Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Blaðsíða 6
föstudagur 9. febrúar 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Bloggið er blessun
Mikið er Dagfari stoltur af þeim
fjölmörgu Íslendingum sem stunda
það að blogga. Alveg er með ólíkind-
um að þjóðin hafi dafnað og eflst til
þessa dags og það án þess að við viss-
um hugarfar, skoðanir og meiningar
hvert annars. Sennilega hafa fá þjóð-
félög eins opinn og beinan aðgang
að hugsunum hvert annars og við.
Það getur bara ekki annað en aukið
okkur yfirsýn, eflt huga okkar og gert
okkur að betra fólki að geta lesið svo
oft og svo mikið um hvað hvert okkar
hinna er að hugsa. Þar sem þjóðinni
komst að komast þangað sem hún
núna er, og það án bloggsins, er alveg
ljóst í huga Dagfara að fram undan er
framfaraskeið mikið.
Sumir, jafnvel mætustu þegnar
okkar, hafa jafnvel gengið um göt-
ur og torg fullir af alls kyns góðum
hugsunum og tilbúnir að leggja sitt
af mörkum til að gera hér hið besta
samfélag. Nú þarf ekki nokkur mað-
ur, ekki nokkur maður, að lifa í kvöl
eigin hugsana. Þær eru opnar öllum
og nú getum við lesið heilu og hálfu
dagana hugrenningar og skoðanir
hvert annars. Þetta er allt annað líf,
það er það.
Bloggið er blessun, það verður
að segjast alveg eins og er. Svo hef-
ur blessaður Mogginn gengið þarfast
skref allra ferða, hann birtir nú dag-
lega valin blogg, ekki eitt eða tvö, nei
Mogginn er ekki þannig. Hann birtir
nokkur dag hvern, sem öll eiga það
sameiginlegt að hafa birst áður á
netinu, en bloggið og vísan eiga það
sameiginlegt að sjaldan er gott blogg
of oft birt og
sjaldan er góð
vísa of oft ort.
Þar sem
bloggið er bless-
un er eins gott
að veraldarvef-
urinn hiksti ekki
undan öllu farg-
inu. Það er ekki
leggjandi á þjóð-
ina ef hin nýja þjóðargersemi, bloggið
sjálft, verður eyðileggingu tæknivilla
að bráð. Það má ekki henda, aldrei.
Þess vegna er tímabært að hin mörgu
framboð sem nú kvikna hvert af öðru,
taki afstöðu og segi okkur aðdáend-
um bloggins hvort ekki standi til að
tryggja varðveislu bloggsins, ekki
er mögulegt að treysta aðeins á það
sem enginn sér, það er innra minni
tölvunnar. Reyndar hefur Mogginn
gengið framfyrir skjöldu og ákveð-
ið að varðveita hluta af blogginu, en
það er ekki nóg. Þar sem tækniheim-
ar eru viðsjárverðir verður þjóðin að
fá að vita fyrir víst, verður bloggið, sú
mikla blessun, í öruggri geymslu til
komandi kynslóða?
Allt að fjögurra
tíma bið
Yfirmenn slysamóttökunnar í
Fossvogi reyna nú að stytta bið-
tíma þeirra sem leita sér lækn-
inga þar. Fólk þarf nú að bíða
allt að fjórar klukkustundir eftir
læknisaðstoð.
Þeim sem leita til slysamót-
tökunnar hefur fjölgað úr 53.500
fyrir fáum árum í 60.000. „Þetta
gerir okkur erfitt fyrir,“ seg-
ir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson
yfirlæknir. „Við erum að vinna
í þessu og ætlum að reyna að
bæta þetta ástand með bættu
verklagi.“ Nú á að reyna nýtt
verklag að erlendri fyrirmynd.
„Ef það virkar ekki prufum við
eitthvað annað. Við erum að
vinna okkur út úr þessu.
112 dagurinn
Viðbragðsaðilar í björgun og
almannavörnum efna til fjöl-
breyttrar dagskrár um allt land á
sunnudaginn, þegar 112 dagur-
inn verður haldinn. Í ár verður
dagurinn tileinkaður störfum
sjálfboðaliða. Í tilefni dagsins
verður ljósmyndasýningin Út-
kall 2006 opnuð í Kringlunni í
dag. Samstarfsaðilar 112 dagsins
munu svo standa að sameig-
inlegri dagskrá í Smáralind í
hádeginu á sunnudag þar sem
starfsemi sjálfboðaliðanna verð-
ur kynnt með ýmsum hætti.
Sýknaður af
bátsbrennu
Áramótabrennustjóri Ís-
firðinga til áratuga var í gær
sýknaður í Héraðsdómi Vest-
fjarða af bótakröfu fyrir að
hafa brennt bát á gamlárs-
kvöld 2003 án þess að hafa
fengið leyfi eigandans. Brota-
vilji brennustjórans þótti ekki
sannaður þar sem vitni báru
að báturinn hafi verið „fúa-
brak“ og handónýtur. Þá þótti
sannað að eigandinn hafi ekki
hirt um bátinn lengi vel þar
sem hann hafi legið hálfsokk-
inn í Ísafjarðarhöfn mánuðum
saman.
Perrar í
barnaleikjum
Aðstandendur leikjasíðunnar
leikjaland.is hafa sent viðvörun
til fjölmiðla þess efnis að full-
orðnir menn hafi reynt að kom-
ast í samband við börn í teikni-
leiknum skissu. Börn á aldrinum
6 til 8 ára sækja helst í leikinn,
þar sem þátttakendur skiptast á
um að giska á hvað hinir eru að
teikna. Á samtalsborði leikjarins
hafa fullorðnir menn meðal ann-
ars spurt eftir MSN-netföngum
og reynt að komast í samband
við börnin.
