Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 68

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 68
28 LÆKNABLAÐIÐ Ólafur Ólafsson landlæknir: UM NIÐURFELLINGU SKYLDUBÓLUSETNINGA GEGN KÚABÓLU OG UM AÐRAR BÓLUSETNINGAR. 1. KÚABÓLUSETNING. Landlæknir hefir lagt til við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að gerðar verði breytingar á lögum nr. 36 27. apríl 1950 um ónæmisaðgerðir: Lagt hefur verið til að numin verði úr lögum skyldubólusetning gegn bólusótt (va- riola), en þó verði áfram í lögum heimild til bólusetningar ákveðinna starfshópa og ef viðkomandi óskar þess Lagt hefur verið til að kostnaður af fram- kvæmd bólusetningar gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa og mænusótt sam kvæmt lcgum þessum skuli teliast sem kostnaður af rekstri heilsugæslustöðva. Kcstnað af öðrum bólusetningum en sam- kvæmt lögum þessum, skal ráðherra á- kveða nánar með reglugerð. Greinargerð. Alþjóðaheilb.igðisstcfnunin hefur allt frá 1966 háð árangursríka herferð gegn bólusótt og er nú svc komið, að veikin er horfin að mestu. Á síðasta ári hefur ein- ungis orðið vart einstakra tilfella í einangr- uðum þcrpum í fjallahéruðum Sómalíu í Afríku. í tilkynningu stofnunarinnar er gefin var út 1976 var bent á þessa staðreynd: Á síðasta ári hafa öll Norðurlöndin og nálæg Norður-Evrópulönd numið úr gildi ákvæði um skyldubólusetningu gegn bólu- sótt. Sumar þjóðir í Evrópu svo sem Eng- lendingar og Svíar hættu að bólusetja vegna aukaverkana bóluefnisins, fyrir nokkrum árum, en Bandaríkin árið 1971. Hér á landi er sú skoðun almennt ríkj- andi meðal heimilislækna og barnalækna rð nema beri skyldubólusetningu gegn bólusótt úr gildi en þó beri að viðhalda heimild í lögum til bólusetningar, ef við- kcmandi óskar þess. Þess ber að geta að heilbrigðisyfirvöld í Ncregi hafa tryggt íslandi nægar birgðir af bóluefni ef sótt berst hingað til lands. 2. BÓLUSETNING GEGN MISLINGUM OG RAUÐUM HUNDUM. Mislingar Bólusetning gegn mislingum hefur víða verið innleidd í nágrannalöndum á síðustu 10—15 árum. Nokkur reynsla er fengin af mislingabólusetningu hér á landi og virðist árangur góður. í Bandaríkjum Norður-Ameríku og í Englandi eru börn nú almennt bólusett gegn þessum sjúkdómi og hefur árangur verið góður. Þar hefur mislingatilfellum fækkað mjög mikið eftir að leyfð var sala á bóluefni gegn þeim. Auk þekktra fylgifiska mislinga, lungna- bólgu og alvarlegra heilaskemmda (1:1000) hafa niðurstöður rannsókna leitt í ljós að 20—25% barna er sýkjast af mislingum fá breytingar á heilalínuriti, með þeim af- leiðingum, að afköst þeirra og geta til skólanáms minnkar um 20—50%. Framan af fylgdu bóluefnum gegn mis- lingum nokkrar aukaverkanir, en bóluefni síðari tíma eru talin næstum hættulaus (Schwarts stofn). Talið er að hitakrampa verði vart meðal \%c þeirra barna er bólu- sett eru, og einstöku fá útbrot. Hér á landi gaf landlæknir út bréf til héraðslækna 1. janúar 1974 og ráðlagði að börnum væri gefinn kostur á bólusetn- ingu gegn mislingum, enda hafði þá kom- ið í ljós hinn góði árangur Bandaríkja- manna og annarra. Töluvert hefur verið bólusett á siðustu tveimur árum, t.d. voru 6.873 skammtar af bóluefni afgreiddir til héraðslækna fyrri hluta ársins 1976, en fleiri árgangar hafa verið bólusettir í sumum héruðum. Enn er þó lítið bólusett í sumum héruðum og er trúlega ástæðan sú að bóluefnið er nokkuð dýrt, en skammt-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.