Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 29
LÆKN ABLADIÐ 117 lyfseöla á eftirritunarskyld lyf fækkað um rúmlega 40 %. Eflaust spyr margur hvort eitthvað og þá hvað hafi komið í stað þeirra lyfjakílóa sem horfið hafa úr sölu. Ekkert bendir þó til að pað séu önnur vanabindandi lyf .frá læknum, og í pví sambandi skal sérstáklega bent á að sala benzódíazepínlyfja á íslandi var árið 1978 um 20 % minni en árið 1976. Erfitt er að gera sér grein fyrir breytingum á neyslu annarra vímugjafa hérlendis. Sam- kvæmt upplýsingum frá Afengis- og tóbaks- verslun ríkisins jókst sala áfengis þaðan lítið á pessum árum. Var hún árið 1976 svarandi til 2,85 lítra, árið 1977 3,08 lítra og árið 1978 2,96 lítra af hreinum vínanda á hvern íbúa landsins. Sala á tollfrjálsu áfengi mun vera svipuð frá ári til árs. Rökstuddur grunur leikur á pví að neysla heimabruggaðra vína og öls hafi aukist stórlega á íslandi síðustu árin. Ástæða er til að ætla, að margir neytendur noti sér róandi og svæfandi verkun áfengisins. Ekki er unnt að gera sér grein fyrir ólög- legri sölu og neyslu fíkniefna og lyfja á íslandi, en gera verður ráð fyrir nokkurri aukningu. Neysla smyglaðra fíkniefna er vandamál sem taka verður föstum tökum. íslensk yfirvöld ættu að standa betur að vígi en yfirvöld milljónapjóða til að hamla gegn pessum vá- gesti vegna fámennis pjóðarinnar. Hin mikla lækkun á sölu díazepams á efalítið að mestum hluta rætur að rekja til pess að 10 mg töflurnar voru teknar af skrá á árinu 1977. Einnig hefur verið fylgst með ávísunum lækna á benzódíazepín-lyf á ákveðnum tíma- bilum og hefur landlæknir ritað peim bréf ef ábendingum um hámarksskammta hefur ekki verið fylgt. Margir álíta, að ávísað magn benzódíaze- pín-lyfja sé enn of mikið á Islandi, og að notkun peirra sé ekki alltaf studd læknisfræði- legum rökum. Þeim fylgir ekki sú bráða eitr- unarhætta sem af barbítúrlyfjum. Má benda á, að barbítúreitranir, sem voru aðalorsök innlagna vegna lyfjaeitrana hérlendis á árun- um fyrir 1970, eru nú orðnar næsta fátíðar (5). Önnur lyf, svo sem nítrazepam, hafa nú leyst barbítúrlyfin af hólmi að miklu leyti. Pað er flestum Ijóst nú, að benzódiazepín-lyfjum fylg- ir einnig ávanahætta, og grunur leikur á, að pau geti valdið fósturskemmdum. Landlæknir hefur af pessum sökum lagt til, að þessi lyf verði gerð eftirritunarskyld, til að komið verði við stöðugu eftirliti með ávísunum á þau. SUMMARY During the years 1972-1976 drug prescriptions and sales of drugs were surveyed in Iceland. Compared with the other Nordic countries, except Denmark, the sales of psychotropic drugs which may lead to addiction were highest in lceland, as previously reported. The efforts of the Icelandic Health Autho- rities to reduce the legitimate consumption of psychotropic drugs are explained. These efforts are mainly directed towards doctors’ prescriptions to out-patients. A survey of prescriptions and sales of drugs in lceland in 1976-1978 revealed following facts: 1. The number of individuals receiving drugs sub- ject to reporting in Iceland has decreased by 40 % between 1976 and 1978. 2. The prescribed amount of hypnotics and sedati- ves subject to reporting decreased by 40 % between 1976 and 1978. 3. The prescribed amount of narcotic analgesics decreased by 20 %. 4. The prescribed amount of amphetamine and related drugs decreased by 40 %. 5. The amount sold of diazepam and related drugs has decreased by 20 %. The available data suggest that EDB-registration of prescriptions subject to recording and feed-back to doctors about their prescription habits contributes to a reduction in the use of the drugs recorded. HEIMILDIR 1. Almar Grímsson, J. Idánpaan-Heikkilá, P. K. M. Lunde, Ólafur Ólafsson og B. Westerholm. För- brukning av psykofarmaka i Finland, Island, Norge och Sverige. Nordisk Medicin 1977: 92, 49-54. 2. Almar Grímsson og Ólafur Ólafsson: Drug Prescription in lceland. Brit. J. Prev. Social Med. 1977:31,65-66. 3. Almar Grimsson og Ólafur Ólafsson: Lyfjaávís- anir í Reykjavík. Tímarit um lyfjafræði 1975: 10 (1), 21-27. 4. Almar Grímsson og Ólafur Ólafsson: Lyfjanotk- un í Reykjavík. Læknablaðið 1977:3-4, 69-72. 5. Guðmundur Oddsson: Lyfjaeitranir á lyflæknis- deild Borgarspítala 1971-1975. Læknablaðið 1979: Fylgirit nr. 6, 120-125. 6. Landlæknisembættið. Dreifibréf 1975. 7. Nordisk Lákemedelstatistik 1975-1977. Del I. Nordiska lákemedelsnámnden, Helsingfors 1979. 8. Ólafur Ólafsson og Almar Grímsson: Neysla ávana- og fíkniefna og geðlyfja á Íslandi. Lækna- blaðið 1977:3-4, 65-68. 9. Ólafur Ólafsson: Um eftirritunarskyld lyf, skrá- ningu og eftirlit I. Læknablaðið 1979: 3, 155-156. 10. Stjórnartíðindi B nr. 230/1976.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.