Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 59

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 171) aldrei hafi verið unnin læknisverk á þessu landi, áður en þeir komu til skjala, því að það er ekki rétt. Þessu til sönnunar er nóg að benda á dánartölur íslendinga, sem eru með hinum lægstu í veröld- inni, og eru allir á einu máli um, að slíkur árangur fæst ekki nema með góðri heilbrigðisþjónustu, þó að fleira komi til; en með því er ekki sagt, að ekki megi gera betur. Síðar í sömu grein er þessi klausa: „St. Jósefsspítali hefur nokk- ura sérstöðu, þar eð hann er rekinn af einkaaðilum, sem að sjálfsögðu hljóta að hafa veruleg áhrif á rekstrarfyrirkomulag hans. Þess ber þó að geta, að hann er rekinn með talsverðum opinberum styrk, og meðan svo er, geta forráðamenn ekki skorazt undan því að taka þátt í samstarfi sjúkrahúsanna.“ Hér er látið liggja að því, að spítal- inn myndi færast undan skyldum sínum, ef hann ætti þess kost. Sann- leikurinn er sá, að Landakotsspítali hefur aldrei færzt undan þeirri þjónustu, sem honum hefur verið ætlað að inna af hendi. Er skemmst að vitna til þeirrar varðþjónustu, sem hann hefur gegnt til jafns við aðra spítala bæjarins, a m. k. allar götur síðan 1954, en áður gegndi hann þessari þjónustu ríflega að sínum hluta, og er mér full- kunnugt um það. Þess má og geta hér, að læknar spítalans gegndu þessu álagi án þess, að nokkur greiðsla kæmi fyrir, þar til fyrir þremur árum, og er mér til efs, að aðrir margir hefðu sýnt þann þegnskap, meðan þeim, sem héldu á pyngjunni, þótti ekki ástæða til að reiða af hendi greiðslu fyrir jafnsjálfsagða þjónustu fólkinu til handa. Sá „styrkur", sem spítalanum var þá skammtaður til þess að standa straum af þessum vöktum, hrökk ekki fyrir auknum kostnaði, og vantaði mikið upp á; en systurnar tóku á sig aukna vinnu, sem því nam, til þess að gegna þessu verki. Ekki er mér kunnugt um neitt það á ferli St. Jósefssystra, sem gæti bent til þess, að þær myndu hliðra sér hjá að taka þá stöðu í spítalamálum þjóðarinnar, sem gæti verið til bóta fyrir almenning og framgang íslenzkrar læknisfræði. Þegar þær hófu hér spítala- rekstur árið 1902, hafði bygging sjúkrahúss staðið í landsstjórninni í hálfa öld. Lengi var þetta stærsti spítali landsins — og í 28 ár eini kennsluspítalinn Hafa þær alla tíð kappkostað að bæta spítalann að húsakosti og búnaði öllum, þó að róðurinn hafi ætíð vsrið þungur og þeim jafnan fjár vant. Það, sem kann að hafa verið spítalanum ábóta- vant, er því ekki sök reglunnar, heldur fyrst og fremst þeirra, sem áttu að standa straum af spítalaþjónustu í landinu og hafa alla tíð skammtað Landakotsspítala of naumt. Ég held því ekki, að skuturinn myndi frýja skriðar, ef vel væri róið í fyrirrúminu. Enn segir svo í greininni: „Vel er hugsandi að reka St. Jósefsspítal- ann á sama grundvelli og verið hefur, .. . en setja verður strangar reglur um, að hann fullnægi lágmarksskilyrðum um starfslið og út- búnað allan.“ Er greinarhöfundi kunnugt um útbúnað spítalans eða hvað þar er á döf? Forráðamenn Landakotsspítala myndu fagna því, að settar yrðu reglur um lágmarksskilyrði fyrir öllum spítalarekstri í landinu. Fyrir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.