Fréttatíminn - 23.09.2011, Side 44
Kringum Bókmenntahátíð sendi Bjartur frá sér tvær nýlegar skáldsögur í
Neon-röðinni: Fásinnu eftir Horacio Castellanos Moya, sem kom hingað á
hátíðina, og Rannsóknina eftir Philippe Claudel, en áður hefur komið út í
röðinni skáldsagan Í þok-
unni, mögnuð stutt saga.
Hermann Stefánsson
þýðir Fásinnu en Kristín
Jónsdóttir Rannsóknina.
Hún kemur fyrir augu ís-
lenskra lesenda með tilstyrk
Bókmenntasjóðs og fransks
sjóðs til útbreiðslu franskra
bókmennta. Bæði verkin
eru kærkomin viðbót þýddra
verka á íslenskan markað
og verða ritdæmd síðar hér í
blaðinu. -pbb
Nýjar bækur í Neon-seríunni
Bókadómur ríkisfang: EkkErt sigríður Víðis Jónsdóttir
f lóttinn frá Írak á Akranes er undir-titill bókar sem Mál og menning gaf út nýlega eftir Sigríði Víðis Jóns-
dóttur. Þetta er fyrsta bók Sigríðar en hún
er menntuð í heimspeki og mannfræði
frá Háskóla Íslands og bætti síðan við sig
meistaragráðu frá háskólanum í Austur-
Anglíu í þróunar- og átakafræðum. Bókin
er nokkur að vöxtum, 309 síður að lesmáli,
en geymir þess utan eftirmála, mynda-
skrár, ítarlega heimildaskrá, tímaás um
atburði þeirrar sögu sem rakin er bæði á
hinu heimspólitíska sviði og í persónulegu
lífi þeirra einstaklinga sem hér er sagt
frá. Þess utan eru kort af Írak, Bagdað og
Palestínu. Ritverkið er í alla staði vandað
enda afrakstur langs undirbúnings, gefið
út með styrk Bókmenntasjóðs, Launa-
sjóðs fræðirithöfunda Rannís, Hagþenkis,
utanríkisráðuneytis og Alþjóðamála-
stofnunar Háskólans. Í þakkarlista nefnir
Sigríður til fjölda einstaklinga og stofnana
sem hafa lagt henni lið við að koma þessu
merkilega riti saman.
Því er þetta upp talið, lesandi góður, að
sagan sem Sigríður rekur af nákvæmni,
andagift, réttlætiskennd og smekkvísi er
okkur sem tölum þetta tungumál og til-
heyrum okkar samfélagi mikilvæg. Hér
eru rakin tildrög þess að Palestínumenn
voru hraktir af heimalöndum sínum í
hinni fornu Palestínu með tilstyrk Íslands
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hvernig
þúsundir þeirra settust að í Írak án ríkis-
fangs, hvernig undirbúin var innrás í land-
ið af hálfu okkar og annarra þjóða og land-
inu steypt í tortímingarbál sem enn sér
ekki fyrir endann á. Hér er rakið hvernig
hatur sprengdi grundvöll palestínskra
flóttamanna sem höfðu alið allan sinn
aldur í Írak og hvernig þeir voru hraktir
burtu með ógn og morðum. Hér er rakið
hvernig hópur þeirra settist að í eyðimörk
við landamæri Sýrlands og hvernig um
síðir átta konum var gefinn kostur á að
flýja þaðan og setjast að á Akranesi.
Þetta er ljót saga, en um leið saga mik-
illar þrautseigju, grimmra örlaga, stórra
kvenna, saga sem okkur er brýnt að skilja
og skynja, einkum fyrir þá sök að hér
er dregin í brennipunkt ábyrgð íslenska
lýðveldisins á tveimur harmatímum í
sögu Palestínu. Um leið segir Sigríður
frá aðstæðum flóttamanna á þann veg að
það hefur almennt gildi svo að fáfræði og
afneitun um aðstæður þeirra víðar um
heiminn verður lesendum ljós.
