Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1980, Síða 42

Læknablaðið - 15.05.1980, Síða 42
126 LÆKN ABLADIÐ læknaþingin frá 1975 og er því sá ás, sem samræmir allt starf sænsku samtakanna. Kjarasamningar sænsku læknasamtakanna runnu út 31. okt. 1979. Verður aðaláherzla í næstu samningum lögð á viðhald kaupmáttar. Dreifing lækna í Svípjóð hefur verið vanda- mál, en læknar hafa viljað safnast saman í stórborgunum. Til þess að ná jafnari dreifingu hefur landsþing sveitarstjórna samþykkt eftir- farandi punkta: 1) Fleiri sérfræðingastöður fást ekki samþykktar í somatiskri læknisfræði árin 1980-1982 fyrir utan geðlækningar og öldr- unarlækningar. 2) Afleysingar verði sem mest á léns- og svæðissjúkrahúsum. 3) Afleysingavinna fæst ekki viðurkennd sem hluti sérnáms en hugsunin er sú, að það þvingi lækna til að taka sérfræðinám sitt í blokk (FV-blokk). 4) Ekki verður ýtt úr vör fleiri blokkum, nema í þeim fögum, þar sem skortur er á læknum. Hafa þessir punktar valdið miklum usla á hinum sænska læknamarkaði. Hafa sænsku læknasamtökin barist harkalega gegn þessum áætlunum. Hefur þeim tekist að hindra fram- gang punkts 1, en verða þó að sætta sig við einhverjar stöðutakmarkanir 1980-1982. Unglæknasamtökin sænsku viðurkenna að visst ójafnvægi sé á dreifingu læknanna, en þau hafna alfarið þvingunaraðgerðum. Er nú hafin mikil vinna í samtökunum til þess að ná fram betri dreifingu lækna. Ef það tekst ekki fyrir 1982 er fyrirsjáanlegt að um þvingunar- aðgerðir stjórnvalda verður að ræða. Innan sænsku læknasamtakanna hefur starfshópur unnið sl. ár við að skilgreina kröfur í heimilislækninga-sérnámi. Eru nú til umræðu tveir möguleikar: A. 1. 2 ár á heilsugæzlustöð — felur í sér rannsóknir og kennslu. 2. 1 ár alm. lyflækningar. 3. 'h ár langlegudeild. 4. 'h ár geðlækningar. 5. 'h ár barnalækningar. B. 1. 1 'h ár á heilsugæzlustöð — á sömu stöð, en má dreifa á nokkur ár. 2. 1 ár alm. lyflækningar 3. 3 mán. langlegudeild. 4. 6 mán. geðlækningar. 5. 6 mán. barnalækningar. 6. 1 ár í ólíkum kir. sérfræðigreinum. Noregur Félagar í norsku unglæknasamtökunum eru um 6000 og borga um 250 n.kr. til félagsins. Eru samtökin hluti af norska læknafélaginu og hafa til umráða stóra skrifstofu með 3 starfs- mönnum. Eru allir þeir félagar, sem ekki hafa svokallaða »overlege« stöðu (sérfræðings- staða). Aðalstjórn félagsins heldur mánaðarlega fundi, en meðlimir stjórnarinnar eru dreifðir víðs vegar um Noreg og er því stjórn félagsins að mestu undir stjórn þeirra, sem eru í Osló. Meðal þeirra mála, sem hafa borið hæst innan norsku unglæknasamtakanna, er að fá einn sameiginlegan atvinnurekanda fyrir kandi- data, í héraði. Hingað til hafa kandidatarnir verið á ábyrgð hvers einstaks héraðslæknis. Hefur þetta þýtt þó nokkuð óöryggi kandida- ta, sem hafa verið án veikindaréttinda í starfi. Hafa norsku unglæknasamtökin lagt áherzlu á að ríkið taki á sig þessa ábyrgð atvinnurek- enda, en niðurstaðan er sú, að stofnaður hefur verið sjóður sem sér um þetta. Hjúkrunarfræðikennsla hefur verið verkefni unglækna í Noregi, sem og hér á landi. Eru ýmsir norskir félagar okkar óánægðir með þetta, þar sem kennslan leggst ofan á allt of langan vinnutíma og fer að auki fram á dagtíma. Hafa þó nokkuð margir unglæknar neitað að kenna, sem mótmæli við þessa skyldu. Hefur þeim því verið hótað að gera þessa kennslu sem skyldu við framhaldsnámið. Hafa læknasamtökin borið fram kröfur um kennarastöður við sjúkrahúsin. Læknar myndu þá fá hlutastarf sem kennarar og hlutastarf sem sjúkrahúslæknar, sem samanlagt teldist fullt dagvinnustarf, og reiknast eðlilega inn í daglega vinnu. Hefur náðst samkomulag að hluta, en norsku læknasamtökin leggja mikla áherzlu á að þeir læknar, sem kenni, geri það sjálfviljugir. II. PROFESSIONS ANSVAR Norsku unglæknasamtökin völdu »professions ansvar« sem sitt þema á þessu móti. Hafa ntiklar umræður verið um þetta mál í Noregi, sérlega hvað varðar ábyrgð hvers og eins meðlims teymis varðandi leiðsögn teymisvinn- unnar og útskrift sjúklinga. Á þetta mál rót sína að rekja til máls, sem kom upp í einu norsku sveitarfélagi. Þar hafði meðferðaheimili komið

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.