Læknablaðið - 01.02.1978, Qupperneq 22
6
LÆKNABLAÐIÐ
TABLE VI SURVIVAL ACCORDING TO LOCATION WITH-
IN THE HOSPITAL AT THE TIME OFARREST.
NO. DIED (1 E RES. UN - SUCCESSFUL) INIT RES. DIED LATER IN HOS- RTAL DISCHARGED
NO OF 0F m
CORONARYCARE UNIT 55 24 ( 43 6%) 31 (56 4%) 17 14 45 2 25 4
EMERGENCY ROOM 44 15 (34 1%) 29 (65 9%) 18 11 37 9 25 0
NURSING FLOOR 43 28 ( 65 1%) 15 (34 9%) 8 7 46 7 163
SUCCESS OF INITIAL RESUSCITATION WAS SIGNIFICANTLY LESS ( p < 0-05 )
FOR THOSE LOCATED AT A NURSING FLOOR AT THE TIME OF ARREST
IFONTHE OTHER HAND INITIAL RESUSCITATION WAS SUCCESSFUL THERE
IS NO STATISTICAL DIFFERENCE BETWEEN DISCHARGE RATE FROM THE
VARIOUS DEPARTMENTS.
Sambærilegur árangur náðist á 'hjartasjúk-
dómadeild (Coronary Care Unit) og
skyndimóttökudeild (Emergency Room).
Af hinni fyrrnefndu brauðskráðust 25,4%
þeirra, sem lagðir voru þar inn, en á hinni
síðarnefndu 25%. Munurinn var a.ö.o. eng-
inn. En á legudeild (Nursing Floor) braut-
skráðust hins vegar aðeins 16,3%. Á því
er þó rétt að vekja athygli, að árangur var
síst lakari á legudeild, þegar lífgun hafði á
annað borð tekist (tafla 6). Þó að ég 'hafi
ekki fullgilda skýringu á þessum mun, er
sú líklegust að á hjartasjúkdóma- og
skyndimóttökudeild var stöðugt fylgst með
sjúklingum. Tíminn frá stöðvun og þar til
lífgunartilraunir hófust, var því alla jafna
mjög stuttur. Það skal tekið fram, að sjúk-
lingar á legudeild voru <ekki verr á sig
komnir, að því er best var vitað, en á hin-
um deildunum.
Tveir af 32 brautskráðum sjúklingum
höfðu varanlegar skemmdir á miðtauga-
kerfi, sökum þess hve stöðvunin hafði
staðið lengi. Gangráður (um vena cubiti,
subclavia eða jugularis interna) var settur
í 16 sjúklinga, en 13 þeirra dóu. Af þessum
13 sjúklingum höfðu 8 hægan rythmus
idioventricularis. Enginn þeirra hafði nægi-
legt blóðstreymi frá hjarta, þótt í þá hefði
verið settur gangráður, sem starfaði eðli-
lega. Þrír höfðu endurtekna fibrillatio
ventricularis. Einn hafði þriðja stigs A-V
rof, en ekki tókst að erta hjartavöðvana í
þeim mæli, að samdráttur hæfist. I einum
hafði hjartavöðvinn rifnað. Þrír lifðu og af
þeim höfðu tveir þriðja stigs rof og einn
tíða contractio ventricularis praematura
og endurtekna fibrillatio ventricularis.
24 sjúklingar þörfnuðust endurtekinna
lífgunartilrauna, og af þeim voru 5 braut-
skráðir. Aðeins einn þeirra sjúklinga, sem
varð að fá hjartahnoð stöðugt lengur en í
hálfa klst. í senn, lifði og var brautskráð-
ur.1-
SKIL
f ritgerð þessari er lýst reynslu af lífgun
sjúklinga með kransæðasjúkdóm, með eða
án kransæðastíflu, er allir höfðu orðið fyrir
stöðvun á hjartastarfsemi. Sjúklingar þess-
ir voru lagðir inn á borgarsjúkrahús í New
Britain í Connecticut i Bandaríkjunum. Af
142 sjúklingum voru 32 (22,5%) braut-
skráðir. Fjöldi greinargerða á undanförn-
um árum sýnir svipaða reynslu af með-
ferð slíkra sjúklinga. í þessari könnun
hafði aldur sjúklinga ekki slík áhrif á farn-
að þeirra, að af verði dregin ályktun. Aftur
á móti skipti greinilega máli, hvort þeir
veiktust á nóttu eða degi og lágu á sér-
deildum eða almennri legudeild. Undanfar-
andi lost, acidosis, alkalosis, kyrrstaða
hjarta, rythmus idioventricularis og A-V
rof, sem kom í ljós á fyrsta línuriti, reynd-
ist illur fyrirboði. Ólíklegt virðist, að nú-
tíma aðferðir við lifgun innan veggja
sjúkrahúsa bæti lifshorfur meira en þegar
'hefur tekist. Beint samband er milli losts
og stærðar dreps í hjarta. Þrátt fyrir víð-
tækar tilraunir til að reyna að minnka drep
í hjarta hefur lítið áunnist.8 Acidosis er að
jafnaði því meiri þeim mun lengur sem
hjartastöðvun hefur staðið. Meðferð aci-
dosu með bicarbonati og íblæstri súrefnis
ber að meta með tíðum mælingum á pH
slagæðablóðs, þar sem alkalosis gerir horf-
ur afleitar samkvæmt niðurstöðum þessar-
ar rannsóknar. Meira en helmingur sjúk-
linga með kransæðastíflu, fær stöðvun á
hjartastarfsemi utan sjúkrahúsa, og sjúk-
leg einkenni hafa að meðaltali staðið 2
klst., áður en sjúklingur leitar læknis-
hjálpar. Þess vegna getur almenn fræðsla,
'hreyfanlegar hjartadeildir (hjartabifreið-
ar með nauðsynlegum tækjum og starfs-
liði) veitt sjúklingum með slíka stöðvun
nokkra von um lífgun.'118
Víðtæk reynsla starfsbræðra okkar í
Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum hef-
ur sannað gagn slíkra deilda.5 18