Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Side 72

Fréttatíminn - 23.09.2011, Side 72
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hrósið … ... fær Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri. Ákveðið var í vikunni að mynd hans Eldfjall yrði framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna þetta árið. Myndin hefur ekki verið formlega frumsýnd hér á landi en hefur gert mikla lukku á kvikmyndahátíðum víða um heim. Ham loks á toppinn Ham tókst það sem engum hefur tekist undanfarnar vikur – að velta Helga Björns og Reiðmönn- um vindanna úr toppsæti Tónlist- ans, lista Félags hljómplötufram- leiðenda, yfir mest seldu diska vikunnar. Diskur Ham, Svik, harmur, dauði, er í efsta sætinu aðra vikuna í röð. Í öðru sæti eru Helgi Björns og félagar með Ég vil fara upp í sveit og Jón Jóns- son er í þriðja sæti. Athyglisvert verður að fylgjast með fyrstu plötu Of Monsters and Men, My Head is an Animal, sem kom út í síðustu viku og fór beint í sjö- unda sæti. Of Monsters and Men hafa átt vinsælasta lag Íslands undanfarnar vikur en lagið Little Talks hefur setið á toppi Laga- listans síðustu fimm vikur. -óhþ GAMMA styrkir Sinfó til 2014 Sinfóníuhljómsveit Íslands skrif- aði nýverið undir samning við verðbréfafyrirtækið GAMMA sem verður einn af aðalstyrktaraðil- um Sinfóníunnar til ársins 2014. „Það er okkur hjá GAMMA sérstakt ánægjuefni að styðja við starfsemi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands næstu þrjú árin. Metnaður og hæfileikar hljóm- sveitarinnar eru eitthvað sem Ís- lendingar allir geta verið stoltir af og við hjá GAMMA erum sérlega ánægðir með að fá að tengjast,“ segir Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA. „Áhugi Íslendinga á tónlist er mikill og Sinfóníuhljómsveit Íslands gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim vaxandi áhuga. Stuðningur GAMMA við Sin- fóníuhljómsveitina er mikilvæg- ur og eflir frekari uppbyggingu á starfi okkar,“ segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Jón Atli vann Gaddakylfuna Rithöfundurinn og leikskáldið Jón Atli Jónasson bar sigur úr býtum í keppn- inni um Gaddakylf- una 2011, glæpasag- nasmá- sögu- keppni DV og Hins íslenska glæpafélags, fyrir söguna Í kjallaranum. Tveir höf- undar, Valur Grettisson með söguna Hinum megin við götuna, og Þorsteinn Gunnlaugsson með Margt er líkt með hjónum, hlutu önnur verðlaun og Haukur Már Haraldsson fékk þriðju verðlaun fyrir söguna Háflæði. Verðlauna- sögurnar fjórar og fjórar aðrar verða birtar í helgarblaði DV sem kemur út í dag, föstudag. -óhþ www.penninn.is | sími 540 2050 | pontun@penninn.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 8 2 6 1 Hafðu samband við Fyrirtækjasvið Pennans í síma 540 2050 eða fyrirspurn@penninn.is. Vertu jafnframt velkomin/n í verslanir okkar í Hallarmúla 2-4, Reykjavík eða Hafnarstræti 91-93, Akureyri. Söluráðgjafar Pennans eru fyrirtækjum innanhandar með faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu. ALLT SEM KLÆÐIR SKRIFSTOFUNA VEL Penninn býður gríðarlega mikið úrval af stórum og smáum gæðavörum fyrir skrifstofuna. Jafnframt veitum við frábæra þjónustu og ráðgjöf varðandi rekstrarvörur, húsgögn og skipulag skrifstofunnar! Nýttu þér þægindin og pantaðu allt fyrir skrifstofuna á einum stað.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.