Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Qupperneq 2
Það var fimmta september í haust sem sextán ára piltur var handtekinn eftir að hafa stungið mann í bakið, við Skautahöllina í Reykjavík. Engin sjáanlega ástæða var fyrir ódæðinu. Í yfirheyrslum sagði drengurinn að hann vildi bara prófa að myrða mann. Í dómsorði segir hann að hvatinn fyr- ir ódæðinu hafi verið kvikmyndir og ofbeldisfullir leikir sem hann spilaði nær stanslaust samkvæmt einstaklingi sem honum var kunnugur. Vildi verða múrari Í fyrstu virðist pilturinn hinn eðli- legasti. Hann var einrænn en hafði áhuga á stelpum, hundum, tónlist og Playboy eins og margir ungir pilt- ar. Uppáhaldslitur hans var svartur og besta mynd sem hann hafði séð var 8 Mile, sem rapparinn Emin- em lék aðalhlutverkið í. Hann segir á einni heimasíðu að hann langi til þess að verða múrari og hlusti mik- ið á 50 Cent, rapparann sem er vin- sæll á meðal unglinga. Þá talar hann ágætlega um grunnskólann og var virkur á spjallsvæðum á vefnum sem tengdust tölvuleikjum. Auðveldara að drepa samkyn- hneigðan Það var einmitt á netinu sem pilt- urinn kynntist manninum. Þá þegar hafði hann ákveðið að hann ætlaði að bana honum. Hann taldi að auðveld- ara væri að kynnast samkynhneigð- um manni því það væri hægara að hitta hann. Á netinu kallaði hann sig DJ Saki og hitti manninn á heima- síðunni betra.net. Þar áttu þeir í samskipt- um þar til þeir ákváðu að hitt- ast. Pilturinn ætlaði að myrða mann- inn í fyrsta skiptið sem þeir hittust. Hann hafði þó ekki kjark til þess þannig að þeir skiluðu sér báðir heim, heilir á húfi. Í annað skiptið sem pilturinn hitti manninn þá hafði hann ráðgert að stinga hann í brjóst- ið um leið og hann hitti manninnn. Líkt og fyrr var það heigulsháttur sem bjargaði lífi mannsins. Stunginn í bakið Það var ekki fyrr en þeir stað- næmdust fyrir utan Skautahöllina sem pilturinn taldi í sig kjark. Hann var þá vopnaður vasahníf en blaðið var tæplega tíu sentimetra langt. Maðurinn sagðist þurfa að fara út að pissa og fór út úr bílnum. Pilturinn fór með honum og reykti sígarettu. Á meðan maðurinn kastaði af sér vatni fann hann bylmingsfast högg lenda á bakinu. Í fyrstu hélt hann að strákurinn hefði lam- ið sig. Hann sneri sér við og sá hann hlaupa á brott. Hann þreifaði þá á bakinu og fann hnífinn standa þar út. Honum tókst að hringja í vin sinn sem síðar kom og ók honum á spítala þar sem gert var að sárum hans. Tölvuleikir og einelti Í Héraðsdómi Reykjavíkur segir pilturinn að kveikjan hafi verið tölvu- leikir og bíómyndir. Einnig kom í ljós að hann hafði verið lagður þó nokk- uð í einelti í grunnskóla en hann sótti nám í Hveragerði en býr nú í Reykja- vík. Rannsóknir sálfræðinga leiddu í ljós að hann er sakhæfur en jaðrar við að heyra undir skilgreiningu um að vera þroskaheftur. Hann mældist afar lágt á greindarprófi og að auki sýndi hann viðbrögð um einhverfu þegar hann var yngri. Viðmælandi DV sem gat ekki komið fram undir nafni vegna við- kvæmra tengsla við málið segir pilt- inn með þroska á við ellefu ára gam- alt barn. Hann segir dóminn þungan og harðan. Hann gagnrýnir einnig að pilturinn þurfi að sæta fangelsis- vist því það er ljóst að hann er ekki í stakk búinn til þess að vera vistaður á meðal harðsvíraðra glæpamanna. Í dag dvelur hann á meðferðarheim- ilinu Stuðlum þar til annað verður ákveðið. Hann mun afplána fjögurra ára fangelsisdóm og að auki þarf hann að greiða fórnarlambi sínu 600 þús- und krónur. valur@dv.is föstudagur 9. febrúar 20072 Fréttir DV Á morgun, laugardaginn 10. febrúar, klukkan 11 efnir Dagblaðið- Vísir, nýtt útgáfufélag DV til göngu um söguslóðir blaðsins í Reykjavík. Vísir var fyrst gefið út árið 1910 og er blaðið því elsta dagblað lands- ins. Gengið verður undir leiðsögn Jónasar Kristjánssonar, fyrrverandi ritstjóra blaðsins. Jónas gjörþekkir sögu DV og mun rekja hana á göng- unni á meðan helstu sögustaðir blaðsins verða heimsóttir. Jónas rit- stýrði Vísi á árunum 1966 til 1975 og Dagblaðinu á árunum 1975 til 1981. Jónas var jafnframt fyrsti ritstjóri DV, eftir samruna blaðanna árið 1981. Gangan hefst við Síðumúla 12, en langferðabifreið verður til stað- ar, þar sem hluti leiðarinnar verður ekinn. Auk Síðumúla verður komið við í Þverholti og Skaftahlíð, þar sem blaðið var áður til húsa. Ferðinni lýkur í nýjum heimkynnum blaðsins í Brautarholti 26 þar sem boðið verð- ur upp á hress- ingu. Ekki þarf að taka frá sæti í ferðina en gestum er bent á að mæta tímanlega. