Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1978, Síða 67

Læknablaðið - 01.02.1978, Síða 67
LÆKNABLAÐiÐ 27 með því að reikna úr hallatölu þess hluta línuritsins sem er yfir 0,2 uV og bera út- komuna saman við það sem hún á að vera, en lega línanna hefur verið skilgreind stærðfræðilega og reyndist það svið sem eðlilegt telst vera fremur þröngt. Merki um skemmdir í taugabrautum milli eochlea og cortex koma fram með ýmsum hætti. Fyrstu einkennin eru seink- un á að einhver spennutoppurinn komi fram, mælt frá upphafi ertingar, en sé um mikla skemmd að ræða stöðvast leiðsla boðanna alveg við skemmdina og engin svör fást frá kjörnum þar fyrir handan eða cortex. Eftir að niðurstöður úr framangreindum at'hugunum hafa fengist eru þær notaðar til að draga upp audiogram sjúklingsins, en það er svarið sem tilvísandi læknir fær í 'hendur. NOTKUN I ÖÐRUM SÉRGREINUM Að framansögðu sést að electrocodhleo- graphy nýtist við rannsókn margra ann- arra sjúklinga en þeirra sem bera kvartan- ir sínar fyrst upp við háls-, nef- og eyrna- lækna. Ef litið er aftur á 1. mynd er ljóst að sem ertingu væri mögulegt að nota ýmislegt annað en hljóð, t.d. ljósblikk eða raf- straum, eins og nánar kemur fram á 9. mynd. Það á t.d. að vera fremur auðvelt að sjá hvort sjúklingurinn hefur fengið optic neuritis eftir því hvort eðlilegt svar fæst við ljósertingu eða ekki. Geðlækni gæti þótt fróðlegt að fá úr því skorið hvort sjúklingurinn er heyrnardauf- ur af organiskum ástæðum eða hvort um hysteriskt heyrnartap eða autisma er að ræða. Einnig liggur beint við að nota þessa tækni til stuðnings þegar ákveða þarf hvort sjúklingur er heiladauður eða ekki. SAMANTEKT Lýst hefur verið nýrri tækni til heyrnar- mælinga sem tekin var upp á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspitalans síðari hluta árs 1977. Læknum 'hefur þar með verið fengið í hendur öflugt rannsóknar- tæki og geta þeir nú í fyrsta skipti hér- lendis mælt af öryggi heyrn einstaklinga Sein cortexsvör vid ýmsu óreiti: to 9. mynd. sem ekki er unnt að mæla með venjulegum hætti. Rannsóknin byggist á að vinna úr heila- rafriti sjúklinganna spennusveiflur sem eru afleiðing hljóðáreitis og hafa verið raktar til ákveðinna staða í taugabraut hljóð- skynjunar. HEIMILDIR Eggermont, J. J. et. al.: Acta Otolaryngol. Scand. Suppl.: 316, 1974. Brackmann, D. E.: Electric Response Audiometry in Clinical Practice. Laryngoscope, Suppl.: 5, May 1977. Davis, H.: Principles of Electric Response Audiometry. The Annals of Otol., Rhinol. & Laryngol.: Suppl.: 28, May—June 1976. Crowley, D. E. et al.: Survey of the Clinical use of Electrocochleo- graphy. The Annals of Otol., Rhinol. & Laryngol.: 84:297—308, 1975. Cullen, J. K. et al.: Electrocochleography in Children. Arch. Oto- laryngol.: 102:482—486, 1976. Lev, A. et al.: Sources of Averaged Neural Responses Re- corded in Animal and Human Subjects During Cochlear Audiometry. Arch. Klin. exp Ohr.-Nas.-u. Kelk. Heilk.: 201:79—90, 1972.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.