Læknablaðið - 15.05.1980, Qupperneq 34
122
LÆKNABLAÐID
meö þennan sjúkdóm, aö það réttlæti brott-
nám ristils. Pegar um familial þolyþos er að
ræða, breytist sá sjúkdómur uþþ til 100 % í (6,
1) illkynja sjúkdóm og ber því, strax og
greiningin familial polyposis liggur fyrir, að
nema brott ristil og endaþarm.
Orsakir krabbameins í ristli og endaþarmi
eru óþekktar. Með rannsóknum á erfðum,
umhverfi og mataræði, virðast þó ýmsir þættir
hafa stærri fylgni, þegar um er að ræða
krabbamein í ristli og endaþarmi. Hvað erfð-
um viðvíkur, virðast afkomendur fólks með
krabbamein í ristli og endaþarmi fá kvillann
helmingi oftar en fólk í fjölskyldum, þar sem
ristilkrabbi er óþekktur og þar að auki virðist
sem meðalaldur við greiningu sé um 40 ár eða
jafnvel yngri.
Mataræði og umhverfi virðast skipta tölu-
verðu máli. Fólk sem neytir trefjaríkrar fæðu
fær mjög sjaldan krabba í ristil og endaþarm.
Ástæðan fyrir þessu er sennilega sú, að
gegnumferðartími (þassage) er stuttur og að
carcinogenefni í þarmainnihaldinu fá þar af
leiðandi mun styttri exponeringstíma. Rann-
sókn frá Tel Aviv bar saman mataræði hjá
unt 200 sjúklingum með krabbamein í ristli og
jafnstórs hóps frískra (8). Stærsti mismunur á
fæði hjá þessum tveimur hópum var sá, að
krabbameinshópurinn neytti mun minni trefja-
ríkrar fæðu. Athyglisvert er, að við krabba-
mein í endaþarmi fannst ekkert samband
þarna á milli.
Hill og samstarfsmenn hans hafa sýnt fram
á, að fituríkur (8) matur eykur magn gallsýra í
saur og jafnframt að sjúklingar með krabba-
mein í ristli hafa mun meira af klebsiella og
clostridia-bakteríum í ristli en frískir. Þessar
bakteríur virðast geta brotið niður gallsýrur í
stera. Virðist þetta geta minnkað mótstöðu-
kraft slímhimnu.
Það þykir því sannað að krabbamein í ristli
er mun algengara hjá fólki, sem neytir fitu-
ríkrar fæðru án trefja.
Krabbamein í ristli virðist aukast því nær
sem dregur anus. Nær öllum höfundum ber
saman um, að staðsetning æxla í ristli og
krabbameini sé mjög lík landfræðilega og milli
ólíkra þjóða og fundum við engan teljandi
mun, þegar gengið var gegnum rit í þessum
efnum. I stuttu máli má segja, að um helmingur
allra tilfella náist með fingri og rectoscopi,
þ.e.a.s. staðsetning neðan 20 cm markanna frá
anus. Hinn helmingurinn virðist dreifast milli
coecum og sigmoideum, en flexulur og colon
transversum virðist sleppa tiltölulega vel. Allir
höfundar, sem skrifa um þessi mál, virðast
nota Dukes greiningu í A, B, C og D stig, þar
sem A-stig er nánast carcinoma in situ og
einungis breytingar í slímhúð. Við B-stig er
muskularis proþia gegnumvaxin og æxlið nær
út í cerosa. Við C-stig er um að ræða lokal-
nteinvörp í sogæðakirtlum og við D-stig hafa
meinvörp náð fram til lifrar, lungna og annarra
líffæra (dótturæxli).
í Malmö-skýrslunni (1) voru flest æxli
greind á B-stigi, eða um 38 %. Aðeins 17.2 %
fundust á A-stigi og 23-24 % innan C-stigs.
Fjarlæg dótturæxli (D-stig) var í 21 % tilfell-
anna.
Lengi hafa menn velt fyrir sér, hvernig
dreifing getur átt sér stað á cancer-frumum og
virðist sem um fimm möguleika sé að ræða.
1. Með beinum ífarandi vexti gegnum öll lög.
2. Sáning á frumum beint út 1 kviðarhol
(peritonelcarcinosis).
3. Eftir lymfubrautum í kirtla. (Kannske það
sem mestu máli skiptir).
4. í gegnum blóðstrauminn beint.
5. Svokölluð sáning æxlisfruma í sárum og við
sauma í og við samskeyti.
Einkenni
Nokkur munur virðist vera á einkennum frá
hægra og vinstra ristli. Krabbamein í hægra
ristii virðist gefa minni einkenni og uppgötvast
því oft seinna. Við fundum í athugun okkar í
Orebro (2), að breytingar á hægðavenjum
voru um fjórðungur einkenna, blæðingar frá
endaþarmi einnig í um fjórðung einkenna og
verkir í kviðarholi í fimmtung. Það sem vekur
athygli er hversu mjög mismunandi einkennin
eru hjá hinum ýmsu höfundum og eru margir
þeirrar skoðunar, að verkir og óþægindi í
kviðarholi sé það sem fyrst rekur sjúkling til
læknis. I skrifum um þessi efni er alls staðar
strikað undir þá staðreynd, að fyrstu einkennin
eru oftast almenns eðlis, þreyta, blóðleysi,
magnleysi og þyngdartaþ. Af þessum einkenn-
um hafa sumir höfundar fundið krabbamein í
ristli og endaþarmi í allt að helmingi sinna
tilfella.
Greining
Óþarfi er að fjölyrða um greiningu þessa
sjúkdóms, því það sem hér skiptir öllu máli er
að muna eftir því, að sjúkdómurinn er til.
Fingurþreifing í endaþarm, rectoscoþi og rist-
ilmyndataka hafa lengi verið og eru enn þau