Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1980, Side 44

Læknablaðið - 15.05.1980, Side 44
128 LÆKNABLADID AÐALFUNDUR LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR 1980 Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur 1980 var háldinn í Domus Medica miðvikudaginn 12. marz kl. 20.30. Formaður setti fundinn og bauð fundar- menn velkomna. Að því loknu tilnefndi hann fundarstjóra Viðar Hjartarson. Fyrsta mál á dagskrá var skýrsla stjórnar, sem formaður flutti. Skýrslan var lögð fram á fundinum fjölrituð. Formaður minntist þriggja látinna félaga, þeirra Björns L.. Jónssonar, f. 04.02.1904, d. 14.09.1979, Karls Jónssonar, f. 06.11.1896, d. 02.01.1980 og Ólafs Ólafssonar, f. 01.12.1899, d. 13.10.1979. Sú nýbreytni var tekin upp á árinu að fella niður árgjald til L. R., en innheimta aðeins eitt árgjald fyrir L.Í., en síðan fær L. R. hluta af peirri greiðslu eins og önnur svæðafélög. Prír almennir fundir voru haldnir á árinu á vegum L. R. Aðalstjórn hélt 38 fundi, fundir með meðstjórn voru 9 og sameiginlegir fundir stjórna L. R. og L. í. voru einnig 9. Á árinu átti L. R. 70 ára afmæli, en pað var stofnað 18. október 1909. Af pví tilefni efndi L. R. til afmælishófs að loknu Læknapingi pann 28. september með pátttöku fulltrúa frá öðrum svæðafélögum. Af peim málum, sem komu til umfjöllunar hjá stjórn L. R. á árinu, voru pessi helzt: Siðanefndarmál Á fyrra ári hafði komið til ágreinings innan félagsins varðandi ákvæði í grein 10 í samningi um sérfræðilæknishjálp eins og getið er um í síðustu ársskýrslu L. R. Að afloknum fundi pann 25. október 1978 var málinu vísað til Siðanefndar Læknafélags íslands. Siðanefnd kvað upp úrskurð 23. nóvember 1979, sem birtur er í heild í desemberhefti Læknablaðs- ins, en úrskurðurinn er í stuttu máli á pá leið, að ákvæði greinar 10 brjóti ekki í bága við siðareglur lækna. Skipuð var nefnd til að endurskoða grein 10, og voru í henni Þorvaldur Veigar Guðmunds- son, Grétar Ólafsson og Magnús Karl Péturs- son, og hefur sú nefnd skilað áliti, sem væntanlega verður lagt til grundvallar við næstu samninga. Gerdardómsmál Á árinu reis upp ágreiningur milli L. R. og Tryggingastofnunar ríkisins um túlkun á 12. grein samnings um sérfræðilæknishjálp. Nokkr- ir læknar höfðu sagt sig undan samningnum með pað fyrir augum að losna undan samningn- um frá 1. júlí 1979, en af hálfu T. R. var pví haldið fram, að ekki væri unnt að segja sig undan samningnum, fyrr en hann væri útrunn- inn 31. október 1979. Málinu var vísað til Gerðarðóms. Meiri-hluti Gerðardóms úrskurð- aði, að læknar væru bundnir af samningnum til 31. október 1979. Minni hluti Gerðardóms skilaði sératkvæði á pá lund, að umræddar uppsagnir hefðu tekið gildi 1. júlí 1979. Kópavogsmál í ágúst 1979 barst stjórn L. R. bréf frá Sjúkrasamlagi Kópavogs, par sem óskað er eftir samningsviðræðum við félagið um vinnu heimilislækna í Kópavogi og kvöld- og helgi- dagapjónustu, auk pess um aðstöðu lækna við væntanlega heilsugæzlustöð í Kópavogi. Þá barst L. R. bréf frá heimilislæknum í Kópavogi- sem upplýstu, að peir hefðu verið boðaðir á fund með stjórn Heilsuverndarstöðvar Kópa- vogs til að semja um aðstöðugjald af hendi lækna til stöðvarinnar. Læknarnir óskuðu eftir, að L. R. annaðist pennan samning fyrir þeirra hönd. Svipuð beiðni barst skömmu síðar frá læknum í Hafnarfirði af svipuðu tilefni. Stjórn L. R. skipaði samninganefnd, sem annast skyldi pessa samninga fyrir Kópavog og Hafnarfjörð, og voru í henni Guðmundur H. Þórðarson, Gunnsteinn Gunnarsson, Leifur Dungal og Guðmundur Elíasson. í lok október var fundur haldinn með stjórn Heilsuverndarstöðvar Kópavogs, par sem læknar neituðu að greiða aðstöðugjald, en buðu upp á samninga á grundvelli gildandi laga um heilbrigðispjónustu. Auk pess átti

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.