Sagan sem hér er rakin er afrekasaga:
Fyrir það fyrsta tekst Sigríði vel upp sem
sögumanni. Hún skrifar látlausan og
læsilegan stíl, skipar efni, sem er marg-
flókið í eðli sínu, niður á skýran hátt þótt
hún þeysi lesanda sínum milli tímaskeiða,
sögusviða og kalli til marga einstaklinga.
Kjarninn í sögunni er þó saga tveggja
kvenna og fólksins þeirra, Línu og Aydu.
Þær eru allan tímann í miðju sögunnar og
verða ljóslifandi lesendum. Aðrar konur úr
átta kvenna hópnum eru meira í baksýn
en stíga fram í styttri köflum svo að staða
þeirra nú verður skýr.
Lesandi skal varaður við: Hér fer fram
sögum með þeim hætti að víða er manni
ofboðið. Grimmdinni er lýst á látlausan
hátt en ofboðsleg er hún á köflum, óskilj-
anleg – og í kjölfarið kemur skömmin,
vanmáttur reiðinnar, smánin vegna ís-
lenskrar þátttöku í því miskunnarlausa
græðgisstríði sem var hellt yfir Írak með
samþykki tveggja íslenskra ráðamanna.
Og aftur hvern þátt við áttum í úrslitum
mála við stofnun Ísraelsríkis. Hjálmtýr
Heiðdal kvikmyndagerðarmaður hefur
um missera skeið unnið að fjármögnun
heimildarmyndar sem á að skoða hvernig
það gerðist 1947 en farið margsinnis
bónleiður til búðar frá Kvikmyndamið-
stöð Íslands. Þá sögu er ekki ástæða til að
rekja. Það vita allir nóg um Palestínu. Það
passar ekki inn í forgangsröðina á þeim
bæ.
Ríkisfang: Ekkert er frábærlega unnið
verk, brýnt erindi í samræður okkar um
innflytjendur – sem við vorum jú öll við
landnám og komum víða að og áttum eftir
að fara í stórum hópum burt annað – nú
þegar ótti við hina aðkomnu magnast
innra með okkur á ný og brýst út í fávisku-
hjali. Sigríður hefur skilað áhrifamiklu
verki sem unnið er af alúð og um leið fórn-
fýsi þeirra kvenna sem veita okkur innsýn
í sín grimmilegu örlög. Megi góðar vættir
veita þeim og fjölskyldum þeirra skjól og
betri gæfu um ókomna tíð.
40 bækur Helgin 23.-25. september 2011
Bókadómur LýtaLaus toBBa marinós
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Nú er sultutímabilinu að ljúka, þrautvanir sultugerðar menn
bíða þess að frost umbreyti sykrum í stikilsberjum sem
sitja bústin á greinum runnans, fréttir berast að enn haldi
aðalbláber á lyngi vestan við Barðaströnd og reyniber eru
þrútin, garðfuglum til gleði. Þá er græna tómata að fá hjá
garðyrkjubændum.
Sigurveig Káradóttir hefur sent frá sér kver um sultur,
Sultur allt árið, þar sem hún leggur áhugasömum til upp-
skriftir að mauki, sykurlegi, ediki og sinnepi, hlaupi og
berki, auk þriggja brauðmetis-uppskrifta fyrir ofanálegg
af þessum toga. Þetta er fjölbreytt bók, fallega brotin og
skreytt ljósmyndum af viðmetinu.
Flestar uppskriftirnar eru smáar en sýna að aukist
hefur úrval ávaxta í svona vinnslu: gojiber, mangó og
kirsuber koma til tals í kverinu sem er nauðsynleg við-
bót í matarbókasafn heimilanna. -pbb
Sultugerð með meiru
Íraksstríð:
forsaga og eftirmálar
Einar Áskell og alls-
nægtapokinn er glæný
bók um snáðann og
kemur ekki á óvart að
hún hafi farið rakleiðis
á topp barnabókalista
Eymundssonar.
