Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 29 urinn kostar 1182 kr. (heildsöluverð 30/4 1977). Nauðsynlegt er að þessi bólusetn- ing verði almenn. Þátttaka í mislingabólu- setningu verður ekki góð nema verulegur fjárstuðningur komi frá opinberum aðil- um. Árið 1966 samþykkti Bandaríkjastjórn ríflegar niðurgreiðslur á bóluefni gegn mislingum með þeim afleiðingum að al- mennt voru börn bólusett. Fjöldi mislinga- tilfella fækkaði úr rúmlega 200.000 árið 1965 í um 20.000 árið 1968. Hér er átt við tilfelli skráð við veirurannsóknarstofnun- ina í Atlanta i U.S.A. Er fjárstuðningi var hætt að mestu árið 1969, fjölgaði tilfellum í 80.000 á árinu 1971. Síðan var fé veitt til þessarar starfsemi og þá fækkaði tilfellum brátt í 40.000/árlega. Rauðir hundar Verðandi mæður er sýkjast á fyrstu 3 mánuðum meðgöngutímans eru í mikilli hættu að ala vansköpuð börn (congenital rubella). Þessi börn hafa cft skerta sjón og heyrn, hjartagalla, miðtauga- og heila- skemmdir. Nckkuð lengi hefur verið heim- ild í lögum um fóstureyðingu í þessu til- felli. Fóstureyðing er alltaf hættuspil en verra er að milli 20—30% kvenna er sýkj- ast fá ekki einkenni (útbrot) og er því ekki unnt að koma við fóstureyðingu. í næstsíðasta faraldri er gekk yfir ísland 1964 fæddust rúmlega 30 börn með Con- genital rubella. Minni faraldrar gengu 1972—74. Þá munu að minnsta kosti 6—8 börn hafa fæðst með Ccngenital rubella. Kcstir bólusetningar gegn rauðum hundum: 1) Líklegt er að bólusetning geti komið í veg fyrir Congenital rubella og forðar því frá vanskapnaði og óhamingju. 2) Hafa ber í huga hinn mikla kostnað er þjóðfélagið þarf að standa skil á vegna sjúkrahúsvistunar, trygginga, uppeldis og kennslu barna er fæðast með Congenital rubella. Landlæknir gaf út erindisbréf til héraðs- lækna árið 1975 um að 12—13 ára stúlku- börn og mótefnalausum konum er hafa ný- lega fætt börn skyldi gefinn kostur á bólu- setningu gegn rauðum hundum. Á sl. ári stóð prófessor Margrét Guðna- dóttir fyrir því ásamt borgarlækni að öll- um 12—13 ára stúlkubörnum í Reykjavík og nágrenni og á Akureyri, er ekki höfðu mótefni gegn rauðum hundum, var gefinn kostur á bólusetningu. Þessum aðgerðum verður fram haldið. í Reykjavík er mót- efnalausum konum, sem nýlega hafa fætt gefinn kostur á bólusetningu á fæðingar- deildum. í öðrum héruðum hefur þátttaka í bólusetningum orðið mun minni, en or- sakir eru m.a. þær að bóluefnið kostar milli 700—800 kr. (1977). Unnið er að því að hið opinbera og sveitarfélög greiði kcstnað við bólusetningar og má þá reikna með þvi að þátttaka verði meiri. Á árinu 1976 voru um 4000 börn bólu- sett hér v. heilabólgufarald,urs (Meningiti? A). Mun það vera í fyrsta sinn sem það bóluefni er gefið hér á landi. Erfitt er að dæma um árangur, en samfara bólusetn- ingu hurfu Meningitis A tilfelli en B stofn kom í þess stað. Að vísu hafði orðið vart B stofns áður en bólusetning hófst. Á vegum Landlækna Norðurlanda hefur á sl. 2 árum verið haldnar 4 ráðstefnur um farsóttir og ónæmisaðgerðir. Á þessum fundum hafa framangreindar ónæmisað- gerðir verið ræddar ásamt bólusetningum gegn hettusótt, kynsjúkdómum, tann- skemmdum o.fl. Þessir fundir verða haldn- ir reglubundið. Greinin barst ritstjórn 10. desember 1977.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.