Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 32
Við bjóðum vaxtalaus lán frá Visa og Mastercard í allt að 12 mánuði Sérfræðingar í bílum Reykjanesb æ Rey kjavík Settu Toyo harðskeljadekkin undir strax! Ekki lenda í biðröð í haust! Nesdekk - Reykjavík Fiskislóð 30 / S: 561 4110 Nesdekk - Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 / S: 420 3333 Bílabúð Benna Dekkjaþjónusta Tangarhöfða 8 / S: 590 2007 Umboðsmenn um land allt mati var það rökrétt ákvörðun því að þetta er mikil fjárfesting og það þurfti að hefja starfsemi í húsinu um leið og hægt var. En ástandið hérna til að byrja með var oft skrautlegt. Þegar ég leit yfir anddyri Hörpu á opnunardeginum leit það út eins og þriðju heimsstyrjöldinni væri ný- lokið. Öllum verkfærum hafði verið safnað þar saman og það átti að opna um kvöldið! En tveimur tímum síðar var búið að dúka borð og verið að hella í glös. Þetta er dæmi um það þegar maður sér ekki lausnina en svo bara birtist hún. Ég myndi segja að úthaldið hafi tvímælalaust verið stærsta áskorunin.“ Gagnrýnendur Hörpu hafa hald- ið því fram að þar sé snobbað fyrir klassískri tónlist og tónlistarfólki. Steinunn Birna vill ekki kannast við það. blína á ferilinn sem slíkan. Ég verð að finna einhvern rytma í því að geta sinnt þessari lífsuppsprettu minni. Og þaðan fæ ég orkuna sem ég þarf í tónlistarstjórastarfið. Ég gæti ekki unnið hér og hætt að spila. Það myndi aldrei ganga upp fyrir mig.“ Steinunn Birna nefnir að úthalds- þjálfunin sem tónlistarmaðurinn fær gagnist vel á öðrum vígstöðvum. „Ég hef oft hugsað um það. Ég held að þetta sé góð þjálfun í að aga sjálfan sig og takast á við erfiða hluti. Að hafa úthald til að leysa það óleys- anlega. Þess vegna er svo nauðsyn- legt að veita börnum tónlistarupp- eldi og þjálfa þennan eiginleika hjá þeim. Þjálfa þau í að gera eitthvað krefjandi, þar sem verðlaunin koma ekki strax og þau verða að leggja dá- lítið inn áður en þau fá innistæðuna greidda út. Þetta vantar svolítið nú til dags. Það kemur allt svo auðveldlega til barna, í gegnum tölvur og leiki. Mér finnst eins og börn geri meiri kröfur til þess að allt sé skemmtilegt, auðvelt og gangi hratt. En við höfum öll eiginleika sem birtast ekki fyrr en það er búið að reyna pínulítið á okk- ur. Þess vegna held ég að tónlistar- nám hafi aldrei verið mikilvægara.“ Þyrfti að gera tónlistarnám að- gengilegra fyrir börn úr efnaminni fjölskyldum? „Ekki spurning. Það veitti mér mikinn innblástur að tala við Gust- avo Dudamel sem var hérna með Gautaborgarsinfóníunni síðastliðinn sunnudag. Hann er afsprengi hins fræga El Sistema í Venesúela þar sem efnaminni og munaðarlausum börnum eru gefin hljóðfæri og þeim kennt á þau. Um leið er þeim gefin framtíð. Úr þessu spratt hljómsveit- in Orquesta Sinfónica Simón Bolívar sem ég vona að geti einhvern tíma komið hingað. Þetta er áminning um hvaða möguleikar felast í tónlistar- námi. Börn eru svo móttækileg og klár. Um leið og þau eru komin með einhverja færni og hæfni fá þau betra sjálfstraust og gefa sér aðra mögu- leika en áður. Að eiga þann mögu- leika að skara fram úr. Allir ættu að fá jafnan aðgang að þeim möguleika.