Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1980, Síða 5

Læknablaðið - 15.05.1980, Síða 5
LÆKN ABLADID 103 Gunnar Sigurðsson ARFGENG HYPERKÓLESTEROLEMIA YFIRLIT Inngangur Xanthomata tendinosum var fyrst lýst fyrir meir en 100 árum, en það var þó ekki fyrr en á 4. og 5. áratug þessarar aldar, sem syndromi með þessu einkenni og hækkuðu kólesteroli í blóði var fyllilega lýst og tengsl þess við kransæðasjúkdóm urðu ljós (1, 24). Erfðamáti þessa syndroms hefur skýrst á síðustu árum (17, 18) og undirliggjandi líffræðilegur galli fyrir hinu háa kólesteroli í blóði hefur skýrst á allra síðustu árum af rannsóknum Brown og Goldstein á efnaskiþtum kólesterols í einangr- uðum frumum (5, 10, 11). í þessu yfirliti verður stuttlega greint frá helstu atriðum, sem nú eru þekkt varðandi þetta syndrom (Familial Hy- þercholesterolemia, F. H.), sem er einn algeng- asti arfbundni efnaskiþtagalli í mönnum. Erfðir og kliniskur gangur Fjölskyldurannsóknir hafa leitt í ljós, að erfða- mátinn virðist autosomal ríkjandi, bundinn einu erfðaeigindi (geni) og fyrirfinnst í báðum kynjum (9, 17, 18). Þannig eru til bæði arf- blendnir (heterozygotar) og arfhreinir (homo- zygotar) einstaklingar með tilliti til þessa erfðaeigindis. Sé annað foreldri arfblendið verður annað hvert barn að jafnaði haldið þessum erfðagalla, en hin verða með eðlilegt kólesterolgildi (sjá mynd 1). Dreifing kóle- sterolgilda í þessum fjölskyldum er því tví- hryggja (bimodal). Séu báðir foreldrar arf- blendnir verður að jafnaði fjórða hvert barn arfhreint (homozygot). Algengi arfblendinnar F. H. hefur verið áætluð í Bretlandi og í Banda- ríkjunum um 1/500 (12) og tíðnin á íslandi virðist sviþuð (óbirtar niðurstöður höfundar). Algengi arfhreinnar F. H. er hins vegar aðeins um 1/milljón (1/500 x 1/500 x 1/4) (9, 10). Arfblendnir einstaklingar hafa hækkað kó- lesterol frá fæðingu (þótt stundum geti verið erfitt að greina þá hækkun fyrr en eftir eins árs aldri er náð), en eru að jafnaði einkenna- Móttekið 09/01/1980. Sent í prentsmiðju 10/01/1980. lausir uns fullorðinsaldri er náð, þegar margir þeirra fá tendinous xanthomata, einkanlega á hásinar og handarsinar, sem í stöku tilfellum geta orðið svo stórar að til lýta sé (sjá mynd 2). Slík xanthomata á sinum eru nánast ein- kennandi fyrir þessa arfgengu hyþerkólester- olemiu (F. H.), enda þótt þau finnist ekki í öllum þessara einstaklinga (líklegast í 50 % tilfella). Arcus corneae og xanthelasmata þal- þebrarum eru algeng einkenni meðal þessara einstaklinga, en eru ekki einkennandi eins og tendinous xanthomata. Ferilrannsóknir frá Bretlandi og Bandaríkjunum benda til þess að um helmingur karla með þetta erfðaeigindi (arfblendnir) fái kransæðastíflu fyrir 50-60 ára aldur og um 40-50 % kvennanna fyrir sextug- saldur, sem er margföldun tíðni þess sem finnst meðal annarra ættingja í þessum fjöl- skyldum, sem ekki hafa þetta gen (28, 29). Arfhreinir einstaklingar fá hins vegar áður- nefnd einkenni um kransæðasjúkdóm ásamt miklum fituútfellingum í húð og sinar þegar á Mynd 1. Fjölskyldutré íslenskrar konu (index V. G.) med arfblenda hyperkólesterolemiu. Hún virðist hafa erft genid frá föður sínum, par sem sum systurbarna hans og afkomendur þeirra hafa petta syndrom. Erfðirnar eru ríkjandi og pví fyrirfinnst syndromið í öllum kynslóðum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.