Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Síða 50

Fréttatíminn - 23.09.2011, Síða 50
ur setti þær. Í góðum og sendnum jarðvegi fjölga þær sér og breiðast út. Þá má skipta þeim og setja niður á nýjum stöðum. Kíkið á hvað er til í garðplöntustöðv- unum og pælið í tegundunum. Nýlega hef ég verið að fikta við að setja niður lyng- rósir á haustin. Ég sá í vor að þeim hefur reitt vel af þrátt fyrir kuldann og þurrkinn í vor. Ég hafði reyndar ekki góða reynslu af lyngrósum fyrr á árum. Þær vildu þorna upp og visna. Eftir að trén í landinu kom- ust yfir 10 m. hæð og skjól ríkir á öllum áttum hefur aðstaðan gjörbreyst. Það er líka eins og rakastigið verði jafnara í kringum aspirnar, runnana og lauftrén sem nú mynda skjólveggina. Við skógarstígana þar sem sólin nær að skína nokkra tíma á dag bresta lyng- rósirnar í blóma um leið og hlýnar í lofti. Skjólið er lykilatriði og næðingur má ekki gjósa upp undir þær! Sígræn blöðin þorna fljótt upp. Jarðvegurinn verður líka að vera rakur og sæmilega frjór. Vel fer á að planta vorprúðum skógarsnotrum í kringum þær en hnýði þeirra eru einmitt til sölu nú. Lengi héldu menn að jarðvegur hér á landi hentaði ekki lyngrósum. Hann væri yfirleitt ekki nægilega súr því erlendis er gengið út frá því að pH-stig yrði að vera um 5,5 sem er mun lægra en hér gerist. Það reynist ekki rétt, a.m.k ekki þar sem nægilegt er af gosefnum í jarðveginum og járn aðgengilegt. Grein um þetta eftir Ólaf S. Njáls- son í Nátthaga birtist í Garðyrkjuritinu 2010 og skýrir þetta vel. Reynsla mín staðfestir þetta fyrir þau yrki sem ég hef nú prófað. Líklega eru nú til lyngrósir í all- mörgum garðplöntustöðvum og tilvalið að prófa þær Á göngu um skógin í vor hitti ég fyrir amerísku skógarþristina sem ég setti niður fyrir nokkrum árum. Það er annars vegar sá stóri hvíti sem ber nafnið skógarþristur, Trillium grandiflora, sem þekur laufskógana í norðurríkjum Bandaríkja og Kanada á vorin og hins vegar sá dularfulli og dimmpurpura- rauði Trillium erectum sem indíánar Norður-Amer- íku höfðu dálæti á til lækninga og er gjarnan köll- uð squaw-root eða ,,konurót“ á þar í landi. Ég veit ekki um íslenskt nafn á henni en purpuraþristur væri lýsandi og grasafræðilega í lagi er mér sagt af fróðum. Báðar tegundirnar eru að búa um sig hjá mér í skógarjarðveginum sem er að myndast en þær þurfa fremur næringarríkan jarðveg og hæfilega rakan til að þrífast vel, sérstaklega sá síðarnefndi. Sá dumbrauði er í dimmasta hluta skógarreitsins. Þar er rakinn og frjósemin er meiri. Pagóðuliljurnar eða garðskógarliljurnar, Erythronium ´Pagoda ,́ eru ekki síður fallegar og þrífast afar vel hér á landi og fjölga sér hratt og örugglega í sæmilegum jarðvegi. Þær eru til sölu nú og skila sér strax á næsta sumri og æ síðan. Kíkið á þetta á næstu dögum. 46 garðar unnið í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands Helgin 23.-25. september 2011 Nýttu haustið til að fegra garðinn Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Fáðu tilboð og gerðu verðsamanburð! b m va ll a .is Nú er tíminn til að undirbúa garðinn fyrir næsta sumar. Við bjóðum úrval af hellum og hleðslusteinum fyrir garðinn eða innkeyrsluna og ýmiskonar garðeiningar eins og bekki, blómaker, brýr, sorptunnuskýli og fleira. Skoðaðu bmvalla.is eða komdu í heimsókn til okkar og fáðu hugmyndir að lausnum og útfærslum. Við bjóðum fría ráðgjöf landslagsarkitekts. Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is BM Vallá ehf. Bíldshöfða 7 110 Reykjavík PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 12 5 52 Júlíus 864-3313 Kjartan 864-3312 akraborg@simnet.is Nú er rétti tíminn til að panta borun fyrir veturinn. Við erum staðsettir á Akranesi en vinnum um allt land. Við borum eftir heitu og köldu vatni Sumarhúsaeigendur og landeigendur L íklega er engin fjárfesting í garð-plöntum betri en kaup á haust-laukum. Ávöxtunin felst í gleðinni að sjá litfagrar plöntur snemma á vorin áður en annar gróður tekur við sér. Þar er úr mörgu að velja sem gleður augað. Vetrargosar gægjast upp úr snjónum á útmánuðum, krókusar og dvergír- isar og ýmsar smáliljur, snæstjörnur og stjörnuliljur fylgja í kjölfarið í apríl og fyrri hluta maí. Síðar í maí koma há- tíðarliljurnar - páskaliljur, pálmasunnu- liljur og hvítasunnuliljur og standa oft lengi fram eftir júní. Smáu febrúarlilj- urnar sem seldar eru í blómstrandi til borðskreytinga snemma á vorin eru líka þakklátar fyrir að komast í jörð strax eftir blómgunina. Engin ástæða til að henda þeim þegar þær fölna á borð- stofuborðinu. Þær koma þá aftur upp að vori hvort sem er í steinhæðinni í garð- inum eða úti í skógi í sumarlandinu. Úrvalið af haustlaukum er gífurlegt. Þetta kemur allt upp ár eftir ár og veitir ómælda gleði þegar maður hittir þær fyrir og var búinn að gleyma hvar mað- Trillium erectum - konurót frá indíánum Ameríku.  Haustlaukar Litfagrar pLöntur auka gLeði vorsins Lyngrósir og laukar í skóginum ... sá dularfulli og dimmpurpurarauði Trillium erectum sem indíánar Norð- ur-Ameríku höfðu dálæti á til lækninga og er gjarnan kölluð squaw-root eða ,,konurót“ á þar í landi. Þakklátar og árvissar páskaliljur. Vilhjálmur lúðvíksson

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.