“ Missti föður sinn í mars Sjálf hóf Steinunn Birna píanónám um sjö ára aldur og var ekki nema tíu ára þegar hún var orðin ákveðin í að gera píanóleik að ævistarfi. Hún er einkabarn hjónanna Ragnars Georgs- sonar og Rannveigar G. Magnúsdótt- ur og á sjálf eina dóttur, Brynhildi S. Björnsdóttur. Dóttir Steinunnar Birnu lýsir henni sem mikilli ömmu og fjölskyldumanneskju en segir hana jafnframt hafa helgað sig starf- inu gjörsamlega. „Hún hefur lagt allt í sölurnar fyrir það. Ég held að það sé mjög tilfinningalegt fyrir hana að fá að taka þátt í uppbyggingu á fyrsta tónlistarhúsi Íslendinga en hún hefur alltaf verið ötull talsmaður þess. Hún hefur einlægan metnað fyrir þessu húsi og það held ég að sé ástæðan fyrir því að hún er tilbúin að leggja mikið á sig fyrir það,“ segir Bryn- hildur. Í mars á þessu ári, um svipað leyti og undirbúningur fyrir opnun Hörpu stóð sem hæst, lést faðir Steinunnar Birnu, áttatíu og sjö ára að aldri. „Á tímabili skiptumst við mamma á um að sofa í stól við hliðina á afa uppi á Landakoti og svo fór hún beint í vinn- una,“ segir Brynhildur. „Hún reyndi að láta þetta hafa sem minnst áhrif á vinnuna og tók m.a. á móti erlendum blaðamanni í aðstandendaherberg- inu á Landakoti.“ Steinunn Birna kinkar kolli þegar orð dóttur hennar koma til tals og segir föðurmissinn annað dæmi um hversu mikið hefur reynt á síðustu mánuði. „Maður á auðvitað ekki von á öðru en að foreldrar manns verði eilífir. Það er eitthvað sem maður óskar sér frá bernsku. Þegar nánir ættingjar deyja er maður alltaf óundirbúinn, held ég, þótt maður viti í hvað stefnir. Pabbi var minn áttaviti og klettur og þetta var mikill missir. Ég vildi vera Þegar ég horfi á þetta eftir á skil ég ekki alveg hvernig ég fór í gegnum þetta á sama tíma og ég var að kveðja pabba. En meðan á því stendur hugsar maður ekkert um það og gerir bara það sem til þarf. „Það er líka annar misskilningur. Allt þetta tal um tónlistarelítuna er svolítið þreytt umræða. Tónlistar- unnendur eru bara fólk sem hlustar á alls konar músík. Þeir sem hlusta á klassík eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Flestir hafa breiðan tón- listarsmekk. Það er eins og að það sé hálfgert skammaryrði ef fólk hefur gaman af klassískri tónlist. Eins og það hafi þá ekki áhuga á neinu öðru. Auðvitað er það alls ekki þannig. Hér hefur verið fjölbreytt verkefnaval.“ Á sína tónlistartrú Þú hefur væntanlega þurft að setja þinn eigin píanóleik svolítið til hliðar á síðustu mánuðum. „Já, alla vega tónleikahald. En ég reyni að spila reglulega og ætla að halda mínum hljóðfæraleik við. Ég hef fengið þá ráðleggingu, hjá fólki í sömu aðstöðu erlendis, að hætta ekki að spila. Ef maður er tónlistar- maður þá er það bara hluti af manni. Ég verð að vera í daglegum sam- skiptum við mitt hljóðfæri, annars vantar eitthvað mikilvægt. Ég reyni að spila Schubert á hverjum degi. Það er mín daglega helgistund, mitt samtal við almættið. Það hafa allir sínar leiðir.“ Ertu trúuð? „Já, en mín trú kemur ekki síst fram í minni tónlistariðkun. Mér finnst það fara mjög vel saman. Ég held líka að Íslendingar séu oft með sína trú en hvorki góðir í né viljugir að tala mikið um hana. Ég held að við séum svo miklir einstaklingar og öll svolítið sérstök. Ég myndi segja að ég ætti mína tónlistartrú. Ég er mjög sátt við þann feril sem ég hef átt sem tónlistarmaður. Ég hef fengið fín tækifæri og spilað með frábæru fólki í góðum sölum. En fyr- ir mig er miklu mikilvægara að vera í vexti sem tónlistarmaður en að ein- 32 viðtal Helgin 23.-25. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.