Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 32
120 LÆK.N ABLADID Þegar magnið í andrúmsloftinu er á bilinu 1-3 ppm, aukast fyrrgreind einkenni og höfuð- verkur bætist við og fari magnið yfir 3 ppm aukast einkennin enn og lungnabjúgur getur bæzt við og aukið á andnauðina. Slík eitrun veldur berkjubólgu og lungna- bjúg og hversu alvarlegt petta er, fer að sjálfsögðu eftir því magni, sem sjúklingurinn hefir andað að sér. Ennfremur virðist aldur viðkomandi skipta máli, pví að ungir menn eru næmari en þeir sem eldri eru. Þessar breyting- ar ganga til baka, ef aðeins er um skammvinna, afmarkaða eitrun að ræða, en við langvar- andi, endurteknar eitranir er hætta á langvinn- unt lungnaskemmdum. Þeir sem verða fyrir slíku fá oftar alvarleg- ar sýkingar í lungu, svo sem lungnakvef og berkjubólgu og teygjanleiki lungnanna minnk- ar. Hins vegar myndast smátt og smátt visst þol, ekki aðeins gagnvart ozoni, heldur og gagnvart öðrum lofttegundum og hefir þetta einnig komið fram í dýratilraunum þeim, sem áður var vikið að: Ef hópur tilraunadýra er látinn anda að sér ozonblöndu nokkrum sinn- um, þá þolir sá hópur betur næstu innöndun, heldur en annar hópur sams konar dýra, sem ekki hefir áður haft kynni af efninu. Hins vegar hefir, við tilraunir á músum, verið sýnt fram á aukna æxlismyndun, þegar ozon hefir verið í andrúmsloftinu, en ekki hefir verið hægt að sýna fram á þetta við sambærilegar tilraunir með aðrar dýrategundir, þannig að ósvarað er spurningunni um það, hvort ozon geti átt þátt í aukinni æxlismyndun. Ekki eru tiltækar neinar mælingaaðferðir til þess að sýna fram á ozon í blóði eða þvagi, þannig að menn verða að mæla ozon á vinnustöðum og vaka þannig yfir að magnið fari ekki upp úr öllu valdi. Mjög er erfitt að ákveða þann skammt, sem menn þola og sýnt hefir verið fram á að þetta þol er mjög einstaklingsbundið: þeir sem hafa aukið næmi í lungum, þola verr sama ozonhlutfall í and- rúmslofti, en þeir sem heilbrigðir eru. Varðandi þá einstaklinga, sem hafa aukið næmi í öndunarfærum, þarf að hafa í huga, að fái þeir einkenni meðan þeir eru við vinnu, er alltaf erfjtt að ákvarða, hvort einhver efni séu í andrúmsloftinu, sem muni hafa valdið einkenn- unum. Því hefir verið lagt til, að hjá þessum einstaklingum sé ávallt mælt FEV 1.0, þegar þeir koma fyrst til vinnu, en það er hægt að hafa til viðmiðunar, ef þeir fá einkenni síðar. Á síðustu árum hafa komið fram getgátur um hættu á krabbameini tengdri rafsuðu. Oft eru þarna á ferðinni efni, sem talin eru krabbameinsvaldar og nægir hér að nefna þrígilt og þó sérstaklega sexgilt króm, en hingað til hefir ekki verið sýnt fram á aukna tíðni krabbameins hjá rafsuðumönnum. Lokaorð Þrátt fyrir allar þær hættur, sem hér hafa verið upp taldar og geta verið bundnar rafsuðu, er það starf í rauninni hættulítið, ef aðgát er höfð og sjúkdómar eða dauði vegna áhrifa á lungu sjaldgæfir og þá næstum alltaf vegna þess, að rafsoðið hefir verið við lélega loftræstingu og í litlu loftrými. Nordisk Kirurgisk Förenings Sektion för Ex- perimentell Kirurgi háller ársmöte i Lin- köping, torsdagen den 2 och fredagen den 3 oktober 1980. Sista inlámningsdag för abstrakt ár den 31 maj 1980. Mandagen den 29 septem- ber — onsdagen den 1 oktober hálls en for- skarutbildningskurs för registrerade doktor- ander i »Anestesi för experimentell kirurgi«. För information och blanketter kontakta David Lewis, Forskningscentraien, Region- sjukhuset, 581 85 Linköping, tel. 013-19 21 87.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.