Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1980, Síða 10

Læknablaðið - 15.05.1980, Síða 10
106 LÆKNABLADID legum niðurstöðum, sem benda til þess að hátt hlutfall á LDL/HDL stuðli að æðakölkun (14, 22), en þetta hlutfall er einmitt mjög hátt í þessari arfgengu hyperkólesterolemiu (F. H.). Ekkert hefur komið fram til þessa, sem bendir til þess, að myndun æðakölkunar sé með öðrum hætti meðal einstaklinga með arfgenga hyperkólesterolemiu (F. H.) heldur en annarra. Þess vegna hefur verið bent á að þessi hópur einstaklinga sé besta lifandi dæm- ið um tengsl hækkaðs LDL-kólesterols í blóði og æðakölkunar, en þess ber þó að gæta að þessir einstaklingar hafa haft hátt kólesterol í blóði alla sína ævi. GREINING Klinisk greining á arfhreinni F. H. í börnum er augljós af kliniskri mynd, miklum fituútfelling- um í húð og kólesterolgildi meir en 600 mg./dl. (17). Arfblendna F. H. getur hins vegar verið erfiðara að greina. Xanthomata tendinosum ásamt greinilega hækkuðu LDL-kólesteroli er sem áður segir einkennandi fyrir þennan sjúkdóm. Hins vegar koma xanthomata á sinar sjaldnast fyrr en á þrítugs- eða fertugsaldri og þó ekki nándar nærri alltaf (líklega í um 50 % tilfella). Þar sem F. H. er aðeins ein af mörgum ástæðum fyrir hækkuðu kólesteroli (eins og nánar verður rætt hér á eftir) getur verið erfitt að greina F. H. án mælinga á kólesteroli í fjölskyldu. Hafi að jafnaði annar hver fjöl- skylduþegn hækkað kólesterol (sem í flestum tilvikum stafar af hækkuðu LDL-kólesteroIi, enda þótt hækkun á VLDL og HDL geti stöku sinnum valdið hækkun á kólesteroli) jafnframt því, sem einhver þeirra hefur xanthomata á sinum er greiningin nokkuð örugg. Hækkað kólesterol greinist þó ekki alltaf fyrr en eftir eins árs aldur. Sem áður segir er unnt að greina líffræðilega gallann í þessu syndromi í frumuræktun, en slík rannsókn er bæði kostn- aðarsöm og tímafrek og því ekki unnt á þessu stigi að nota það til greiningar í einstökum tilfellum uns auðveldari óbein erfðamörk (»ge- netic marker«) hafa fundist. F.H. er aðeins ein af a.m.k. þremur arfbundn- um tegundum af hækkuðu LDL-kólesteroli (hyperbetalipoproteinemia, type II hyperlipo- proteinemia) (12, 13). Sú algengasta þeirra hefur verið kölluð »Familial combined hyperli- poproteinemia« eða »multiple lipoproteintype hyperlipidemia«. í þessum fjölskyldum skiptist á hækkað kólesterol (LDL), hækkaðir þrígly- ceriðar (VLDL) eða hækkun á báðum. Erfða- mátinn hér virðist einnig autosomal ríkjandi og bundinn einu geni, þannig kemur hækkun á lipidum fram í að jafnaði öðrum hverjum einstaklingi í þessum fjölskyldum. Hins vegar kemur hækkunin á lipidum ekki fram fyrr en á fullorðinsaldri og talið er líklegt, að umhverf- isþættir, svosem líkamsþyngd og fleira gegni veigamiklu hlutverki í sýnd gensins (hækkað kólesterol eða þríglyceriðar eða bæði). Meðal fullorðinna virðist þessi tegund a.m.k. þrisvar sinnum algengari en F. H. (12). Þessir einstak- lingar fá sjaldnast xanthomata á sinar og kólesterolgildi þeirra er sjaldnast meira en 400, en þessum hópi einstaklinga virðist einnig hættara við kransæðasjúkdómi en öðrum. Hér eru það því helst mælingar á fjölskyldu, sem hjálpar til við aðgreiningu á þessari tegund frá F. H. Frumurannsóknir hafa sýnt að þessir einstaklingar hafa eðlilega LDL-viðtaka, en undirliggjandi truflun á lipidaflutningi er enn óþekkt. Þriðja tegundin af arfbundinni hyperkóle- sterolemiu er svokölluð »polygenic hyperchol- esterolemia«, þar sem erfðirnar virðast bundn- ar mörgum genum (12, 13). Meðalgildi kóle- sterols í þessum fjölskyldum er hærra en í eðlilegum, samanburðarhópi, en fæstir þeirra hafa mjög há gildi, þ.e. sjaldnast ofan við 350 mg./dl. Sjaldgæf arfbundin hækkun á kólesteroli (og meir þó af þríglyceriðum) er svokölluð dysbetalipoproteinemia (Type III), en ekki verður nánar farið út í það hér (13). Auk þessara arfbundu tegunda af hyperkó- lesterolemiu er jafnan hópur einstaklinga með hækkað kólesterol án þess að aðrir fjölskyldu- þegnar hafi jafnframt hækkað kólesterol, svo- kölluð »sporadisk« tilfelli. Væntanlega spilar mataræði verulegt hlutverk meðal þessara einstaklinga, en gerir það jafnframt einnig í öðrum með arfbundna hyperkólesterolemiu (þó minnst í F. H.) þar sem samspil af erfðum og mataræði og fleiri þáttum virðist ráða endanlegu kólesterolgildi í blóði þeirra. Sé hækkað kólesterol (hyperkólesterol- emia) skilgreint sem ofan 95 % markanna (95 percentil, sem er nálægt því að vera miðgildi + 2 S. D.) eins og oft er gert, þá felur það í sér, að 5 % hafa hyperkólesterolemiu. Vert er að hafa í huga að þessi viðmiðunarmörk eru verulega háð aldri einstaklinganna og kyni, þannig hækka þessi mörk meðal íslenskra karla úr 243 mg./dl. á aldrinum 20-24 ára (óbirtar niðurstöður Hjartaverndar) í 333

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.