Fjársvikasöfnun
Óprúttnir aðilar hafa und-
anfarna daga hringt í fólk
og beðið um fjárstuðning til
handa Mæðrastyrksnefnd. Fólk
er varað við að gefa upp kred-
itkortanúmer án þess að ráð-
færa sig fyrst við viðkomandi
stofnun og sannreyna að verið
sé að safna fyrir gott málefni.
Mæðrastyrksnefnd stendur
ekki fyrir söfnunum eins og
þessari, þar sem beðið er um
kreditkortanúmer.
Sektunum fjölgar
ekki
Engin sýnileg fjölgun hef-
ur orðið á þeim ökumönnum
sem höfuðborgarlögreglan
hefur stöðvað fyrir hraðakst-
ur. Í desember byrjaði lögregla
að sekta ökumenn þegar bílar
þeirra mældust 9 kílómetrum
yfir hámarkshraða í stað 14 kíló-
metra. „Ef eitthvað er teljum við
að ástandið hafi batnað frá því
sem var. Það er minni ofsaakst-
ur,“ segir Guðbrandur Sigurðs-
son aðalvarðstjóri. Guðbrand-
ur segir margt spila inn í þetta.
Eitt sé öflug löggæsla, annað
sé áróður og þriðja umfjöllun í
fjölmiðlum til að minna fólk á
mikilvægi þess að fara varlega í
umferðinni.
Tíu borga tíu
þúsund
Tíu ökumenn voru sektaðir
á höfuðborgarsvæðinu á einum
sólarhring frá miðvikudegi til
fimmtudags fyrir að hafa beltin
ekki spennt í bílum sínum. Hver
og einn ökumannanna þarf að
greiða tíu þúsund krónur í sekt.
Lögreglan leggur þennan
mánuðinn sérstaka áherslu á
eftirlit með að ökumenn og far-
þegar noti öryggisbúnað bíla.
Sérstaklega verður fylgst með
því að fólk sé með beltin spennt
og að börn séu með allan þann
öryggisbúnað sem þykir nauð-
synlegur, hvort sem er í bílstól-
um eða með þar til gerða púða
til að sitja á.
Frumherji einokar
bifreiðaskoðun
Frumherji hf. nær einokunarstöðu í bifreiðaskoðun á Íslandi með því
að kaupa allt hlutafé í eina samkeppnisaðilanum, Aðalskoðun hf.
Sigtryggur JóhannSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Skoðunarfyrirtækið Frumherji hf.
hefur keypt allt hlutafé í Aðalskoð-
un hf., en fyrirtækin eru þau einu
á landinu sem hafa leyfi til þess að
stunda bifreiðaskoðun. Með þess-
um viðskiptum nær Frumherji ein-
okunarstöðu í bifreiðaskoðun hér á
landi. Orri Vignir Hlöðversson, fram-
kvæmdastjóri Frumherja, telur allar
líkur á því að viðskiptin fái að ganga
eftir.
„Mér þykir það stórundarlegt ef
mönnum leyfist að koma á einok-
un í bifreiðaskoðun á Íslandi. Sam-
keppniseftirlitið virðist einfaldlega
ekki standa sig. Það eru engin rök
að markaðurinn sé svo lítill að Sam-
keppniseftirlitið telji þessi viðskipti
fyrirtækjanna vera undir veltumörk-
um,“ segir Hlynur Hallsson, vara-
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs í Norðaustur-
kjördæmi.
„Við gerum þessi kaup með
fyrirvara um að Samkeppniseft-
irlitið geri ekki athugasemdir.
Við sendum Samkeppniseftir-
litinu öll gögn sem þarf síðast-
liðinn mánudag,“ segir Orri
Vignir Hlöðversson, framkvæmda-
stjóri Frumherja. Hann segir Frum-
herja hafa leitað ráðgjafar áður en lagt
var út í kaupin og allt bendi til þess að
Samkeppniseftirlitið heimili kaupin.
„Okkar niðurstaða var að þessi kaup
væru í samræmi við samkeppnislög.
Það byggist fyrst og fremst á því að
við erum ekki yfir veltumörkum Sam-
keppniseftirlitsins og erum því í raun
ekki með tilkynningaskyldu til eftir-
litsins,“ segir Orri.
Frumherji
hyggur á
fjárfest-
ingar
á er-
lendum mörkuðum og segir Orri að
þetta muni styrkja fyrirtækið í þeim
fyrirætlunum. Árið 2004 gerði Frum-
herji tilraun til þess að kaupa danska
bifreiðaeftirlitið og árið eftir gerði
fyrirtækið tilraun til að kaupa finnska
bifreiðaeftirlitið.
Bifreiðaskoðun bifreiðaeftirlit á
Íslandi telst ekki hafa næga veltu til
þess að kaup og sölur á skoðunar-
fyrirtækjum séu tilkynningaskyld til
samkeppniseftirlitsins.
orri Vignir hlöðversson segir
mikla fjárfestingarmöguleika
felast í bifreiðaeftirliti í nágranna-
löndunum. Hann vill styrkja
stöðu frumherja til útrásar með
því að kaupa aðalskoðun hf.
hlynur hallsson telur að
samkeppniseftirlitið hafi
brugðist skyldum sínum oftar
en einu sinni og óttast að svo
verði í þetta skiptið.
dagfari