Læknablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ
37
Le'Lðbeiningar fyrir greinahöfunda
EFNI
Efni, sem óskað er birtingar á, skal sent
í tvíriti til ritstjórnar Læknablaðsins,
Domus Medica, Reykjavík.
Skulu því fylgja upplýsingar um vinnu-
stað og heimilisfang höfundar (höfunda).
Læknablaðið birtir vísindalegar greinar
um öll svið læknisfræðinnar, hvort sem
þær eru byggðar á eigin athugunum og
rannsóknum eða um er að ræða saman-
tekt á reynslu annarra, bæði yfirlits- og
fræðslugreinar.
Blaðið birtir efni er varðar málefni L.Í.,
svæða- og sérfélaga og um hvert það efni
annað, sem tengt er hagsmuna- og áhuga-
málum lækna.
Þá eru og birtar stuttar athugasemdir
og lesendabréf.
GREINAR
Greinar skulu settar upp á skýran og
ljósan hátt.
Greinartitill skal vera stuttur, en skýr,
og lýsa viðfangefni greinarinnar. Stundum
er betra að hafa undirtitil. Inniheldur aðal-
titill þá eitt eða fleiri lykilorð sem nauð-
synleg eru til réttrar færslu greinarinnar í
spjaldskrá. Undir titil greinarinnar setur
höfundur nafn sitt og ef til vill nafn stofn-
unar þeirrar, þar sem að greininni hefur
verið unnið.
EFNISÁGRIP
í upphafi greinar skal í örstuttu máli
segja frá efni hennar og þar sem það á við,
hvert sé tilefni hennar og/eða tilgangur
með birtingu hennar.
Greinar skulu vera á góðri íslenzku og
skal íslenzka öll erlend orð og heiti, verði
því við komið. Sé þörf á skulu erlend orð
sett i sviga aftan við þau íslenzku. Séu ekki
til íslenzk heiti eða hugtök yfir það, sem
um er rætt skulu erlend orð sett innan
gæsalappa.
HANDRIT
Handrit skulu vélrituð skýrt og greini-
lega öðru megin á pappírsarkir i stærðinni
A4 (210 mm á breidd og 296 mm á hæð) og
skal vera minnst 20 mm jaðar á alla vegu.
Línubil skal vera tvöfalt. Ekki er leyfilegt
að vélrita á jaðrana. Blaðsíður handrits
skulu tölusettar í röð í efra horni hægra
megin. Slík töluröð er áframhaldandi á
efniságripi og heimildum. Áður en handrit
er sent ritstjórn skal það vandlega yfir-
farið. Minniháttar leiðréttingar má vélrita
inn á milli lína. Sé hins vegar um meiri-
háttar leiðréttingar að ræða, skal vélrita
þann hluta að nýju. Frágangur handrits
skal vera þannig, að hægt væri að senda
það til setningar í prentsmiðju, ef um
þrykkingu efnis verður að ræða. Ef hins
vegar á að „offset“-prenta eða „offset“-
fjölrita, skal frágangur handrits vera þann-
ig, að hægt sé að gera myndamót eða
stensla beint eftir handritinu og það á að
geta þolað nauðsynlega smækkun. Skal þá
'haft samband við ritstjórn, hver skuli
vera lögun og stærð þess flatar, er letur á
að vera innan.
TÖFLUR
Töflur spara oft langt mál og skal ekki
að nauðsynjalausu endurtaka í texta þær
upplýsingar, sem í töflum standa, Töflur
skulu hafðar eins einfaldar og skýrar og
unnt er. Töflur á að vera hægt að skilja
óháð teksta í aðalmáli.
Á þeim skal vera númer, t.d. Tafla I, eða
Table I, þegar ástæða er til að hafa texta
töflunnar á ensku. Á þeim skal vera titill
eða yfirskrift. Þar skal í örstuttu máli gera
grein fyrir efni töflunnar, hvers konar upp-
lýsingum hefir verið safnað, hvar, hvenær
o.s.frv.
Titill er ritaður með HÁSTÖFUM
(blokkstöfum). Hægt er að setja fram
frekari upplýsingar í undirtitli, til þess að
titill verði ekki of langur. Undirtitill er
ritaður með lágstöfum.
í textadálki lengst til vinstri og í haus
skal texti vera eins stuttorður og kostur er.
Töflum skal skipt niður í reiti, með lárétt-
um og lóðréttum línum, þegar þörf er.