Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 13
LÆKNABLADID
107
mg./dl. meðal 46-49 ára karla, en virðast síðan
heldur fara lækkandi (4). Af þeim 5 % fólks,
sem samkvæmt ofannefndri skilgreiningu hafa
hækkað kólesterol, þá virðist sem einn af
hverjum tuttugu þeirra hafi arfbundna hyper-
kólesterolemiu (F. H.), sem hér er til umræðu
(12). Hún er pví aðeins lítill hluti af heildarhópi
peirra einstaklinga, sem hafa hyperkólesterol-
emiu samkvæmt ofannefndri skilgreiningu, en
engu að síður afdrifarík fyrir pessa einstak-
linga. Rannsókn í Seattle í Bandaríkjunum
leiddi í Ijós, að í hópi þeirra, sem fengið höfðu
kransæðastíflu fyrir 60 ára aldur hafði einn af
hverjum tuttugu arfbundna hyperkólesterol-
emiu (F. H.) (12). Tvisvar til þrisvar sinnum
fleiri af pessum kransæðasjúklingum höfðu
»familial combined hyperlipidemiu« og ámóta
margir »sporadiska« og/eða polygenic hyper-
kólesterolemiu« (12, 26).
Meðferð
Þar sem flestir álíta að þessum hópi einstak-
linga með F. H. sé hættara við æðakölkun en
öðrum vegna hækkaðrar péttni á LDL- kóle-
steroli í blóði peirra, hefur verið reynt að
lækka péttni pess með ýmsu móti.
Breytt mataræði (minnkuð neysla á mett-
aðri dýrafitu og fleira) eitt sér gagnar að öllu
jafnaði mun verr í þessum hópi en öðrum með
hækkað kólesterol, enda þótt vert sé að reyna
pað í öllum tilvikum þar sem sumir peirra,
einkum peir yngri, svara pó nokkuð (10-15 %).
En til þess að ná LDL-kólesterolpéttni niður í
æskileg gildi parf í mörgum tilvikum að grípa
til lyfjameðferðar. Clofibrate (Atromid-S) eitt
sér verkar yfirleitt fremur lítið til lækkunar á
LDL-kólesteroli í pessum hópi sjúklinga en
einstaka peirra svara þeirri meðferð pó allvel
(15). Þau lyf, sem verka best í þessari tegund
hyperkólesterolemiu eru gallsýrubindandi re-
sin, sem hindra endurupptöku gallsýranna í
ileum terminale (rjúfa enterohepatic circulatio
peirra) og auka pannig útskilnað kólesterols í
formi gallsalta (15). Cholestyramine (Que-
stran) hefur lengi verið notað í skömmtum 16-
32 gr./dag og veldur allt að 25-35 % lækkun á
LDL-kólesteroli (21). Lyfjatakan veldur pó
stundum verulegum aukaverkunum, einkan-
lega hægðatregðu og meltingaróþægindum,
getur m.a. ýft upp gamalt magasár og getur
truflað upptöku annarra lyfja. Annað gallsýru-
bindandi lyf, sem hefur komið á markað
erlendis á síðustu árum, er Colestid (Colestipol
hydrochloride). Þetta lyf, í skömmtum 15-30
Table 1. Effect of Colestid therapy, 10 Gx 3/day for
2-3 months.
Subject Total serum cholesterol mg/ml LDL-cholesterol mg/dl
Control Therapy Control Therapy
G.G .... 459 322 321 227
S. M .... 440 268 281 158
H.S .... 351 233 243 134
B. G .... 435 249 278 149
V. G .... 559 400 375 251
L. K .... 371 238 241 129
Mean ±S. D. 453 285 290 175
±82 • ± 65 ±51 ±51
LDL var einangrað með hraðskilvindu (Tilraunastöð HÍ að
Keldum). Kólesterólmæglingar voru gerðar í Rannsókn-
arstöð Hjartaverndar. Höfundur kann pessum aðilum
bestu pakkir.
gr./dag, lækkar LDL-kólesterol svipað og
Cholestyramine (7) (sbr. töflu 1, sem sýnir nær
40 % lækkun), en er talið valda heldur síður
aukaverkunum en Cholestyramine. Full verk-
un þessara lyfja er komin eftir um 4-6 vikur.
Þessi gallsýrubindandi resin lækka eingöngu
LDL-kólesteroI, en hafa óveruleg áhrif á HDL
en hækka stöku sinnum VLDL. Verkunarmáti
Colestid á niðurbrot lipoproteinanna er nú til
rannsóknar, en niðurstöður hennar verða bir-
tar annars staðar. Aukaverkanir pessara resi-
na eru pó háðar skammti og með minni
skömmtum má oft forðast pær, í skömmtum
t.d. 12-15 gr./dag, en gefa jafnframt Atromid-S
í skömmtum 1-2 gr./dag eða pá Nicotinic sýru,
sem lækkar kólesterol með pví að minnka
framleiðslu pess í lifrinni (15). Gallsýrubind-
andi lyf verka á svipaðan hátt og brottnám á
terminal ileum (eða »partial ileal by-pass«) par
sem endurupptaka gallsýra á sér stað (6). Þessi
aðgerð hefur verið notuð sums staðar til
lækkunar á kólesteroli í F. H. par sem hún
Iækkar kólesterol enn meir en lyfjameðferð (6,
21), enda pótt hún hafi oft talsverða aukakvilla.
Rannsókn fer nú fram í Bandaríkjunum til
að meta gildi pessarar aðgerðar til hindrunar
æðakölkunar í F. H.
Með áðurnefndum lyfjum og matarráðgjöf
má í flestum tilvikum af arfblendinni F. H.
lækka kólesterol niður undir paö sem flestir
aðrir hafa og xanthelasmata palpebrarum hafa
minnkað við meðferð og jafnvel xanthomata á
sinum. Hins vegar er ekki fyllilega sannað
hvort pað sé nóg að hefja meðferð pegar
fullorðinsaldri er náð til að hindra myndun