Læknablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 77
LÆKNABLAÐIÐ
33
próf og létu fremur illa af, þótti erfitt, sér-
staklega kaflarnir úr grunngreinum, svo
sem lífefnafræði, enda langt um liðið síð-
an þeir stunduðu nám í þeim greinum.
Fregnir hafa nú borizt um frammistöðu
þessara lækna og ber að fagna því, að þeir
stóðust allir prófið.
Eftir að ljóst varð á sl. vetri, hversu al-
varlegar afleiðingar áðurgreind lagabreyt-
ing gæti haft í för með sér, ræddu stjórnir
L.Í., L.R. og F.U.L. saman og ákváðu að
stjórn L.í. skyldi snúa sér til ameríska
læknafélagsins og kynna því málavöxtu og
leita eftir aðstoð. Jafnframt var ákveðið
að óska eftir því við heilbrigðismálaráðu-
neytið að íslenzk stjórnvöld leituðu form-
lega eftir bví við bandarísk stjórnvöld að
gefin verði undanþága frá takmörkun dval-
arleyfis og einnig bent á kostnað og fyrir-
höfn við próftökuna.
Jafnframt hefur stjórn L.í. farið þess á
leit við þá íslenzka lækna, sem menntun
hafa hlotið í Bandaríkjunum, að þeir kynni
sérstöðu okkar fyrir fyrrverandi kennur-
um og samstarfsmönnum, sérstaklega þeim,
sem einhverjum ábyrgðarstöðum gegna.
Ekki þykir ástæða til að rekja hér efni
þessara bréfaskrifta, en í rökstuðningi
okkar var lögð áherzla á það atriði, að
möguleikar til fullnægjandi framhaldsnáms
innanlands væru hér takmarkaðri en ann-
arsstaðar, að íslenzkum læknum hefði
gengið vel í bandarísku sérnámi og flestir
snúið aftur og vegnað vel. Þá var bent á,
að jafnvægi það, sem ríkt hefði milli ame-
rískrar og sænskrar sérmenntunar myndi
raskast.
í svari Ameríska læknafélagsins kom
fram skilningur þeirra á göllum laganna og
á sérstöðu okkar í þessum efnum. Bentu
þeir á möguleika íslenzkra stjórnvalda til
að leita eftir undanþágu frá lögunum, og
sendu afrit af bréfi okkar og röksemdar-
færslu ásamt svarbréfi sínu til viðkomandi
ráðuneytis.
Svar bandaríska utanríkisráðuneytisins
við málaleitan sendiráðs íslands í Washing-
ton var á þá leið, að eftir núgildandi lögum
væri ekki möguleiki á því að veita undan-
þágu hvað snertir lengd dvalartíma. Hins
vegar hefðu komið berlega í ljós ágallar á
lögunum, sem gerðu það að verkum, að
ráðuneytið hefði óskað eftir breytingu, sem
m.a. fæli í sér, að mögulegt yrði að taka
óskir íslenzkra stjórnvalda til greina. Var
það m.a. tekið fram að röksemdafærsla
íslendinga væri vel fallin til að sýna fram
á þörf lagabreytingar.
Hvað snertir V.Q.E. prófið er unnið að
því að athuga, hvort mögulegt verði að
þreyta prófið hér á landi.
Augljóst er að persónuleg bréf íslenzkra
lækna hafa heldur ekki verið þýðingarlaus.
en ekki rúm hér til að rekja nánar. Geta
má þó sérstaklega áhuga og hollráða frá
Valdimar Björnssyni, fyrrverandi ráðherra
í Minnesota, sem er mörgum íslenzkum
læknum að góðu kunnur.
Eins og málin standa í dag, virðist
nokkur von um að úr rætist á næsta ári
hvað snertir lengd dvalarleyfis. Ekkert
hefur komið fram, sem bendir til þess að
íslenzkir læknar geti sloppið undan V.Q.E.,
og enn óvíst, hvort hægt verður að taka
það hér á landi. Strax og frekari vitneskja
fæst um þessi atriði verður frá því skýrt.
Rétt er að benda á, að ef læknir fer til
Bandaríkjanna á innflytjendavegabréfi er
hann ekki bundinn af hinu tímabundna
dvalarleyfi. Þessi möguleiki er því fyrir
hendi, en eftir upplýsingum sendiráðs
Bandaríkjanna hér í Reykjavík tekur af-
greiðsla þessara vegabréfa langan tíma
(6-8 mán.), þar sem læknar hafa ekki
lengur þann forgang, er þeir áður höfðu
hvað snertir slíka vegabréfsáritun.