Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 42

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 42
170 LÆKNABL AÐIÐ syndromið, Turner-syndrom eða XO-syndromið14 og litninga- þrennd (trisomy) XXX-syndrominu var einnig lýst aí' Jacobs og samstarfsmönnum hennar.15 A næsta ári bættust svo við litninga- þrenndar-syndromin tvö, 17—18 10 og litningaþrennd 13.17 Nokkrar fleiri meðfæddar sjúkdómsmyndir hafa bætzt í hóp- inn síðan. Philadelpbia krómósóm eða Pb.iladelpbia litningurinn er af nokkuð öðrum toga spunninn að því leyti til, að bér er ekki um meðfætt afbrigði að ræða; þetta er litningabreyting, sem finnst í krónískri myeloid leucemiu. Sýnt var fram á þetta árið 1960.18 Að lokum mætti geta um annað áunnið ástand, sem veldur litn- ingaafbrigðum, en það eru litningabreytingar, sem lýst befur ver- ið eftir geislun.19 1 grein í Læknanemanum20 gerir Ólafur Jensson grein fyrir erfðafræði manna á ítarlegri hátt en bér hefur verið gert, og hann og félagar hans liafa einnig fyrstir manna lýst litningagalla í íslendingi í grein i Læknablaðinu.21 Erfðafræðinefnd Háskólans* taldi það vera í sínum verka- hring að stuðla að því, að unnt yrði að framkvæma litningarann- sóknir hérlendis. Var því ráðizt í að stofna rannsóknastofu í þessu skyni í samvinnu við Rannsóknastofu Háskólans í meina- fræði. Dr. J. Edwards frá háskólanum í Birmingham var ráðunautur nefndarinnar í þessu máli. Hann sá um tæknilega sérþjálfun starfsmanns rannsóknastofunnar (H.H.), sem fór á vegum nefnd- arinnar og stundaði nám og starfaði að litningarannsóknum í há- skólanum í Birmingham fyrri helming árs 1967. Rannsóknastofunni var fenginn staður í kjallara Blóðbanka- byggingarinnar og tæki útveguð, svo að starfsemi gat hafizt í októbermánuði 1967. Rannsóknastofan Eins og að ofan getur, er rannsóknastofan til húsa í kjallara Blóðbankabyggingarinnar. Hún hefur þar umráð yfir tveim litl- um herbergjum. Annað er notað til ræktunar, en hitt til ljós- myndunar og smásjárskoðunar. Aðferðir rannsóknastofunnar eru hinar sömu og almennt er * í Erfðafræðinefnd Háskólans eiga sæti: Magnús Magnússon, Ólaf- ur Bjarnason, Sturla Friðriksson og Tómas Helgason, tilnefndir af há- skólaráði; Sigurður Sigurðsson landlæknir og Áki Pétursson, deildar- stjóri í Hagstofu íslands.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.