Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 34
Aðeins 4,4 lítrar á hundraðið
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
0
-2
3
4
2
Kia cee’d LX beinskiptur, 1.6 dísil 115 hö.
35.490 kr. Afborgun aðeins á mánuði*
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum. Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
* Afborgun á mánuði miðast við 30% útborgun eða uppítökubíl og verðtryggt lán í íslenskum krónum
til 84 mánaða, árleg hlutfallstala kostnaðar 10,1%. Miðað við bíl sem kostar 3.090.000 kr.
Aukabúnaður á mynd eru álfelgur. Kia cee´d kostar frá 2.890.000 kr.
www.kia.is
– og sjö ára ábyrgð!
Maður frá vörslusviptingarfyrir-
tæki kemur heim til þín til að taka
bílinn þinn. Hvernig bregstu við?
„Smári myndi kalla: „Fríða!“
mjög hátt,“ segir Jóhann. „Hún
er sem sagt konan hans. Hann
hefur enga stjórn á heimilinu né
neinu öðru sem hann gerir. Ég
sjálfur myndi örugglega kalla:
„Guðrún!“ á konuna mína,“
segir Jóhann um sjálfan sig og
aulann Smára sem hann leikur í
Alvöru mönnum.
„Í fyrsta lagi myndi ég aldrei
nokkurn tíma lenda í þessu
vegna þess að ég er
með eindæm-
um skynsam-
ur maður,“
segir Jóhann-
e s H a u k-
ur, „en ég
hugsa að ég
myndi bara
taka þessu
með stóískri
ró og settla
málið eftir
viðeigandi
leiðum. Hákon myndi sennilega
pakka manninum saman og segja
honum að hypja sig í
burtu. Og hann væri
alveg líklegur til
að lenda í vörslu-
sviptingu.“
Heldur syrtir í
álinn hjá Smára
í næstu þraut en
þar stoðar lítt að
kalla eiginkonuna
til, auk þess sem
aðstæðurnar eiga
hvorki við
persónuna né leikarann: Þú ferð á
blint stefnumót og Ásdís Rán mætir.
Hver verða viðbrögð þín?
„Ég að fara á blint stefnumót?
Það hefði verið eitthvað skrautlegt
sko,“ segir Jóhann. „Ég myndi bara
vera voða kurteis, held ég, og klára
þetta stefnumót; sama hver kæmi.
Hún er náttúrlega ofsalega huggu-
leg og allt það en ég held hún sé
ekki alveg beint mín týpa. Ég hefði
farið í svolitla rannsóknarvinnu
þarna af því að maður þekkir kar-
akterinn, en þekkir maður eitthvað
manneskjuna sjálfa? Þannig að það
væri gaman að sjá hverju maður
gæti bryddað upp á í samtölum og
svona. Það væri svolítið skemmti-
legt að sjá hvaða kona er á bak
við þennan risastóra persónu-
leika sem Ásdís Rán er. Smári
myndi hins vegar örugglega
pissa aðeins á sig. Pínulítið. Ég
held að hann myndi hvorki leggja
í að ræða við svona glæsilega konu
né svona stóran karakter. Hann
myndi örugglega afsaka sig
sem fyrst og reyna að
stinga af – en borga þó
reikninginn.“
Jóhannes Hauk-
ur og Hákon
eru hins vegar
ekki í mikl-
um vand-
ræðum
þarna.
„Ég
myndi
fyrst spyrja
hana hvort hann Garðar væri
örugglega ekki lengur í spilinu.
Ganga frá öllum lausum endum og
svo myndi ég bara kynnast henni
því ég held hún sé mjög áhugaverð
manneskja. Og ég myndi alveg
vilja fylgja því eftir, eins og maður
segir. Hákon myndi líka gera þetta
nema honum væri slétt sama um
það hvort Garðar væri inni í mynd-
inni eða ekki.“
Jóhann og Jóhannes hafa báðir
skemmt sér konunglega við æf-
ingar á Alvöru mönnum og Jóhann
telur víst að góð
stemning í hópi
fjórmenning-
anna skili sér út
í sal. Hvorugur
fer heldur leynt
með aðdáun
sína á aldurs-
for- setan-
um, Agli
Ólafssyni, sem stígur nú á leiksvið
eftir langt hlé.
„Þetta er bara alger snilld. Það
hefur náttúrlega verið nuddað sam-
an egóum eins og gerist á æfingar-
tímabilum. Menn aðeins að stíga
á tær og þá er talað svolítið upp-
hátt og svona,“ segir Jóhann sem
er ekki aðeins upptekinn við að
vera auli á sviði Austurbæjar þessa
dagana. Spurningaþátturinn hans,
Ha?, hefur göngu sína á ný á Skjá
einum í kvöld, föstudagskvöld. „Við
náðum þó alveg rosalega vel saman
og ég held að það sé ástæðan fyr-
ir því að sýningin fær svona góð-
ar viðtökur. Og talandi um stóra
persónuleika þá er magnað að fá
Egil Ólafsson inn í þennan hóp.
Ég hef dýrkað hann frá því ég var
smá pjakkur og svo er maður allt í
einu að vinna með átrúnaðargoðinu
sínu. Hann er einn af fáum sem ég
hef unnið með og hef virkilega dáð.
Hann er bara yndislegur í alla staði
og small alveg inn í hópinn.“
Jóhannes er ekki síður ánægður
með leikfélaga sína. „Þetta er búið
að vera merkilega ljúft og áreynslu-
laust. Þessir strákar eru allir mjög
gefandi listamenn. Eða ... þetta eru
nú karlar og ég er yngstur í hópn-
um og hef alveg fengið að heyra
það. En það eru forréttindi að
fá að starfa með þeim og goð-
sögninni Agli Ólafssyni.
Það er voðalega gaman
að hafa kynnst honum og
hans persónulegu hlið.“
toti@frettatiminn.is
Alvöru menn HittA Ásdísi rÁn
Annar pissar á sig en hinn gerir sig breiðan
Gamanleikurinn Alvöru menn var frumsýndur í Austurbæ um
síðustu helgi. Þar leika Egill Ólafsson, Kjartan Guðjónsson,
Jóhann G. Jóhannsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson fjóra
ólíka karlmenn sem þurfa að kljást hver við annan og sjálfa sig
um leið. Fréttatíminn fékk Jóhann, sem leikur aulann Smára, og
Jóhannes Hauk, sem leikur töffarann Hákon, til að takast á við
ímyndaðar aðstæður og segja frá því hvernig persónur þeirra
annars vegar og síðan þeir sjálfir hins vegar myndu leysa úr
málunum.
34 leikhús Helgin 23.-25. september 2011