Læknablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ
35
að sér að sjá um útgáfuna f.h. L.í. með
aðstoð sérstaks aðstoðarmanns, sem þó
hefði ekki ennþá verið ráðinn. Hann
skýrði einnig frá viðræðum, sem átt
hafa sér stað við forstjóra ísafoldar-
prentsmiðju varðandi útgáfuna, og
heppilegast væri talið að fela ísafold
að gefa ritið út á eigin kostnað gegn
því, að Læknafélag íslands fengi á-
kveðna prósentu fyrir útgáfuréttinn.
Ganga þyrfti þó vel frá samningum,
þannig að Læknafélag íslands myndi
ekki skaðast. Rætt var nokkuð um
breytta tilhögun á bókinni, frá því sem
var í fyrri útgáfu.
5. Nokkuð var rætt um væntanlegan aðal-
fund L.Í., sem ráðgert er að haldinn
verði hinn 23. og 24. júní n.k. á Akur-
eyri. Magnús Lyngdal skýrði frá því, að
gamli menntaskólinn yrði fenginn til
fundarhalda og fulltrúar myndu fá inni
á Edduhóteli í heimavistinni. Ákveðið
var, að miðað yrði við það, að fundur
yrði strax að morgni föstud. 23. júní
og þyrftu fulltrúar að vera komnir til
Akureyrar kvöldið áður eða snemma
um morgun. Rætt var um að halda
aðra formannaráðstefnu í marz eða apr-
íl n.k. til þess að undirbúa málin frekar
fyrir aðalfundinn. Nauðsynlegt væri, að
tíminn þar til þá yrði notaður til þess
að ræða málin í svæðafélögunum.
Skýrt var frá því, að Nordisk Federa-
ticn for Undervisning myndi halda fund
á Akureyri í vikunni á eftir aðalfundi
L.Í., og myndi læknum bjóðast tæki-
færi til að sækja fyrirlestra, sem haldn-
ir yiðu á þeirri ráðstefnu. Einnig stæði
til, að ritstjórn Nordisk Medicin héldi
ritstjórafund á sama tíma á Akureyri
og þyrfti að útvega þeim fundaraðstöðu.
6. Þá var rætt nokkuð um útgáfu Lækna-
blaðsins. í ljós kom, að útgáfan hefur
gengið vel á þessu ári og í framtíðinni
ættu félagsstjórnirnar að geta notað
blaðið meira en áður til upplýsinga til
félagsmanna um starfsemi félaganna.
7. Rætt var um frumvarp til laga um breyt-
ingu á læknalögum, sem nú liggur fyrir
Alþingi. Skýrt var frá því, að gerðar
yrðu ráðstafanir til að frumvarpið bær-
ist stjórn L.í. til umsagnar. Rætt
var um, að tillaga L.í. yrði, að frum-
varpið yrði fellt, enda eðlilegra að setja
sérstök lög og reglugerð um starfsemi
kiropraktora, svipað því sem er um
aðra paramedicinska starfsmenn. Ef Ai-
þingi héldi hins vegar fast við að sam-
þykkja frumvarpið, væri nauðsynlegt
að fá því framgengt, að skilyrði fyrir
veitingu takmarkaðs lækningaleyfis
yrði háð samþykki læknadeildar Há-
skóla íslands.
í því sambandi var rætt um nauðsyn
endurskoðunar á ákvæðinu í lögum um
endurveitingu lækningaleyfis eða veit-
ingu lækningaleyfis, er vafi léki á um
hæfni umsækjanda. Eðlilegt væri, að í
slíkum tilvikum væri lækningaleyfi
veitt með skilyrðum um tiltekinn tíma
til reynslu, en síðar yrði tekin afstaða
til veitingar ótakmarkaðs lækningaleyf-
is í hverju tilfelli. í þessu sambandi var
ennfremur rætt um breytingu þá, sem
gerð var á læknalögum 1973, þar sem
kveðið er ónákvæmar á en var í lögum
frá 1969, um skilyrði fyrir því að mæla
megi með veitingu lækningaleyfis
Samþykkt var að leita eftir álitsgerð-
um læknasamtakanna á hinum Norður-
löndunum um starfsemi kiropraktora í
viðkomandi löndum.
Þegar hér var komið sögu, var liðið fast
að hádegi, og var því gert fundarhlé, og
menn snæddu hádegisverð í boði Lækna-
félags íslands.
8. Að loknu matarhléi mætti á fund-
inn Snorri P. Snorrason f.h. endur-
skoðunarnefndar vegna Codex Ethicus
og laga L.í. Lagði hann fram upp-
kast að breyttum Codex Ethicus. Skýrði
hann frá því, að nefndin hefði aflað
upplýsinga erlendis frá um Codex á
hinum Norðurlöndunum og í Banda-
ríkjunum. Hliðsjón hefði verið höfð af
þessum ritum við endurskoðun á Codex
Ethicus fyrir L.í. Ákveðið hefði verið
að hafa ýmis ákvæði fyllri og færa ým-
islegt til samræmis við það, sem væri
í Codex Norðmanna og Dana, sem hafa
nýlega verið endurskoðaðir. í uppkast-
inu að nýjum Codex væru öll ákvæði,
sem væru í núgildandi Codex og til við-