Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1978, Qupperneq 55

Læknablaðið - 01.02.1978, Qupperneq 55
LÆKNABLAÐIÐ 21 dæmi sanna. Veldur þar samspil aðstæðna og taxtafyrirkomulags. Engin slík tækifæri bjóðast heimilislæknum. Sjúkrahúslæknar hækka um 22% í launum við að verða sér- fræðingar, heimilislæknar um 5,6%. Sarnn- ingum er þannig háttað, að í heimilislækn- ingum fer sérfræðingur í annarri grein lækn- inga létt með að bera meira úr býtum held- ur en sérfræðingur í hinni raunverulegu starfsgrein. Þar hefur alls engin viðurkenn- ing fengist á því, að heimilislæknar þurfi að verja hluta vinnutíma síns í viðhaldsmennt- un. Atriði varðandi samanburð á kjörum í námsferðum hirði ég ekki um að tíunda, svo hrikalega hallar þar á heimilislækna, sem þurfa að kosta til miklu fé til viðbótarmennt- unar. Enginn heimilislæknir á aðild að skipu- lagningu námskeiða, ,,sem einkum eru ætluð heimilislæknum". I síðustu samningum fékkst samþykkt, að greitt yrði sérstaklega fyrir nokkrar rann- sóknir og aðgerðir. Taxtaupphæð er auðvit- að aðeins brot af venjulegum töxtum félags- ins, enda var því lýst yfir með ákefð, að þeim væri aðeins ætlað að standa straum af aukakostnaði, en væri ekki aukagreiðsla fyrir aukastörf, eins og sjálfsagt þykir við aðra starfsbræður. Taxtinn sá dagsins Ijós vorið 1977. Á öndverðum sl. vetri útnefndi Læknafélag Reykjavíkur sérfræðing í lækn- ingarannsóknum til þess að dæma um að- stöðu hlutaðeigandi lækna til að taka EKG, gera að sárum, taka vörtur, eða stinga strimlum í þvagsýni. Hefur sá fulltrúi mark- visst ekki bært á sér, og því ekki verið greitt enn eftir samningnum, þótt eitt og hálft ár sé liðið frá því að hann tók gildi. Samkvæmt sömu samningum arka lækn- ar 7-8 klst. á vöktum um bæinn, til viðbót- ar venjulegum vinnutíma, oft að nóttu til, fyrir sömu þóknun og fæst fyrir að spegla maga tvisvar, og kemur þá fullur vinnudag- ur án undanfarandi svefns strax í kjölfarið. Slík vinnubrögð voru afnumin á fiskiskipum ó 4. áratug þessarar aldar, á sjúkrahúsum meðal kandidata á 7. áratugnum, en í samn- ingum við heimilislækna lifa þau enn sem merkilegt viðundur, enda ólögleg. Hér er auðvitað fyrst og fremst um sið- ferðilegt spursmál að ræða, ekki kjaramál fyrr en við aðra athugun: sömu aðstöðu til starfs, náms og fræðistarfa og jöfnuð í lífs- kjörum. Einnig að t.d. almenn og yfirgrips- mikil heilbrigðisumsjá, fyrirgirðandi starf og árvekni, ráðgjöf og mannlegur stuðningur á faglegan hátt sé metið til jafns við þröngt starfssvið og græjur. En jafnvel þótt félag okkar telji það ekki til siðferðilegs hlutverks síns að jafna þann gífurlega kjara- og aðstöðumun, sem ríkir nú hjá íslenskum læknum, fyndist mér nú samt, að það ætti að ná til þess að vernda sak- lausa sjúklinga frá því að lenda í klóm lækna, sem búnir eru að vinna stanslaust í 16 klst., og duga þá ekki hátíðlegar yfirlýs- ingar um eflingu heimilislækninga eingöngu. Eg er sannfærður um, að sinnuleysi, skeyt- ingarleysi og á stundum hreinn dónaskapur viðsemjenda okkar, svo og áhugaleysi ungra lækna á heimilislækningum væru ekki eins áþreifanleg og raun ber vitni, ef athafnir hefðu fylgt orðum læknafélaganna með á- kveðnari stuðningi við heimilislækningar og hina ungu sérgrein þeirra. Nú tíðkast hins vegar sú skoðun, að aðrir sérfræðingar en heimilislæknar, hafi mun meira til brunns að bera til að dæma um framtíðarstarfsemi og tilhögun alla í heilsu- gæslustörfum framtíðarinnar, þar sem heim- ilislæknar verða auðvitað burðarás starfs- ins. Það þætti saga til næsta bæjar, ef röntgenlæknar færu að tjá sig sterklega um tilhögun á nýrri fæðingardeild eða heimilis- læknar á bæklunardeild, en fyrir slíku eru hinir síðastnefndu útsettir öllum stundum. Nú þegar sérfræðingar hyggjast taka að sér heimilislækningar í töluvert auknum mæli á hærra verðplani með nýju samn- ingafyrirkomulagi, sem opna mun heilbrigðis- þjónustuna upp á gátt, verður sundurbútun mannsins fullkomnuð, glundroðinn algjör og númerakerfinu auðvitað veittar nábjargirnar. Að mínu mati eru þessi viðbrögð starfs- bræðranna gagnvart þeim hræringum, sem beindust að áherslubreytingum í heilsugæslu, það sem enskir kalla „overkill", og ekki verð- ur turnað á íslensku. En iíklega er það gott svo. Því að í allri þeirri uppstokkun, sem hlýt- ur að koma í kjölfarið, reynir nú á það, hvort félög okkar vilja styðja aukinn félagslegan, faglegan og kjaralegan jöfnuð meðal félaga sinna. i öllum siðfræðiumræðunum nú, leyfi ég mér að vitna til þeirrar greinar Genfar- heitsins, sem svo einfaldlega hljóðar: Ég heiti því að rækja stéttarbræður mína sem bræður mína. Ólafur Mixa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.