Læknablaðið - 01.02.1978, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ
11
Til glöggvunar skal hér lýst lauslega ein-
um sjúklingi með óvenju marga meðfædda
galla á þvagfærum:
Þriggja ára stúlka (K.H.Á. f. 19-07-72),
var lögð inn á Barnadeild Landspítala í
byrjun desember 1975. Frá því að hún var
rúmlega ársgömul hafði hún haft endur-
teknar þvagfærasýkingar ásamt kviðverkj-
um og enuresu. Hafði hún fengið við þessu
lyfjameðferð samkvæmt næmisprófi í
nokkur skipti með skammæjum bata.
Rannsókn leiddi nú í ljós, að sjúklingur
hafði skeifunýra með tvöföldum kerfum
beggja vegna. Mikil víkkun var á öllu efra
kerfi vinstra nýra ásamt ureter, sem benti
til tæmingartregðu.
2. mynd: — Nýrnamynd 10-12-75 sýnir tvö-
falt nýrnakerfi hvorum megin og mikla
víkkun á efra kerfi vi. nýra ásamt ureter,
se:n bendir til tæmingartregðu á mótum
ureters og blöðru.
Blöðrumynd sýndi reflux upp í neðra
kerfi vinstra nýra, sá ureter var eðlilega
víður en með þrengslum þar sem hánn
gekk út frá nýrnaskjóðunni.
Við blöðruspeglun kom í ljós, að um var
að ræða stórt ureterocele vinstra megin.
Við aðgerð þann 15-12-75, var tekin sund-
?. mynd: — Á blöðrumynd kom í ljós bak-
flæði upp í neðri ureter vi. nýra og þrengsli
á m'tum ureters og pelvis.
4. mynd: — Anatomiskt ástand fyrir að-
gerð.