Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1980, Síða 4

Læknablaðið - 15.05.1980, Síða 4
102 LÆKNABLAÐID Nordisk symposium om ULCUSTERAPI r R ITDOMl TT% PATOFYSlOLOGYog MEDIKAMENTELL BEHANDLING ✓ JB-«- Lysebu 15. marz 1979 I J . 1 Mér barst nýlega í hendur bókin, Nordisk symposium om ULCUSTERAPI, PATOFYSI- OLOGI og MEDIKAMENTELL BEHAND- LING, sem er gefin út eftir symposium sem haldið var í Lysebu 15. marz 1979. Bókin skiftist í fjóra kafla: 1. kafli. Patofysiologi og epidemiologi. 2. kafli. Árangur af antacida meðferð. 3. kafli. Verkunarmáti og meðferðarárangur af trimipramini (Surmontil) 4. kafli. Paneldiskussion. I hverjum kafla eru allmörg erindi, sem haldin voru á ráðstefnunni, umræður fylgja hverju erindi og einnig tilvitnanir, misjafnlega víðtæk- ar. Flestir höfundar eru frá Norðurlöndum en sérstakur gestur ráðstefnunnar var Morton 1. Grossman frá Los-Angeles og talaði hann um patofysiologiu ulcus pepticum. Ræðir hann um hina ýmsu mögulegu orsakapætti fyrir ulcus pepticum, magasýru, mótstöðu slímhúðarinn- ar, prostaglandin, erfðarpætti og umhverf- ispætti. Pá bendir höfundur á að orsakir ulcus pepticum séu ekki pekktar enn sem komið er. í kaflanum er síðan rætt um epidemiologi, motorik, sýrulækkandi áhrif antacida og áhrif antacida á gastrinmyndun. f 2. klafla er fjallað um notkun antacida við meðferð á ulcus pepticum. Bent er á, að sýnt hafi verið fram á að ekki sé staðfræðilegur munur á árangri meðferðar með stórum skömmtum af antacida og cimetidin meðferð. Jafnframt að nota megi antacida og cimetidin saman með góðum árangri. í 3. kafla er fjallað um aðalefni ráðstefnunn- ar, p.e.a.s. verkunarmáta og árangur af trimi- pramin (Surmontil) meðferð við ulcus pepti- cum. Bent er á, að trimipramin minnki sýru- myndun með pví að minnka framleiðslu á gastrini. Rætt er um áhrif trimipramins á svonefndar maskeraðar depressionir og við röntgen negatíva dyspepsiu. Sagt er frá niðurstöðum rannsókna á áhrif- um trimipramins á maga og skeifugarnasár og talið að árangur af trimipramin meðferð sé svipaður og cimetidin meðferð, en notaðir eru skammtar á bilinu 50-75 mg að kvöldi. Þá er einnig bent á möguleika á að nota trimipramin og cimetidin saman í ulcus meðferð, en ekki sagt frá niðurstöðum neinna rannsókna í sambandi við pá meðferð. Loks er stuttlega minnst á cimetidin meðferð og recidiv tíðni eftir meðferð með cimetidini og að lokum áhrif prostaglandin E2 á sýru- myndun og mucinmyndun í maga. Seinasti kafli bókarinnar er síðan panelum- ræða og er hún á köflum skemmtileg og fróðleg. Mér sýnist pessi bók að mörgu leyti gagn- leg, en er frekast skrifuð fyrir sérfræðinga í greininni. Ekki fæst neitt tæmandi yfirlit en stiklað er á stóru um petta efni. Hafi menn aftur á móti sérstakan áhuga á efninu eru ýmis atriði, sem minnst er á, gagnleg og fróðleg. Einar Oddsson.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.