Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir föstudagur 9. febrúar 2007 7
Tveir fyrrverandi framsóknarmenn sem sögðu skilið við flokkinn og sátu á Alþingi fyrir aðra
flokka áttu eftir að láta að sér kveða á öðrum vettvangi, nefnilega á Bessastöðum, eftir að hafa ver-
ið kjörnir í embætti forseta.
Ólafur ragnar
grímsson
stjórnmálafræðingur-
inn frá ísafirði hóf
stjórnmálaafskipti sín í
framsóknarflokknum
og átti sæti í miðstjórn
og framkvæmdastjórn
snemma á áttunda
áratug síðustu aldar en
skipti yfir í samtök
frjálslyndra og
vinstrimanna 1974 þar
sem hann varð
varaþingmaður. seinna
gekk hann til liðs við alþýðubandalagið og var
þingmaður frá 1978 til 1983 og aftur 1991 til 1996. í
millitíðinni, 1987, var hann kjörinn formaður
alþýðubandalagsins og var fjármálaráðherra 1988
til 1991. 1996 fór hann í forsetaframboð, var kosinn
og hefur gegnt embættinu síðan.
Úr Framsókn á Bessastaði
Ásgeir Ásgeirsson
Kaupmannssonurinn af
mýrum var kosinn á
þing fyrir framsóknar-
flokkinn í Vestur-
ísafjarðarsýslu árið
1923. Hann varð
fjármálaráðherra og ári
síðar fjármála- og
forsætisráðherra auk
þess að vera formaður
framsóknarflokksins
um skeið. Hann skildi
við flokkinn 1934 og
var utanflokka til 1937
þegar hann gekk til liðs við alþýðuflokkinn og sat á
þingi fyrir hans hönd til 1952. Það ár var hann
kosinn forseti, annar á eftir sveini Björnssyni og
fyrstur til að vera kosinn í almennri kosningu.
forsetaembættinu gegndi hann í sextán ár, eða allt
til 1968.
Kristinn H. gunnarsson hefur nú bæst í hóp þingmanna sem setið hafa á þingi fyrir þrenn stjórnmálasamtök.
Þingmenn úr öllum flokkum hafa sagt skilið við sinn gamla flokk og gengið til liðs við aðra eða stofnað sín eig-
in stjórnmálasamtök, ýmist einir eða í samfloti við aðra.
alræmdir flokkaflakkarar og
aðrir pólitískir ferðamenn
Þrír flokkar þeirra fimm sem
fengu þingmenn kjörna í síðustu
kosningum hafa nú séð á bak einum
þingmanni hver. Gunnar Örlygsson,
Valdimar Leó Friðriksson og Krist-
inn H. Gunnarsson hafa þar með fet-
að í fótspor fjölda þingmanna sem
hafa sagt skilið við þá flokka sem þeir
hafa náð kjöri fyrir. Raunar má rekja
flokkaflakkið marga áratugi aftur í
tímann.
Flokkaflakkið átti ekki síst við
á fyrstu áratugum 20. aldar þeg-
ar flokkakerfið var í mótun. Fram-
an af voru flokkar óformlegri en nú
er og var það ekki fyrr en 1916 þeg-
ar Alþýðuflokkurinn var stofnaður
sem flokkar urðu til sem fjöldahreyf-
ingar frekar en misjafnlega lang-
líf samflot þingmanna. Framsókn-
arflokkurinn var stofnaður sama ár
og Alþýðuflokkur, en var fyrstu árin
þingmannaflokkur. Þingmenn hafa
þó haldið áfram að skipta um flokka
fram á okkar daga eins og dæmin
sýna þótt misjafnlega mikið hafi ver-
ið um það í gegnum tíðina.
uppstokkun
stjórnarandstöðunnar
Þótt margir þingmenn hafi skipt
um flokk á því kjörtímabili sem nú
er að ljúka bliknar það í samanburði
við kjörtímabilið 1995 til 1999. Segja
má að enginn stjórnarandstöðu-
þingmaður hafi klárað kjörtímabilið
í sama flokki og hann hóf það. Það á
þó frekar við um þingflokka stjórn-
arandstöðu-
flokk-
anna
en
flokkana sjálfa. Þingflokkar Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks, Kvenna-
lista og Þjóðvaka runnu saman í
þingflokk jafnaðarmanna og þang-
að fór drýgstur hluti þingmanna en
ekki allir. Áður höfðu þrír þingmenn
Þjóðvaka hafið samstarf með þing-
flokki Alþýðuflokksins: Ágúst Einars-
son, Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt-
ir og Svanfríður Jónasdóttir.
Þrír Alþýðubandalagsþingmenn:
Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Gutt-
ormsson og Steingrímur J. Sigfús-
son auk Ögmundar Jónassonar, sem
var kosinn á þing sem óháður fram-
bjóðandi á lista Alþýðubandalags,
mynduðu þingflokk óháðra ásamt
Kristínu Ástgeirsdóttur og Kristínu
Halldórsdóttur úr Kvennalista. Einn
þingmaður stjórnarandstöðuflokk-
anna gekk hins vegar til liðs við ann-
an ríkisstjórnarflokkinn, Alþýðu-
bandalagsþingmaðurinn Kristinn H.
