Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 43
LÆKNABLADIÐ 127 sér upp eigin valdapýramída án vitundar stjórnar sveitarfélagsins, eða stofnunarinnar. Vegna pessa voru árið 1978 settar í norsk lög ákveðnar reglur um ábyrgð lækna, sérlega hvað varðar geðhæli. Eru pessi lög hugsuð sem vernd fyrir sjúklinga. Fær yfirlæknir samkvæmt þessum lögum í sínar hendur öll völd til ákvörðunar innan sjúkrastofnunar- innar, en hver einstakur starfsmaður hefur pó áfram faglega ábyrgð. H vað teymisvinnu snertír er skylt að markmið hennar séu skýr og að ákveðinn aðili fái vald til lokaákvarðana. Til þess að ræða þessi mál komu á þingið 2 fyrirlesarar. Herr Tömmerás, hjúkrunarfræðingur, sem er yfirhjúkrunarfræðingur við sjúkrahús í Tele- mark, lagði mikla áherzlu á hjúkrunarfræð- ingsstarfið í sambandi við þetta. Ræddi hann almennt um ábyrgð hjúkrunarfræðinga og lagði mikla áherzlu á, að hjúkrunarfræðingar vilja nú endurskilgreina sitt fag og fá meiri tíma fyrir hvern sjúkling. Vegna þessa hafa þeir skilið eftir göt í sínu eldra starfssviði, sem sjúkraliðar hafa nú áhuga á að fylla, og eru norskir hjúkrunarfræðingar ekki alls kostar ásáttir um það, ekki sízt eftir að sjúkraliðar fóru að tala um framhaldsnám á sínu starfssviði. Steenfeldt Foss, yfirlæknir í heilbrigðisráðu- neytinu, ræddi nokkuð um rétt yfirvalda til að vita hvað fari fram á hverri sjúkrastofnun. Vegna þessa sagði hann lögin sett um profes- sion ansvar. Varð honum nokkuð tíðrætt um geðræn fyrirbrigði, enda sjálfur geðlæknir. Lagði hann mesta áherzlu á, að við hættum að tala um lýðræði innan heilbrigðisþjón- ustunnar. LOKAORÐ Þetta þing var mjög fróðlegt. Þarna komumst við í kynni við unglækna frá hinum Norður- löndunum og fengum vitneskju um þau mál, sem þeir eru að fjalla um og skiptumst á reynslu. Er ótrúlegt hve margt við eigum sameiginlegt með þeirri. Næsta þing verður haldið í Stokkhólmi 6. júní 1980. Á þá að ræða um reglur varðandi skipun lækna í embætti. Er full ástæða fyrir okkur að taka áfram þátt í þessu samstarfi og senda fulltrúa á þingið. Svipmyndir frá móti unglækna í Osló í desember 1979. Á minni myndinni má sjá norsku fulltrúana leggja á ráðin, en peirri stærri getur að líta hvar sænsku fulltrúarnir eru í þungum pönkum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.