Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 40

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 40
14 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNAFÉLAG VESTFJARÐA. Stjórn Læknafélags Vestfjarða 1940—1942: Baklur Johnsen, Ögri, Kristján Arinbjarn- ar, Isafirði og Bjarni Guðmundsson, Flat- eyri. ERRATUM Hér á ritstjórninni hefir okkur orðið á i messunni. Baldur Johnsen hefur bent mér á, að ranghermt sé í 7.—8. tbl. 1977, að Læknafélag Norðvesturlands, sem stofnað var sumarið 1942, sé elzta svæðisfélagið, (utan Reykjavíkur vel að merkja). Hið sanna sé, að Læknafélag Vestfjarða sé tveimur árum eldra, þar sem það hafi verið stofnað sumarið 1940. Eins og Ari forðum, viljum við gjarnan hafa það heldur, sem sannara reynist og þökkum því Baldri fyrir ábendinguna og Læknar á Læknaþingi Vestfjarða sumarið 1946: Ólafur P. Jónsson, Ragnar Ásgeirs- son, Kolbcinn Kristófersson, Sigurmundur Sigurðsson. Sitjandi: Baldur Johnsen, Bjarni Guðmundsson, Kjartan J. Jóhanns- son. fyrir lán á myndum þeim, sem fylgja leið- réttingu þessari. Ritstjórn kallar hér meö eftir upplýsingum um stofnfundi annara svæðafélaga og vel væru þegin stutt yfirlit yfir störf félaganna frá byrjun. Þá væri ekki síður áhugavert að fá reglulega fregn ir af starfi svæðafélaganna, fundum, erind- um, ályktunum, stjórnarkjöri o.s.frv. Gamlar myndir og nýjar eru og vel þegnar og eru að sjálfsögðu endursendar, þegar búið er að gera myndamót eftir þeim. öb

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.