Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1978, Side 31

Læknablaðið - 01.02.1978, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 9 Guðmundur Bjarnason ÞVAGFÆRASÝKINGAR HJÁ BÖRNUM MEÐ MEÐFÆDDA GALLA I ÞVAGFÆRUM Skilgreining þvagfærasýkingar er sú, að bakteríur finnist við smásjárskoðun í botn- falli fersks þvags og við ræktun úr þvagi. Þessi skilgreining stenst þó ekki ef sjúk- lingur hefur fengið, þó ekki sé nema einn skammt af antibiotica — eða ef þvagpruf- an mengast af bakteríum frá perineum eða undan foPhúð. Mjög erfitt er að gera sér glögga grein fyrir tíðni þvagfærasýkinga hjá börnum. Þar veldur mestu, að mörg þessara barna fá meðferð vegna hita af óþekktum upp- runa og læknast án þess að þvag sé rann- sakað eða sjúkdómurinn greindur. Að hinu leytinu er einnig til, að um ofgreiningu sé að ræða og þyrfti helst að gera þá kröfu að tvær til þrjár þvagræktanir gæfu vöxt sömu bakteríustofna, til að greining sé örugg. Önnur börn geta svo langtímum saman gengið með þvagfærasýkingu án þess að hafa nokkur einkenni. Stúlkur sýkjast meira en helmingi oftar en drengir, en á allra yngsta aldursskeiði (innan eins mán- aðar) hafa piltarnir þó vinninginn. Þessu valda tíðari meðfæddir gallar hjá drengj- um, sem oft gefa einkenni snemma. Við rannsókn skólayfirlæknis í Oslo kom í Ijós, að 2,2% allra stúlkna í fyrsta bekk barnaskóla höfðu þvagsýkingu.1 Þar af hafði fjórðungur aldrei haft nein einkenni. Frumsýking orsakast oftast af coli bakt- eríum, sömu stofnar og ræktast úr hægð- um, og verður sýkingin með þeim hætti að bakteríur frá endaþarmi og perineum eiga hæga leið að þvagrásinni og siðan inn í blöðru. Þetta á fyrst og fremst við um stúlkubörn þar sem þvagrásin er stutt og tiltölulega víð, einkum þegar börn liggja lengi með þvag og hægðaklíning í bleyju, Frá Bamadeild Landspítalans. Greinin barst ritstióm 28/11 1977. Samþykkt til birtingar 29/11 1977. að ekki sé talað um þegar notaðar eru plast- eða gúmmíbuxur. Aðrar bakteriur, svo sem Klebsiella, Proteus og Pseudomonas, koma svo í kjöl- far Coli sýkingarinnar. Frá blöðru breiðist sýkingin síðan um þvagleiðina (ureteres) til nýrna og verður sú dreifing hraðari og auðveldari ef bakflæði (reflux) frá blöðru til þvagleiðara er fyrir hendi. Venjulega ná bólgubreytingar aðeins til slímhúðar þvagfæranna, en þegar um er að ræða endurteknar eða langvarandi sýking- ar, ná þessar breytingar stöðugt dýpra nið- ur í vöðvavefinn og sjálfan nýrnavefinn. Þegar sýkingin hefur svo læknast, stendur oft eftir óþjáll bandvefur í veggjum þvag- veganna og samandreginn örvefur í nýrun- um. Þessar breytingar ganga ekki til baka og geta með tímanum valdið nýrnabilun. Hver ein sýking skilur svo við þvagfærin, að næsta sýking verður auðveldari,2 og sýnir sú staðreynd ljóslega, hve mikils er um vert að gera þegar frá byrjun allt sem verða má til að fyrirbyggja endursýkingu. Þvag er ákjósanlegur jarðveffur fyrir bakteríur, en vegna þess að eðlileg þvag- færi tæmast nær fullkomlega og slímhúð þvagfæranna veitir verulega mótstöðu gegn sýkingu, veitist þeim erfitt að ná fótfestu, nema eitthvað það komi til, sem veiki mótstöðu slímhúðarinnar. Mestu varðar þar hvers konar rennslistregða, sem torveldar eðlilega tæmingu og veldur jafn- framt hækkuðum þrýstingi og útvíkkun ofan við þrengslin. Mynd nr. 1 sýnir algengustu staði rennslistregðu í þvagfærum. a) Forhúðar og þvagrásarop (phimosis, meatus stenosa). b) Aftari urethra og biöðruháls (urethra valvula, stór colliculus, blöðruhálscon- tractura).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.