Læknablaðið - 15.05.1980, Side 19
LÆKNABLADID
beðnar að reyna að muna, í hvaða bekk þær
voru við fyrstu tíðir, hvort þær hafi borið uppá
sumar eða vetur, nálægt jólum, páskum, af-
mælisdegi eða öðrum hátíðisdegi fjölskyld-
unnar. Þannig var þeim hjálpað til þess að
muna atburðinn.
»Status quo«-aðferðin var notuð í þessari
rannsókn, eins og henni var lýst af Finney (’47)
(8) til þess að ákvarða meðalaldur við upphaf
fyrstu tíða ásamt staðalskekkju meðaltalsins
(S. e.), staðalfráviki (S. D.), til þess að ákvarða
probitlínuna og til þess að gera Kí-kvaðrat
(chi square test). Eftir að Schiots kynnti þessa
aðferð í grein sinni um skólabörn í Osló (26),
hefur hún almennt verið talin best og er mest
notuð við útreikninga á þverskurðarúrtaki
(12).
NIÐURSTÖÐUR
Tafla 1 sýnir, status quo, niðurstöður alls
hópsins, 682 stúlkna, sem skipt var í hálfs árs
hópa samkvæmt aldri stúlknanna á skoðunar-
degi. Meðalaldur hópanna er gefinn ásamt
fjölda stúlknanna í hverjum hópi, en jafnframt
fjöldi og prósentutala þeirra stúlkna úr hverj-
um hópi, er fengið hafa tíðir. Einnig birtir
taflan meðalaldur við fyrstu tíðir hjá hverjum
hópi um sig og viðkomandi probit.
Engin stúlknanna í hálfsárs aldurshópnum
með meðalaldur fyrir neðan 11.75 ár hafði haft
tíðir. Á hinn bóginn höfðu allar stúlknanna í
hópnum með meðalaldur fyrir ofan 15.75 ár
haft tíðir að einni undanskilinni. Probit regres-
sion línan (fig. 1) var Y = 0.8580 x X —6.2099,
sem setur meðalaldurinn við upphaf fyrstu tíða
13.06 ±0.10 ár með S.D. 1.17 ár. Frávikin
kringum regression línuna eru ekki marktæk;
Kí-kvaðrat sýndi 0.85 með fjórum frígráðum,
sem bendir til mikillar nákvæmmi.
Samkvæmt upplýsingum stúlknanna (recall
method) fékk sú fyrsta tíðir 9.83 ára, en sú
elsta 15.17 ára.
UMRÆÐA
Þar sem íslendingar eru lítt frábrugðnir hver
öðrum, bæði hvað snertir erfðir og fjárhags-
aðstöðu (19), má væntanlega líta á hóp þann,
er rannsókn þessi byggist á sem einkennandi
fyrir landið í heild, ekki síður en fyrir skóla-
stúlkur í Reykjavik.
Flestir fræðimenn telja ísland hafa byggst
fyrir um 1100 árum frá suðurhluta Noregs, frá
Table 1. Percentage of menstruating girls at each six months interval in age.
Mean age (years) Total number Number menstru- ating Percen- tage menstru- ating Probits
11.75 44 6 13.6 3.9031
12.25 36 7 19.4 4.1385
12.75 47 21 44.7 4.8665
13.25 32 17 53.1 5.0782
13.75 37 27 73.0 5.6116
14.25 43 36 83.7 5.9830
14.75 43 39 90.7 6.3225
15.25 51 51 100.0 10.0000
15.75 32 31 96.9 6.8631
Danmörku og Svíþjóð, einnig Bretlandi, en
einkum af Norðmönnum eða fólki af norskum
uppruna (11, 13). Því er samanburður á upphafi
tíða hjá íslenskum stúlkum við upphaf tíða hjá
stúlkum frá þessum löndum áhugaverður.
Meðalaldurinn (13.06±0.10 ár) er svipaður
og 13.23 ár í Osló 1970 (4), 13.20 ár í
Kaupmannahöfn 1964 (1) og 13.16 ár i Finn-
landi (33).
Meðalaldurinn við upphaf fyrstu tíða, sem
var í London 13.02 ár (30) og 13.23 í Osló (4)
virðist hafa stöðvast á stefnu sinni til lækkaðs
meðalaldurs. Ekki hefur verið sýnt fram á
þessa stöðvun á hinum Norðurlöndunum, né
flestum öðrum hlutum heims.