Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Side 40

Fréttatíminn - 23.09.2011, Side 40
Á Íslandi, svo og almennt í grannlöndum okkar, felur fólkið vald sitt í hendur kjörinna fulltrúa hvort sem þeir sitja á forsetastóli, á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Almenn samstaða er um kosti þessa fyrirkomulags. Á hinn bóginn er vilji til þess, bæði hér og víða erlendis, að flétta fulltrúalýðræðið saman við beint lýðræði þannig að þjóðin sjálf geti gripið inn í störf hinna kjörnu fulltrúa með neitunar­ valdi en líka með frumkvæði að lagasetningu. Við Íslendingar höfum verið aftarlega á merinni í þessari þróun, líklega einna íhaldssamastir í okkar heimshluta. Í stjórnarskrá okkar er einungis kveðið á um inngrip þjóðarinnar í löggjafar­ starf með þeim hætti að forseti lýðveldisins geti falið þjóðinni að taka við staðfestingarvaldi sínu, það er að segja falið henni að veita lögum frá Alþingi endanlegt gildi eða hafna þeim ella. (Að auki er ákvæði um að hafa skuli þjóðarat­ kvæðagreiðslu sé kirkjuskipaninni breytt.) Sumir lögspekingar töldu ákvæðið um málskot forseta dautt. Undir þá speki verður ekki tekið, en slíkt óvirkt ákvæði væri þó í takt við margt annað sem er marklaust í stjórnarskránni. Málskot forseta er aftur á móti sprelllifandi fyrirbæri þessi misserin. Alþingi fól stjórn­ lagaráði að fjalla sér­ staklega um fram­ kvæmd beins lýðræðis og endurspeglast það í frumvarpi ráðsins til nýrrar stjórnarskrár. Fjallað verður um til­ lögur ráðsins þar að lútandi í þessum og næsta pistli. Hverjir eiga að kalla þjóðina til ráða? Spurningin er hvenær og með hvaða hætti kjósendur skuli fá vald til að úrskurða um frambúðargildi laga frá Alþingi. Í stjórnlagaráði var rætt um þrjár leiðir í þessu skyni: Að hluti kjósenda sjálfra geti kallað eft­ ir þjóðaratkvæði um staðfestingu á lögum, að minnihluti þings fái svip­ aðan rétt, og að lokum að forseti lýðveldisins geti vísað samþykktu lagafrumvarpi til þjóðarinnar eins og verið hefur. Stjórnlagaráðsmönnum þótti of mikið í lagt að nýta allar þrjár leiðirnar. Nær allir ráðsmenn vildu taka upp fyrstu leiðina; að þjóðin sjálf geti tekið sér það vald að synja lögum staðfestingar. Deilt var um hve marga þyrfti til að hefja slíkt mál. Gild rök voru færð fyrir ýmsum tölum á bilinu 5% til 25% kjósenda. Niðurstaðan varð 10%, það er að segja að tíund kjósenda geti með undirskriftasöfnun krafist þjóðaratkvæðis. Meirihluta ráðsmanna þótti rétt að halda í síðustu leiðina, málskots­ rétt forseta. Sá réttur hefði haslað sér völl og bersýnilega væri það vilji þjóðarinnar að viðhalda honum. Á hinn bóginn ætti að kveða á um vissa formfestu við beitingu ákvæðisins til að girða fyrir tæki­ færismennsku. Í mörgum lýðveldis­ ríkjum hefur forseti vald til að vefengja lög frá þjóðþinginu. Nefna má Finnland, Írland og Þýskaland sem nærtæk dæmi. Réttinum hefur verið beitt í þessum löndum en þó sem varnagla, einkum ef þjóðhöfð­ inginn telur lagafrumvarp stangast á við stjórnarskrá. Þriðja leiðin, sú að minni hluti þings gæti vísað máli til þjóðarinn­ ar, varð útundan sakir þess að talin var hætta á að þingið gæti orðið óstarfhæft vegna misnotkunar slíks málskotsákvæðis. Liggur allt undir? Mikilvægt er að stjórnlagaráð hefur vissa fyrirvara á um neitunarvald kjósenda. Þannig verður mál sem kjósendur vilja fá lagt undir þjóðina að varða almannahag. Hvorki er hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, skattamálefni né heldur um samninga við erlend ríki, svo helstu dæmin séu tekin. (Þetta breytir því ekki að annars staðar í tillögum stjórnlagaráðs er krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um samn­ inga eins og hugsanlega Evrópu­ sambandsaðild.) Lög sem Alþingi hefur samþykkt taka strax gildi og halda því svo lengi sem þjóðin hef­ ur ekki hafnað þeim. Jafnframt er mikilvægt að Alþingi skal setja lög um alla framkvæmd þessa ákvæðis, svo sem um hvernig staðið skuli að undirskriftasöfnun, hverju megi til kosta o.s.frv. Í næsta pistli verður fjallað um frumkvæðisrétt þjóðarinnar, hvernig hún getur samið og fengið sett lög. Ný stjórnarskrá Hvernig getur þjóðin gripið inn í störf Alþingis og ógilt lög? Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði Mikilvægt er að stjórnlagaráð hefur vissa fyrirvara á um neitunarvald kjósenda. Þannig verður mál sem kjósendur vilja fá lagt undir þjóðina að varða almanna- hag. Hvorki er hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, skattamálefni né heldur um samninga við erlend ríki, svo helstu dæmin séu tekin. Stuðningur Skapar Sigurvegara SELUR ADHD ENDURSKINSMERKIN VitundarVika 18. - 25. september endurskinsmerki kaupum ja takkATHYGLI samtökin Háaleitisbraut 13, 108 R eykjavík, sími 581-1110 ww w.adhd.is Styrkjum gott málefni með kaupum á endurskinsmerkjum með skemmtilegum teikningum eftir Hugleik Dagsson. Allt söluandvirði merkjanna, 1.000 kr. rennur óskipt til ADHD samtakanna á Íslandi. Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is 36 viðhorf Helgin 23.-25. september 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.