Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1968, Qupperneq 59

Læknablaðið - 01.08.1968, Qupperneq 59
LÆKNABLAÐIÐ 171) aldrei hafi verið unnin læknisverk á þessu landi, áður en þeir komu til skjala, því að það er ekki rétt. Þessu til sönnunar er nóg að benda á dánartölur íslendinga, sem eru með hinum lægstu í veröld- inni, og eru allir á einu máli um, að slíkur árangur fæst ekki nema með góðri heilbrigðisþjónustu, þó að fleira komi til; en með því er ekki sagt, að ekki megi gera betur. Síðar í sömu grein er þessi klausa: „St. Jósefsspítali hefur nokk- ura sérstöðu, þar eð hann er rekinn af einkaaðilum, sem að sjálfsögðu hljóta að hafa veruleg áhrif á rekstrarfyrirkomulag hans. Þess ber þó að geta, að hann er rekinn með talsverðum opinberum styrk, og meðan svo er, geta forráðamenn ekki skorazt undan því að taka þátt í samstarfi sjúkrahúsanna.“ Hér er látið liggja að því, að spítal- inn myndi færast undan skyldum sínum, ef hann ætti þess kost. Sann- leikurinn er sá, að Landakotsspítali hefur aldrei færzt undan þeirri þjónustu, sem honum hefur verið ætlað að inna af hendi. Er skemmst að vitna til þeirrar varðþjónustu, sem hann hefur gegnt til jafns við aðra spítala bæjarins, a m. k. allar götur síðan 1954, en áður gegndi hann þessari þjónustu ríflega að sínum hluta, og er mér full- kunnugt um það. Þess má og geta hér, að læknar spítalans gegndu þessu álagi án þess, að nokkur greiðsla kæmi fyrir, þar til fyrir þremur árum, og er mér til efs, að aðrir margir hefðu sýnt þann þegnskap, meðan þeim, sem héldu á pyngjunni, þótti ekki ástæða til að reiða af hendi greiðslu fyrir jafnsjálfsagða þjónustu fólkinu til handa. Sá „styrkur", sem spítalanum var þá skammtaður til þess að standa straum af þessum vöktum, hrökk ekki fyrir auknum kostnaði, og vantaði mikið upp á; en systurnar tóku á sig aukna vinnu, sem því nam, til þess að gegna þessu verki. Ekki er mér kunnugt um neitt það á ferli St. Jósefssystra, sem gæti bent til þess, að þær myndu hliðra sér hjá að taka þá stöðu í spítalamálum þjóðarinnar, sem gæti verið til bóta fyrir almenning og framgang íslenzkrar læknisfræði. Þegar þær hófu hér spítala- rekstur árið 1902, hafði bygging sjúkrahúss staðið í landsstjórninni í hálfa öld. Lengi var þetta stærsti spítali landsins — og í 28 ár eini kennsluspítalinn Hafa þær alla tíð kappkostað að bæta spítalann að húsakosti og búnaði öllum, þó að róðurinn hafi ætíð vsrið þungur og þeim jafnan fjár vant. Það, sem kann að hafa verið spítalanum ábóta- vant, er því ekki sök reglunnar, heldur fyrst og fremst þeirra, sem áttu að standa straum af spítalaþjónustu í landinu og hafa alla tíð skammtað Landakotsspítala of naumt. Ég held því ekki, að skuturinn myndi frýja skriðar, ef vel væri róið í fyrirrúminu. Enn segir svo í greininni: „Vel er hugsandi að reka St. Jósefsspítal- ann á sama grundvelli og verið hefur, .. . en setja verður strangar reglur um, að hann fullnægi lágmarksskilyrðum um starfslið og út- búnað allan.“ Er greinarhöfundi kunnugt um útbúnað spítalans eða hvað þar er á döf? Forráðamenn Landakotsspítala myndu fagna því, að settar yrðu reglur um lágmarksskilyrði fyrir öllum spítalarekstri í landinu. Fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.