
sýna mig fyrir henni sem hinn veraldarvani,
heimsborgaralegi kærasti. „Eþíópískur
matur er betri en arabískur, án þess að skáka
indverskum,“ get ég ímyndað mér að ég hafi
sagt spekingslega. „En taktu með nesti ef þú
þarft að skreppa til Súdans eða Sómalíu.“
Á veitingastaðnum var okkur vísað til
borðs og afhentur matseðill sem ég skilaði
jafnskjótt og ég fékk hann í hendur. „Við
ætlum að fá Beijenette, takk!“
Beijenette er vinsælasti rétturinn í Eþíópíu,
borinn fram á bakka með injera-brauði og
mörgum litlum grænmetisréttum.
Þjónninn – eþíópískur að uppruna en að
öðru leyti Bandaríkjamaður – leit á mig spyrj-
andi. Ég endurtók nafnið (sem hafði tekið
mánuð að læra utanbókar) og tók meira að
segja upp þann órökrétta sið að hækka róm-
inn þegar orð stranda á tungumálaörðugleik-
um; „bæjónetté, beijónéjétte, barabapabbi!!!“
Á meðan þessar talæfingar fóru fram kall-
aði þjónninn eftir aðstoð. Kollegi hans vissi
heldur ekki hvern fjandann ég væri að fara og
saman horfðu þeir á mig ráðvilltir. Kærast-
an stakk upp á að ég pantaði bara eitthvað
annað, helst eitthvað sem væri til. „Ekki til að
tala um – þessi réttur er til!“
„Bíddu,“ sagði þjónninn loksins, hvarf
inn í eldhús og kom aftur að vörmu spori.
„Herra, þú meinar þetta,“ sagði hann stoltur
og beindi vísifingrinum efst á matseðilinn.
„Vegetable Combo Mix.“
Akkúrat. Einn Vegetable Combo Mix, takk.
Bókaskápurinn í bakpokanum
Sagt er að koma nýlenduþjóðanna til Afríku
sé næstversti atburður í sögu álfunnar. Sá
versti: Brottför þeirra. Nýlenduherrarnir
dvöldu nógu lengi til að brjóta niður það afr-
íska samfélag sem fyrir var en fóru án þess
að finna nýtt kerfi. Martin Meredith rekur
sögu Afríku frá sjálfstæði til nútíma í The
State of Africa með slíkum hætti að bókin er
skyldulesning fyrir þá sem vilja skilja pólitík
álfunnar.
Þegar fimmtíu nýmynduð ríki, með 2.000
ólík tungumál, enga vestræna lýðræðishefð
og stundum of fáa háskólamenn til að fylla
heila ríkisstjórn, fá skyndilegt sjálfstæði
getur ýmislegt gerst, líkt og Richard Dow-
dean blaðamaður hefur upplifað á löngum
ferli sínum. Í bókinni Africa: Altered states,
ordinary miracles rekur hann stórviðburði,
samfélagsgerð og framtíðarhorfur álfunnar
með persónulegum og lifandi hætti.
Áhugaverður er kafli Dowdeans um inn-
reið Kínverja, nýju nýlenduherranna eins og
The Economist hefur kallað síaukna ásókn
þeirra í hráefni og olíu. Um þessar mundir
stuðla viðskiptin að undraverðum hagvexti
víða sunnan Sahara. Vegna þess að Kínverjar
eiga sér litla sögu í álfunni eru Afríkumenn
jafnan jákvæðari í garð þeirra en gömlu
nýlenduþjóðanna. Skilaboðin til Vesturlanda
eru: Við dílum við Kína núna en haldið endi-
lega áfram þróunaraðstoð ...
Þróunaraðstoð sem hefur reynst álfunni
bjarnargreiði, segir Dambisa Moyo, höf-
undur Dead Aid, þar sem stungið er upp á að
Vesturlönd „hringi í Afríkuríki, eitt af öðru,
og tilkynni að þróunaraðstoð verði hætt
innan fimm ára.“ Vesturlönd ættu í staðinn að
aflétta tollum og Afríkuríki að opna markaði
og fjármagna ríkisútgjöld með skuldabréfum.
