Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1970, Page 64

Læknablaðið - 01.02.1970, Page 64
30 LÆKNABLAÐIÐ DOKTOKSRITGERÐIR Doktorsritgerð Ásgeirs B. Ellertssonar heitir: Diagnosis of Syrin- gomyelia. Hún var varin við Karolinska Institutet í Stokkhólmi 19. nóv. 1969; prentuð í Stokkhólmi 1969. Tilgangur rannsóknarinnar er fyrst og fremst að kanna sjúkdóms- myndina syringomyelia með hjálp mismunandi samhæfðra, en þó frá- brugðinna rannsóknaraðferða: klínískri rannsókn, röntgenrannsókn, ástungu á holum í mænu og inndælingu isótópa í mænugöng. Ritgerðin greinist í fjóra aðalkafla með tilliti til þessa. I saman- tekt sinni sýnir höfundur fram á með samhæfingu þessara rannsóknar- aðferða á allstórum sjúklingahópi, að syringomyelia er sjálfstæð sjúk- dómseining, sem greina má frá öðrum holumyndandi sjúkdómum í mænu. ★ Doktorsritgerð Einars Eiríkssonar heitir: Plethysmographic Studies of Venous Diseases of the Legs. Hún var varin við háskólann í Lundi 11. jan. 1969; prentuð í Lundi 1968. Plethysmografia (rúmtaksmæling með vatnsfyllimæli) á útlimum hefur verið notuð til hjálpar við greiningu á fyrirferðaraukningu, m. a. við segamyndun í æð (thrombosis), fistula arteriovenosa og aðra sjúk- dóma. Tilgangur höfundarins með rannsóknum þeim, er hann birtir hér, var að ganga úr skugga um, hvort plethysmografiskar mælingar á rúmtaki bláæða mætti nota sem hlutlægt mat á rými æðahnúta og á þann hátt m. a. meta væntanlegan árangur af skurðaðgerðum. Enn fremur var reynt að meta, hvort hlutfallið milli þrýstings og rúmmáls bláæða í sjúklingum með æðahnúta sé öðruvísi en hjá heilbrigðum ein- staklingum, hvort munur sé á rúmmáli og tæmingu bláæða hjá sjúkl- ingum með segamyndun í ganglimum og heilbrigðum einstaklingum og loks, hvort samband eða fylgni sé milli plethysmografiskra mælinga og niðurstaðna af flebografiu (skuggaefnisrannsókna) hjá sjúklingum með segamyndun í bláæðum ganglima. Rannsóknin skiptist þannig í þrjá aðalkafla, þ. e. plethysmografia hjá sjúklingum með æðahnúta, plethysmografisk greining á segamynd- un í bláæðum ganglima og loks plethysmografia og flebografia við blá- æðasega. Niðurstöður rannsóknanna eru í stuttu máli þær, að við greiningu á sega í ganglimabláæðum, sem er oft erfið við venjulega rannsókn án hjálpartækja, er plethysmografia áreiðanleg og mikilvæg rannsóknar- aðferð. Hins vegar benda niðurstöður rannsóknanna á sjúklingum með æðahnútum til þess, að rannsóknaraðferðin hafi ekki úrslitagildi við mat á bláæðarennsli eða rúmmáli bláæða fyrir og eftir aðgerðir. Vörn beggja ofangreindra rita tókst með ágætum. Hlutu höfundar báðir góðar einkunnir og hrós andmælenda fyrir rannsóknir sínar. ★

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.