Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 67

Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 67
Helgin 23.-25. september 2011 Líf í árvekni Mindful Living Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar www.salfraedingur.is Skráning í síma 860 4497 eða bjorgvin@salfraedingur.is Helgarnámskeið í einfaldari og streituminni lífsstíl 1. og 2. október gegn: •streitu •verkjum •vefjagigt •síþreytu •ofþyngd •kvíða Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Net fang: baekur@simnet . is Til bókaútgefenda: Bókatíðindi 2011 Skráning nýrra bóka í Bókatíðindin 2011 er hafin. Útgefendur eru hvattir til að skrá bækur sínar sem allra fyrst en lokaskil vegna kynninga og auglýsinga er 20. október. Bókatíðindum verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011 er til 6. október nk. www.bokautgafa. is Íslensku bókmenntaverðlaunin Spennandi námskeið með Þorbjörgu Hafsteinsdóttur 10 árum yngri á 10 vikum Námskeiðið hefst með opnunarfyrirlestri þriðjudaginn 18. október. Þetta er 10 vikna tímabil þar sem bent er á hagkvæmar lausnir til að bæta mataræðið, losna við ýmsa nútímakvilla og viðhalda hreysti og æskuljóma á náttúrulegan hátt. Námskeiðið inniheldur: Bækling með leiðbeiningum, uppskriftum og innkaupalista. Persónuleg samskipti og hvatningu með tölvupósti. Aðgang að Google hópi með stuðningi frá öðrum þátttakendum. Skráning er takmörkuð við 30 manns | Verð: 17.900 kr. Vertu sykurlaus Fimmtudaginn 20. október | kl. 18:00 til 21:00 | Verð 4.900 kr. Gleðin á heima í maganum Þriðjudaginn 25. október | kl. 18:00 til 21:00 | Verð 4.900 kr. Eru hormónar samvinnuþýðir? Fimmtudaginn 27. október | kl. 18:00 til 21:00 | Verð 4.900 kr. Þorbjörg Hafsteinsdóttir Næringarþerapisti D.E.T Námskeiðin verða haldin í Borgartúni 24 Nánari upplýsingar: www.lifandimarkadur.is Skráning á netfangið: namskeid@lifandimarkadur.is LIFANDI markaður Borgartúni 24, Hæðasmára 6, Kópavogi og Hafnarborg  Leikdómur ALvöru menn Alvöru menn – alvöru sýning É g verð að viðurkenna að ég vissi ekkert hvað mér yrði boðið upp á í Austurbæ á laugardagskvöldið á sýningunni Alvöru menn. Vissulega var mér kunnugt hvaða andans menn lékju í sýningunni og hver leikstýrði en þar lauk minni þekkingu. Ég vissi ekki, fyrr en eftir á, að sýningin hef- ur farið sigurför um heiminn eftir að hún var frumsýnd fyrst í Ástralíu árið 1999 og er vinsælasta leikritið í Svíþjóð um þessar mundir. Leikritið fjallar um þrjá vinnufé- laga, Hákon, Finn Snæ og Smára, sem leiknir eru af Jóhannesi Hauki Jóhannessyni, Kjartani Guðjóns- syni og Jóhanni G. Jóhannssyni og allir eru á mismunandi stað í líf- inu. Hákon (Jóhannes Haukur) er myndarlegur piparsveinn, Finnur Snær (Kjartan) er í það minnsta þrígiftur taugasjúklingur sem er fastagestur á reiðistjórnunarnám- skeiðum og er að sligast undan með- lögum og Smári (Jóhann G.) lifir líf- inu í vinnunni vegna óbeitar sinnar á stjórnsamri eiginkonu. Í samfloti við þá þrjá er Guðmundur, eigandi fyrirtækisins sem þeir vinna hjá, stórfurðulegur sérvitringur sem leikinn er af Agli Ólafssyni. Fjór- menningarnir halda á sólarströnd til að vinna að fjárhagslegri endur- skipulagningu fyrirtækisins en þegar upp er staðið er í raun búið að endurskipuleggja allt annað í lífi þeirra en fyrirtækið. Óhætt er að segja að leikritið hafi komið á óvart. Það er drepfyndið allan tímann en nær þó hæstu hæð- unum í ótrúlegum látbragðsleik fjór- menninganna. Leikmunir eru þrír stólar og því reynir á leikarana að skila látbragði af öllum gerðum til áhorfenda. Sem þeir leystu glæsi- lega af hendi. Ekki er á neinn hallað þótt Jóhann G. Jóhannsson sé tek- inn sérstaklega út. Jóhann er ótrú- legur látbragðsleikari og salurinn veltist um af hlátri hvort heldur sem hann var að róa árabát, stóð í strætisvagni á ferð eða synti í kafi í sjónum. Jóhannes Haukur, Kjartan og Egill stóðu sig einnig með sóma þótt minnst hafi mætt á Agli þar sem hann var lengstum í hlutverki sögu- manns. Þegar allt er tekið til er þetta sýning sem hiklaust má mæla með. Frábær skemmtun með miklum fag- mönnum. Óskar Hrafn Þorvaldsson  Alvöru menn eftir Glynn Nicholas og Scott Rankin Leikstjóri: Gunnar Helgason Austurbær Mynd: Ólafur Þórisson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.