Einar ÁskELL
snýr aftur
Lýtalaus
Tobba Marinós
JPV, 261 bls. 2011
Tobba sendi frá sér bók fyrir ári, Makalaus, sem
síðar var sett í sjónvarpsþætti fyrir Skjá 1. Þeir voru
unnir af litlu framleiðslufyrirtæki, nutu ekki atlætis
og áhuga Kvikmyndamiðstöðvar en litu bærilega
út. Sögur Tobbu eru ættaðar úr lausmálsdálkum
erlendra blaða; Bridget Jones og Nynne eru fyrir-
myndin sem var á sínum tíma sótt til Vanity Fair eftir
Thackery.: Hæðnisleg eintöl í dagbókarformi þar
sem skopast er að högum einhleypra kvenna í leit
að sjálfi og maka. Hetjan Lilja er markaðsmenntuð,
vinnur á auglýsingastofu við að búa til ímyndir fyrir
vörur. Stærsti sigur hennar í lífinu er vel heppnuð
herferð fyrir nýja tegund síma. Hún er ekki nægi-
lega launuð til að geta veitt sér merki sem hún þráir,
vill Prada en meikar bara H&M. Umhverfis hana
sveimar sægur af persónuleikalausum vinkonum
sem renna saman í eitt. Höfundurinn skerpir á sam-
tímalýsingu sinni með því að flassa nöfnum íslenskra
smástirna og nær í einu tilviki að verða meiðandi.
Samfélagsmyndin er að öðru leyti óljós. Sálar-
háski Lilju er tengdur útlitinu, sukki í mat og víni
sem verður, þegar til lengdar lætur, ærið þreytandi.
Umgerðin er feisbókarfærsla, stöðugt statustékk,
stíllinn hraður og talmálskenndur; Tobba er hug-
myndarík í spuna, samtölin býsna tóm en sannfær-
andi blaður, málfarið skotið en skemmtilega lifandi.
Hún er víða grófyrt en líkast til eru ungar konur á
fengialdri svona klámgjarnar. Karlafyrirmyndirnar
eru flatar dúkkulísur úr auglýsingaheimi, rassstinnir
pinnar með góða kjálkalínu, mikið í ræktinni og kött-
aðir. Tobba sveiflast milli þess að hæðast að þessum
skammvinna tíma í þroskaleysi og hégómadýrkun
og vera honum háð hugmyndalega eins og sést á
pakkningunum: Tobba er ekki einföld þótt hún
láti alltaf mynda sig á hlið svo að hún sýnist þunn,
reki fram barminn og standi á pumpum. Metnaður
hennar nær bara ekki lengra – ekki enn. Hún hefur
aftur margt til að bera – ef lesandi á að trúa því að
hún skrifi þetta sjálf en ekki hjálparkokkar léttbók-
mennta Gillz og co. sem almannarómur segir vera
þá Jakob Bjarnar, Kristján B. og Guðmund Andra.
Sem er reyndar fyndin hugmynd. Aðferð Tobbu og
aðkoma benda til að henni sé margt til lista lagt þótt
síðasta pródúktið, Lýtalaus, sé langdregið, einhæft
og nái ekki festu fyrr en sagan er næstum úti. -pbb
Snípsídd og önnur
kvenleg fyrirbæri
ríkisfang: Ekkert
Sigríður Víðis Jónsdóttir
Flóttinn frá Írak á Akranes
Mál og menning
380 bls. 2011
Saga Palestínumanna sem settust að á Akranesi.
Ríkisfang:
Ekkert er
frábærlega
unnið verk,
brýnt erindi
í samræður
okkar um inn-
flytjendur.
Tobba Marinós Er
víða grófyrt í bókinni
en líkast til eru ungar
konur á fengialdri
svona klámgjarnar.
Sigríður Víðis Jóns-
dóttir og Lína Mazar
sem flúði frá Írak
til Íslands ásamt
þremur börnum
sínum. Ljósmynd/Hari
Fæst í helstu matvöruverslunum landsins
Lífrænt
grænt
chai te
Það er
innihaldið
sem skiptir
öllu máli!
Clipper
-náttúrulega
ljúffeng te