Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1970, Qupperneq 68

Læknablaðið - 01.02.1970, Qupperneq 68
34 LÆKNABLAÐIÐ Margt af venjulegu fólki hefur leiða, þó að sumir viti ekki af hverju hann stafar. „Ég er miklu skárri núna, læknir,“ sagði húsmóðir ein, sem ég hafði haft til meðferðar mánuðum saman vegna þreytu og þunglyndis, „en það eru ekki lyfin frá þér, ég fékk aukastarf.“ Önnur slík hætti að koma á stofuna eftir að hafa verið marga mánuði á skap- léttandi lyfjum. Þegar hún heilsaði mér með óþvinguðu brosi, þar sem hún stóð bak við afgreiðsluborð í hverfisverzluninni, vissi ég, hvers vegna hún þurfti ekki lengur á hjálp að halda. Aðrir vita, hvað er á ferðinni og leita undanbragða. Verkamaður með slæman bakverk lét það dragast, þangað til hann sótti síðasta vottorð sitt, að manna sig upp og segja: Það þarf ekki mikið af þessu lífi, til að ég tárfelli af leið- indum. Og blöðin sögðu frá 68 ára gömlum Bandaríkjamanni, sem hafði orðið fimmtándi á aðalveðreiðum þessa árs. Hann hóf hesta- mennsku til að sigrast á leiðindum eftirlaunamannsins. Ég hef verið lánsamur. Frá því ég hóf læknisfræði hafa leiðindi aðeins plágað mig einu sinni; það var rétt eftir stríðslokin, þegar ég var vannýttur í Malaya. Mér féll við fólkið, og loftslagið hentaði mér, en ég hafnaði þátttöku í ábatasömum ,,praxís“, af því að ég áleit vinn- una of auðvelda og tekjurnar of háar. Ég óttaðist, að huggun mín við of miklum, uppáþvinguðum tómstundum yrði of mikil víndrykkja, að ég myndi þola örlög Alvings skipstjóra í Afturgöngum Ibsens. í síðasta þætti, þegar landflótta sonur, kominn heim frá París, segir móður sinni, að enginn í borginni hafi lífsánægju eða vinnugleði, sem sé „það sama, þegar öllu er á botninn hvolft“, þá verður frú Alving skyndilega ljóst, hvers vegna hinn duglegi ungi eiginmaður hennar hefur koðnað niður í drykkjuskap og óreiðu. „Hann hefur ekkert markmið í lífinu — aðeins opinbera stöðu. Enga vinnu, sem hann getur kastað sér út í — bara viðskiptasnatt.“ Mér eru orð hennar sannleikshljómur. í stað þessa sneri ég aftur til Englands og fann í heimilislækning- um þá tegund læknisfræði, sem kom heim við mína skapgerð. Heimilis- lækningarnar uxu, um leið og nýjar húseignir þutu upp umhverfis gamla þorpið, og flóð nýrra sjúklinga og ungra lækna með hugmyndir breyttu hefðbundinni starfskipan í hópstarf lækna. Háskóli heimilislækna var settur á stofn, og í starfi við hann hef ég verið bendlaður við áætlanir og hugmyndir, sem hafa breytt rás læknisfræðinnar. Framfarasinnaður læknaskóli, sem viðurkenndi árum á undan öðrum, að læknanemar ættu að skilja mikilvægi heimilislækn- inga, hefur fært mig æ þéttar í fang kennslunnar. Allt þetta hefur haldið grýlunni frá. Stundum hef ég verið fullþaninn, oft næstum full- þaninn og jafnvel einu sinni eða tvisvar yfirþaninn, en aldrei leiður. Og það, sem meiru máli skiptir, útlitið er gott. Það þarf ekki að fara fyrir mér eins og vinum mínum, sérfræðingunum, sem neyðast til að segja starfi lausu 65 ára að aldri. Ég get haldið áfram að stunda heim- ilislækningar alveg fram í barndómselli, þar til síðustu tryggu sjúkl- ingar mínir, kannski með trega, en skynsemd, yfirgefa mig og gangast yngri starfsbræðrum á hönd. Áður en þessum. tindi er náð, vil ég, ef heppni er með, fylgja pabba og afa og detta dauður niður. — Ekki þó of löngu áður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.