Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1978, Side 82

Læknablaðið - 01.02.1978, Side 82
38 LÆKNABLAÐIÐ Fjöldi lína og dálka skal ekki vera mjög mikill. Ef fjöldi þeirra atriða, sem þarf að tjá er mjög mikill, er oft þetra að skipta töflunni upp í tvær eða fleiri einfaldari. Ekki tjáir að setja fram hlutfallslega dreifingu eina sér, tölfræðilegar upplýs- ingar skal ávallt túlka út frá upphaflegu talnasafni. Hver tafla skal vélrituð eða teiknuð á sér blað og frágangur þarf að vera svo vand- aður, að 'hægt sé að gera myndamót eftir þeim. Töflurnar þurfa að þola smækkun. Um margar leiðir er að velja við prentun og aðra fjölföldun. Höfundar eru því hvatt- ir til að hafa samráð við ritstjórn áður en gengið er frá töflum að fullu, til þess að tryggja, að ekki komi til óþarfa tvíverkn- aður. Gildir þetta einnig um myndir, grafa og teikningar. Ekki má rita aftan á blöð þau, sem myndlýsing er á. MYNDLÝSING Myndir skal velja af kostgæfni og forð- ast ber að ofhlaða greinar með myndum. Ljósmyndir skulu vera skýrar og verða að þola nauðsynlega smækkun. Ekki má rita aftan á ljósmyndir, en þær skulu festar við blöð, sem hafa að geyma upplýsingar um númer myndar, hvað Ihún sýnir og aðrar þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru í texta. Grafar og teikningar skulu vera skýr og snyrtileg og eftir þeim þarf að vera hægt að gera myndamót og þau þurfa að þola nauðsynlega smækkun. Þau skulu teiknuð á sérstök blöð. Mikilvægt er að grafar (súlnarit, stólpa- rit, fleygrit, stöplarit, línurit, strikarit, tvísturrit) og teikningar séu einföld og að línur og tákn séu ekki fleiri en svo, að auðvelt sé að greina. Sérhver myndlýsing skal vera auðskilin og henni skulu fylgja merkingar, svo sem númer (Mynd 1, Fig 1, ef merkingar eru á ensku), titill, hvaðan upplýsingar eru fengnar og hvenær, hvaða mælieiningar eru notaðar, svo og skýr- ingar á táknum. Titill er venjulega settur neðan við myndina, en sú regla er ekki algild. í meginmáli skal vísa til myndlýsinga og forðast skal að eyða óþörfu máli til skýringar á myndum. í meginmáli skal gefið til kynna hvar viðkomandi mynd á heima. Sérstök fyrirmæli um fyrirkomulag og uppsetningu, skulu ekki rituð á myndir eða teikningar, heldur skal þetta koma fram á sérstökum blöðum. Myndum, sem ekki eru runnar frá 'höf- undum skal fylgja skýring á uppruna þeirra. EFNISÁGRIP Á ENSKU Efniságrip (summary) á ensku skal fylgja öllum greinum, sem byggðar eru á eigin reynslu höfunda og hverju því efni, sem líklegt er að áhuga geti vakið erlend- is. HEIMILDIR Heimildir sikal skrifa á sérstök blöð. Að jafnaði skulu heimildir ekki vera fleiri en 20, nema um sé að ræða yfirlitsgreinar og ekki verður komizt hjá að fara fram úr þessari tölu. Varðandi efniságrip og hand- rit gilda sömu reglur um frágang eins og áður er lýst þ.e., að hægt verði að gera myndamót beint eftir þvi, sé ætlunin að „offset“-fjölfalda. Leitast skal við að tilfæra aðeins heim- ildir, sem máli skipta. í texta er vísað til heimilda með tölustöfum. Dæmi: „Því er haldið fram1 5 7 að“ o. s. frv., eða „Johnson og Smith0 telja, að“ o.s.frv. í greinarlok fylgi listi með yfirskriftinni: Heimildir. Heimildum er þar raðað í stafrófsröð höf- unda með áframhaldandi tölusetningu. Skulu nú færð nokkur dæmi um mis- munandi uppruna heimilda. a) Tímarit. Alexander, B. & Goldstein, R. Dual hemostatic defect in pseudohemophilia. J. Clin. Invest. 32:551. 1963. eða: Jensson Ó. & Wallett, L. H. Von Wille- brand’s disease in an Icelandic family. Acta Med. Scand. 187:229. 1970. Heiti tímarita eru stytt samkvæmt World Medical Periodicals, útgefið af World Medical Association, 10 Columbus Circle, New York, N.Y. 10019, U.S.A. b) Bók. Goodman, L. S. & Gilman, A. The pharmacological basis of therapeutics, 699. [Macmillan]. New York 1970.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.