Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 68
28 LÆKNABLAÐIÐ Ólafur Ólafsson landlæknir: UM NIÐURFELLINGU SKYLDUBÓLUSETNINGA GEGN KÚABÓLU OG UM AÐRAR BÓLUSETNINGAR. 1. KÚABÓLUSETNING. Landlæknir hefir lagt til við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að gerðar verði breytingar á lögum nr. 36 27. apríl 1950 um ónæmisaðgerðir: Lagt hefur verið til að numin verði úr lögum skyldubólusetning gegn bólusótt (va- riola), en þó verði áfram í lögum heimild til bólusetningar ákveðinna starfshópa og ef viðkomandi óskar þess Lagt hefur verið til að kostnaður af fram- kvæmd bólusetningar gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa og mænusótt sam kvæmt lcgum þessum skuli teliast sem kostnaður af rekstri heilsugæslustöðva. Kcstnað af öðrum bólusetningum en sam- kvæmt lögum þessum, skal ráðherra á- kveða nánar með reglugerð. Greinargerð. Alþjóðaheilb.igðisstcfnunin hefur allt frá 1966 háð árangursríka herferð gegn bólusótt og er nú svc komið, að veikin er horfin að mestu. Á síðasta ári hefur ein- ungis orðið vart einstakra tilfella í einangr- uðum þcrpum í fjallahéruðum Sómalíu í Afríku. í tilkynningu stofnunarinnar er gefin var út 1976 var bent á þessa staðreynd: Á síðasta ári hafa öll Norðurlöndin og nálæg Norður-Evrópulönd numið úr gildi ákvæði um skyldubólusetningu gegn bólu- sótt. Sumar þjóðir í Evrópu svo sem Eng- lendingar og Svíar hættu að bólusetja vegna aukaverkana bóluefnisins, fyrir nokkrum árum, en Bandaríkin árið 1971. Hér á landi er sú skoðun almennt ríkj- andi meðal heimilislækna og barnalækna rð nema beri skyldubólusetningu gegn bólusótt úr gildi en þó beri að viðhalda heimild í lögum til bólusetningar, ef við- kcmandi óskar þess. Þess ber að geta að heilbrigðisyfirvöld í Ncregi hafa tryggt íslandi nægar birgðir af bóluefni ef sótt berst hingað til lands. 2. BÓLUSETNING GEGN MISLINGUM OG RAUÐUM HUNDUM. Mislingar Bólusetning gegn mislingum hefur víða verið innleidd í nágrannalöndum á síðustu 10—15 árum. Nokkur reynsla er fengin af mislingabólusetningu hér á landi og virðist árangur góður. í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Englandi eru börn nú almennt bólusett gegn þessum sjúkdómi og hefur árangur verið góður. Þar hefur mislingatilfellum fækkað mjög mikið eftir að leyfð var sala á bóluefni gegn þeim. Auk þekktra fylgifiska mislinga, lungna- bólgu og alvarlegra heilaskemmda (1:1000) hafa niðurstöður rannsókna leitt í ljós að 20—25% barna er sýkjast af mislingum fá breytingar á heilalínuriti, með þeim af- leiðingum, að afköst þeirra og geta til skólanáms minnkar um 20—50%. Framan af fylgdu bóluefnum gegn mis- lingum nokkrar aukaverkanir, en bóluefni síðari tíma eru talin næstum hættulaus (Schwarts stofn). Talið er að hitakrampa verði vart meðal \%c þeirra barna er bólu- sett eru, og einstöku fá útbrot. Hér á landi gaf landlæknir út bréf til héraðslækna 1. janúar 1974 og ráðlagði að börnum væri gefinn kostur á bólusetn- ingu gegn mislingum, enda hafði þá kom- ið í ljós hinn góði árangur Bandaríkja- manna og annarra. Töluvert hefur verið bólusett á siðustu tveimur árum, t.d. voru 6.873 skammtar af bóluefni afgreiddir til héraðslækna fyrri hluta ársins 1976, en fleiri árgangar hafa verið bólusettir í sumum héruðum. Enn er þó lítið bólusett í sumum héruðum og er trúlega ástæðan sú að bóluefnið er nokkuð dýrt, en skammt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.