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sextán ára piltur var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Aðspurð- ur af hverju hann framdi glæpinn svaraði hann því til að hann vildi bara prófa að drepa manneskju. Hann er sagður með þroska á við ellefu ára barn. Sextán ára piltur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyr- ir morðtilraun sem átti sér stað í september á síðasta ári. Piltur- inn stakk samkynhneigðan mann í bakið því hann vildi prófa að drepa. Í dómsorði kemur fram að pilturinn geti ekki lofað því að hann endurtaki ekki leikinn. Einn viðmælenda blaðsins, sem gat ekki komið fram undir nafni vegna persónulegra tengsla, segir piltinn með þroska á við ellefu ára barn. Jónas Kristjánsson stýrir göngu: Gengið um söguslóðir DV „Það má segja að ég hasli mér völl þar sem baráttan verður hörðust í kosningabaráttunni,“ segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður, sem skipti í gær úr Framsóknarflokknum í Frjáls- lynda flokkinn. Hann segir nýja flokkinn sinn verða að fá góða kosningu til að ríkisstjórnin falli. Kristinn sóttist eftir fyrsta sæti á lista framsóknarmanna í Norð- vesturkjördæmi en lenti í því þriðja og fór þá að íhuga framtíð sína. „Síðan kemur náttúrulega til viðbótar að flokkurinn ákveð- ur að ganga gegn sinni eigin stefnu í málefnum Ríkisútvarps- ins, breytir því í hlutafélag og fellur frá því að setja inn í stjórn- arskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum sjávar.“ Hann tiltekur stefnu frjálslyndra í auðlinda- málum sem þætti sem hafi haft áhrif á ákvörðun sína að ganga til liðs við þá en segir ekkert ákveðið í framboðsmálum. Getur ekki lofað að hætta morðtilraunum „Hann var einrænn en hafði áhuga á stelp- um, hundum, tónlist og Playboy eins og margir aðrir ungir piltar“ Kristinn H. frjálslyndur „Ég býð hann velkominn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Kristinn er að mörgu leyti öfl- ugur þingmaður.“ Guðjón Arnar segir ekkert til í vangaveltum um að hann bjóði fram annars staðar en í Norð- vesturkjördæmi. „Þær hljóta að vera komnar frá páfanum. Ég veit ekki til þess að ég hafi dreift þeim í þessu þjóðfélagi.“ Jón Sig- urðsson, formaður Framsóknar- flokksins segir ákvörðun Kristins rökrétta. „Við óskum Kristni vel- farnaðar persónulega í hans lífi.“ Öflugur maður Karlmaður á þrítugsaldri, sem handtekinn var í janúar, grunað- ur um kynferðisbrot gegn ungum stúlkum er grunaður um brot gegn fleiri stúlkum í desember. Björgvin Björgvinsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn, segir lögregl- una hafa farið yfir eldri óupplýst mál og fundið eitt sem beri sömu einkenni og meint brot manns- ins í janúar. Þau brot voru einnig framin í Vogunum, beindust gegn stúlkum á svipuðum aldri, 5 til 10 ára, sem gáfu svipaða lýsingu á athæfi mannsins. Maðurinn var í yfirheyrslum í allan gærdag og taka lögregla og ákæruvald um það ákvörðun í dag hvort frekara gæslu- varðhalds verður krafist. Grunaður um fleiri brot Jóhann Hauksson, umsjónar- maður Morgunhanans sem not- ið hefur nokkurra vinsælda á Út- varpi Sögu undanfarna mánuði, fer í loftið með nýjan vikulegan þátt á sunnudaginn klukkan 13. Þátturinn hefur fengið nafnið Kall tímans og verður viðtals- þáttur að fyrirmynd breska út- varpsins. Jóhann Hauksson segir að meiningin sé að hafa einn gest í hverjum þætti og auk hans munu vel valdir spyrlar rekja garnirnar úr gestunum. Fyrsti gestur þáttarins er Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. Jóhann á sunnudaga Gæsluvarðhald rennur út í dag: VAlur greTTiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Stuðlar Pilturinn ungi verður vistaður á stuðlum þar til annað verður ákveðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.