Fréttatíminn - 23.09.2011, Page 58
Helgin 23.-25. september 201154 tíska
Verðlagningin mikla
Það er mér minnisstætt þegar ég keypti mér
rándýra skó í fyrsta skipti. Það var vetur-
inn 2008. Okkur vinkonurnar hafði dreymt
um þessa skó alveg síðan þeir komu fyrst í
verslanir en verðið hélt okkur frá. Það var
svo löngu seinna sem við ákváðum allar að
kaupa sitt parið hver. Þeir kostuðu tólf þúsund
krónur.
Við vinkonurnar fórum að rifja þetta upp um
daginn þegar ein hafði mætt í splunkunýjum
skóm sem kostuðu rétt rúmlega þrettán
þúsund kall. „Vá, það er ekki mikið fyrir skó,“
sögðum við hinar og dáðumst að þessum
kaupum sem vinkona okkar hafði gert. Þar
byrjaði umræðan um verðmuninn á
milli ára.
Það greip athygli mína þegar ein
af vinkonum mínum sagðist vera hætt að
styrkja verslanir hérlendis. Hún kaupir allt sitt
dót af sömu heildverslunum erlendis og búðir
hérna heima versla við. Draumaskóna fær hún
á helmingsafslætti eða meira. Við eigum auð-
vitað að nýta okkur betur þessa tækni; sitja
heima fyrir framan tölvuna og kaupa sömu
vörur og við gerum á Laugaveginum. Og fá
góðan afslátt í þokkabót.
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
5
dagar
dress
Elskar stórar og hangandi flíkur
Föstudagur:
Skór: Topman
Buxur: Tiger of Sweeden
Skyrta: H&M
Slaufa: Kormákur og
Skjöldur
Jakki: Filippa K
Helgi Ómarsson er tuttugu ára ljósmyndari
sem hefur áhuga á öllu sem tengist listum.
Hann hefur gaman af fimleikum og líkar vel að
eiga stundir með góðu fólki.
„Ég myndi segja að stíllinn minn væri mjög
frjálslegur. Ég elska sérstaklega stórar og
hangandi flíkur sem fara manni vel. Ég geng
aðeins í því sem mér finnst flott og kaupi það
sem ég veit að ég á eftir að nota. Ég kaupi
fötin mín helst í Topman, Weekday, Urban
Outfitters, Bruuns Bazaar, Mads Nørgaard,
Cheap Monday og á alveg ótrúlega sterkt
samband við verslunina All Saints. Ég
elska þá búð og mun alltaf gera. Svo er
hönnuðurinn Cedric Jacquemyn í miklu
uppáhaldi hjá mér. Ég gerði verkefni fyrir
hann í byrjun árs og gjörsamlega kolféll fyrir
hönnuninni hans.“
Nýr bíll frá Gucci
Ítalska tískuhúsið Gucci hefur unnið að nýrri bílategund í
samstarfi við Fiat síðustu mánuði og var bíllinn
frumsýndur á tískuvikunni í New
York á dögunum. Hann er lítill og
nettur, hannaður fyrir stelpur,
og er seldur í tveimur litum;
hvítum og svörtum. Topp-
lúga er á bílnum, skreytt
grænni og rauðri rönd, og
segir aðalhönnuðurinn, Frida
Giannini, þetta eiga að vera
aðaleinkenni bílsins.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Gucci hannar bíl fyrir Fiat og
þessi fyrirtæki vinna vel saman. Fyrri bílar hafa selst upp
á skömmum tíma og búist er við að nýjasta hönnunin verði
þar engin undantekning.
Richie með
áhrifamestu línuna
Accessories Council-verðlaunahátíðin
hefur verið haldin árlega síðustu
sextán ár og þar eru veitt verðlaun
fyrir hönnun fylgihluta. Fyrir-
komulag hátíðarinnar er öðruvísi en
á öðrum verðlaunahátíðum og hafa
verðlaunahafar þegar verið tilkynntir
þótt hátíðin verði ekki haldin fyrr en
í nóvember. Það sem vakti mesta
athygli var að raunveru-
leikastjarnan og tískufrum-
kvöðullinn Nicole Richie hlýtur
verðlaunin Áhrifamesta fylgi-
hlutalínan og er þetta í fyrsta
skipti sem Hollywood-stjarna
vinnur til verðlauna á hátíðinni.
Best klædda teiknimynda-
persóna heims
Ný kvikmynd með Prúðuleikurunum er væntanleg seinna í haust og
er mikill spenningur fyrir henni víða um heim. Margir þekktir ein-
staklingar hafa komið að gerð myndarinnar og þar á meðal kunnir
hönnuðir sem hanna klæðnað á fígúrurnar. Fröken Svínka, ein af
aðalpersónum myndarinnar, verður ein best klædda teiknimynda-
persóna
heims því hún
mun klæðast
fatnaði frá Zac
Posen og skóm
frá hinum
færa Christian
Louboutin.
Mánudagur:
Skór: Topman
Buxur og
Belti: Topman
Bolur: Suit
Peysa: All Saints
Jakki: All Saints
Þriðjudagur
Skór: Converse
Buxur: Urban
Bolur: H&M
Peysa: H&M
Jakki: Andersen &
Lauth
Húfa: H&M
Trefill: Urban
OUtfitters
Full búð af nýjum vörum
Bæjarlind 4, 201 Kópavogur l Sími: 544-2222 l www.feminin.is l feminin@feminin.is
Við erum
á facebook
Miðvikudagur:
Skór: H&M
Buxur: Weekday
Peysa: Prjónuð af Eygló
Eyjólfs
Fimmtudagur:
Skór: Converse
Buxur: Mundi
Skyrta: All Saints
Bolur: Forever21
Úlpa Zo On