Stutt bók, ögrandi og auðlæsileg en líður
fyrir dogmatíska markaðstrú höfundar og
einfaldaðan málflutning.
William Easterly er á sama meiði í bókinni
The White Man´s Burden þar sem hann færir
snilldarleg rök fyrir breyttri nálgun í þróun-
araðstoð. Með því að fókusera um of á Stór
Plön og patentaðferðir, sem falla vel í kramið
hjá kjósendum og styrktaraðilum, hafa
Vesturlönd brugðist fátækum og aðstoðin oft
snúist upp í andhverfu sína. Höfundur tætir í
sig bók Jefferys Sacks, The End of Poverty, og
tekst með hnyttni og góðum dæmum að gera
hagfræðirit að skemmtilesningu.
Önnur lipurlega skrifuð og upplýsandi bók
um Afríku er The Shackled Continent eftir
Robert Guest, fyrrum ritstjóra Afríkumála
hjá The Economist. Guest leitast við að svara
spurningunni „hvers vegna er Afríka svona
fátæk?“ með mörgum sértækum dæmum
sem á endanum gefa góða heildarmynd.
Þegar kemur að skáldsögum er Kongó
vinsælt sögusvið. Land á stærð við Vestur-
Evrópu með efnahag á stærð við Jamaíku er
í hugum fólks svartasta Afríka, sveipað hálf-
gerðri dulúð. Ímyndin lifir með skáldsögunni
Innstu myrkur eftir Joseph Conrad sem endar
á orðunum „The Horror! The Horror!“ og
gerð var fleyg af Marlon Brando í kvikmynd-
inni Apocalypse Now sem byggist á bókinni
þótt sögusviði sé breytt.
Annað stórvirki er The Poisonwood Bible
eftir Barböru Kingsolver, skáldsaga um
kristniboða í frumskógum Kongós. Höfundur
skapar gríðarlega sterkar kvenpersónur og
lýsingar á lifnaðarháttum ríma vel við það
sem ég hef upplifað á sambærilegum hitabelt-
isstöðum.
Svo má ekki gleyma öllum blaðamönn-
unum sem hafa ferðast gegnum Kongó.
Henry Morton Stanley ruddi veginn, fyrstur
til að fylgja Kongó-ánni endilangri. Fyrir
nokkrum árum fetaði Tim Butcher, einnig
á vegum Daily Telegraph, í spor Stanleys og
ritaði eina vinsælustu afrísku ferðasöguna,
Blood River. Að ógleymdum Tinna í Kongó,
sem mér hefur reyndar alltaf fundist frekar
slappur blaðamaður. Á ferðalögum sínum
virðist hann aldrei skrifa neitt niður og í
öllum 24 bókunum kemur einungis tvisvar
fyrir að Tinni fái birta eftir sig frétt. Annars
er gaman að segja frá því að ég las Tinna
í Kongó í franska menningarsetrinu hér í
Burkina Faso, á sama tíma og pólitískt rétt-
hugsandi bóksölum á Vesturlöndum þykir
bókina ósæmandi.
Egill
Bjarnason,
ljósmyndari,
landkönn-
uður og
bóksalasonur
frá Selfossi,
heldur hér
áfram að segja
lesendum
Fréttatímans
frá ævintýrum
sínum í Afríku
en þar hefur
hann verið á
ferð fyrir eigin
vélarafli undan-
farna mánuði.
Þegar hér er
komið sögu
eru kílómetr-
arnir á hjólinu
að nálgast sex
þúsund.
Bókaskápurinn í bakpokanum
Freetown Íbúðahverfi
og knattspyrnuvöllur
í höfuðborg Sierra
Leone.
Slappað af með Mandela. Sjálfsævisaga Nelsons Mandela, A long walk to freedom, á sér enga hliðstæðu.
28 reisubókarbrot Helgin 23.-25. september 2011