Fréttatíminn - 23.09.2011, Side 67
Helgin 23.-25. september 2011
Líf í árvekni
Mindful Living
Sálfræðistofa
Björgvins Ingimarssonar
www.salfraedingur.is
Skráning í síma
860 4497 eða
bjorgvin@salfraedingur.is
Helgarnámskeið í einfaldari
og streituminni lífsstíl
1. og 2. október
gegn:
•streitu
•verkjum
•vefjagigt
•síþreytu
•ofþyngd
•kvíða
Allar upplýsingar á skrifstofu
Félags íslenskra bókaútgefenda.
Net fang: baekur@simnet . is
Til bókaútgefenda:
Bókatíðindi 2011
Skráning nýrra bóka í Bókatíðindin
2011 er hafin.
Útgefendur eru hvattir til að skrá bækur
sínar sem allra fyrst en lokaskil vegna
kynninga og auglýsinga er 20. október.
Bókatíðindum verður sem fyrr
dreift á öll heimili á Íslandi.
Frestur til að leggja fram bækur vegna
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
2011 er til 6. október nk.
www.bokautgafa. is
Íslensku
bókmenntaverðlaunin
Spennandi námskeið með
Þorbjörgu Hafsteinsdóttur
10 árum yngri á 10 vikum
Námskeiðið hefst með opnunarfyrirlestri þriðjudaginn 18. október.
Þetta er 10 vikna tímabil þar sem bent er á hagkvæmar lausnir til
að bæta mataræðið, losna við ýmsa nútímakvilla og viðhalda hreysti
og æskuljóma á náttúrulegan hátt.
Námskeiðið inniheldur: Bækling með leiðbeiningum, uppskriftum
og innkaupalista. Persónuleg samskipti og hvatningu með tölvupósti.
Aðgang að Google hópi með stuðningi frá öðrum þátttakendum.
Skráning er takmörkuð við 30 manns | Verð: 17.900 kr.
Vertu sykurlaus
Fimmtudaginn 20. október | kl. 18:00 til 21:00 | Verð 4.900 kr.
Gleðin á heima í maganum
Þriðjudaginn 25. október | kl. 18:00 til 21:00 | Verð 4.900 kr.
Eru hormónar samvinnuþýðir?
Fimmtudaginn 27. október | kl. 18:00 til 21:00 | Verð 4.900 kr.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir
Næringarþerapisti D.E.T
Námskeiðin verða
haldin í Borgartúni 24
Nánari upplýsingar:
www.lifandimarkadur.is
Skráning á netfangið:
namskeid@lifandimarkadur.is
LIFANDI markaður
Borgartúni 24, Hæðasmára 6,
Kópavogi og Hafnarborg
Leikdómur ALvöru menn
Alvöru menn –
alvöru sýning
É g verð að viðurkenna að ég vissi ekkert hvað mér yrði boðið upp á í Austurbæ á
laugardagskvöldið á sýningunni
Alvöru menn. Vissulega var mér
kunnugt hvaða andans menn lékju
í sýningunni og hver leikstýrði en
þar lauk minni þekkingu. Ég vissi
ekki, fyrr en eftir á, að sýningin hef-
ur farið sigurför um heiminn eftir
að hún var frumsýnd fyrst í Ástralíu
árið 1999 og er vinsælasta leikritið í
Svíþjóð um þessar mundir.
Leikritið fjallar um þrjá vinnufé-
laga, Hákon, Finn Snæ og Smára,
sem leiknir eru af Jóhannesi Hauki
Jóhannessyni, Kjartani Guðjóns-
syni og Jóhanni G. Jóhannssyni og
allir eru á mismunandi stað í líf-
inu. Hákon (Jóhannes Haukur) er
myndarlegur piparsveinn, Finnur
Snær (Kjartan) er í það minnsta
þrígiftur taugasjúklingur sem er
fastagestur á reiðistjórnunarnám-
skeiðum og er að sligast undan með-
lögum og Smári (Jóhann G.) lifir líf-
inu í vinnunni vegna óbeitar sinnar
á stjórnsamri eiginkonu. Í samfloti
við þá þrjá er Guðmundur, eigandi
fyrirtækisins sem þeir vinna hjá,
stórfurðulegur sérvitringur sem
leikinn er af Agli Ólafssyni. Fjór-
menningarnir halda á sólarströnd
til að vinna að fjárhagslegri endur-
skipulagningu fyrirtækisins en
þegar upp er staðið er í raun búið
að endurskipuleggja allt annað í lífi
þeirra en fyrirtækið.
Óhætt er að segja að leikritið hafi
komið á óvart. Það er drepfyndið
allan tímann en nær þó hæstu hæð-
unum í ótrúlegum látbragðsleik fjór-
menninganna. Leikmunir eru þrír
stólar og því reynir á leikarana að
skila látbragði af öllum gerðum til
áhorfenda. Sem þeir leystu glæsi-
lega af hendi. Ekki er á neinn hallað
þótt Jóhann G. Jóhannsson sé tek-
inn sérstaklega út. Jóhann er ótrú-
legur látbragðsleikari og salurinn
veltist um af hlátri hvort heldur
sem hann var að róa árabát, stóð í
strætisvagni á ferð eða synti í kafi í
sjónum. Jóhannes Haukur, Kjartan
og Egill stóðu sig einnig með sóma
þótt minnst hafi mætt á Agli þar sem
hann var lengstum í hlutverki sögu-
manns.
Þegar allt er tekið til er þetta
sýning sem hiklaust má mæla með.
Frábær skemmtun með miklum fag-
mönnum.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Alvöru menn
eftir Glynn Nicholas og Scott Rankin
Leikstjóri: Gunnar Helgason
Austurbær
Mynd: Ólafur Þórisson