Gunnarsson munstraði sig í Fram-
sóknarflokkinn.
alræmdur flokkaflakkari
Standi einhver undir titlinum
alræmdur flokkaflakkari er það
Hannibal Valdimarsson. Á nærri
þriggja áratuga þingferli sínum
sem hófst 1946 kusu Vestfirðingar
og Reykvíkingar hann á þing und-
ir merkjum þriggja flokka, Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags og Sam-
taka frjálslyndra og vinstrimanna.
Ekki nóg með það heldur tók hann
þátt í að stofna þá tvo síðari (Al-
þýðubandalagið að vísu aðeins sem
kosningabandalag) og var formaður
allra þriggja. Undir lokin mun hann
svo hafa skipulagt heimkomu sína
í Alþýðuflokkinn við litlar vinsæld-
ir félaga í Samtökum frjálslyndra og
vinstrimanna. Þó varð aldrei af því
að Hannibal færi aftur í framboð
fyrir Alþýðuflokkinn.
Björn Jónsson, sem var forseti
Alþýðusambands Íslands um tíma
rétt eins og Hannibal, fór öfuga leið.
Hann var fyrst kosinn á þing fyrir
Alþýðubandalagið 1956, síðan fyrir
Samtök frjálslyndra og vinstrimanna
og loks Alþýðuflokkinn 1978. Hann
sat þó aldrei nema einn dag á þingi
fyrir síðastnefnda flokkinn vegna erf-
iðra veikinda.
BrynjÓlfur ÞÓr guðmundsson
blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is
Standi einhver undir titlinum alræmdur flokkaflakkari er það
Hannibal Valdimarsson. Á nærri þriggja áratuga þingferli sínum
kusu Vestfirðingar og Reykvíkingar hann á þing undir merkjum
þriggja flokka, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjáls-
lyndra og vinstrimanna.
Kratarnir kljúfa
Hannibal er fjarri því eini þing-
maður Alþýðuflokksins sem klauf
sig frá flokknum og stofnaði eða tók
þátt í að stofna nýtt stjórnmálaafl.
Héðinn Valdimarsson vildi samfylk-
ingu Alþýðuflokks og kommúnista á
fjórða áratug síðustu aldar og stofnaði
Sósíalistaflokkinn með kommúnist-
um þegar það gekk ekki eftir og hann
var útskúfaður úr Alþýðuflokknum,
seinna sneri hann þó baki við sósíal-
istum vegna fylgispektar þeirra við
Sovétmenn þegar þeir síðarnefndu
réðust inn í Finnland.
Vilmundur Gylfason stofnaði
Bandalag jafnaðarmanna eftir að hafa
tapað varaformannskjöri í Alþýðu-
flokknum snemma á
níunda ára-
tugn-
um. Jóhanna Sigurðardóttir stofnaði
svo Þjóðvaka eftir að hafa tapað for-
mannskjöri rúmum áratug síðar. Sá
flokkur lifði tæpt kjörtímabil og rann
svo inn í Samfylkinguna.
í flokknum, gegn flokknum
Gunnar Thoroddsen, Pálmi Jóns-
son og Friðjón Þórðarson skiptu
aldrei um flokk en þeir gerðu nokk-
uð sem engir aðrir stjórnmálamenn
hafa gert. Allir voru þeir ráðherr-
ar í ríkisstjórn sem flokkur þeirra,
Sjálfstæðisflokkurinn, var and-
vígur. Þeir mynduðu þá ríkisstjórn
með Framsóknarflokki og Alþýðu-
bandalagi eftir langvinna stjórnar-
kreppu 1980. Gunnar var forsæt-
isráðherra á sama
tíma og hann
var vara-
formaður stærsta stjórnarandstöðu-
flokksins. Allir héldu þeir áfram í
Sjálfstæðisflokknum og Pálmi og
Friðjón voru báðir kjörnir á þing fyrir
flokkinn eftir þetta.
Fjórði sjálfstæðismaðurinn, Albert
Guðmundsson, varði ríkisstjórnina
lengi vel vantrausti og átti síðar eftir að
kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Það var árið
1987 eftir að hann varð að víkja af stóli
fjármálaráðherra vegna skattahneyksl-
is hjá fyrirtæki sínu. Albert tók sig þá
til og stofnaði Borgaraflokkinn og fór
í framboð. Sjálfstæðisflokkurinn fékk
þá sína verstu útkomu í sögunni. Tveir
þingmenn Borgaraflokksins sátu á
þingi undir nafni þriggja flokka á sama
kjörtímabilinu. Hreggviður Jónsson
og Ingi Björn Albertsson voru kjörnir
á þing fyrir Borgaraflokkinn, stofnuðu
síðan Frjálslynda hægriflokkinn og
gengu svo til liðs við Sjálfstæðisflokk-
inn.
gunnar Örlygsson Þingmaður
frjálslynda flokksins sem byrjaði
þingferil sinn í afplánun gekk til
liðs við sjálfstæðisflokkinn eftir
að hafa tapað varaformanns-
kjöri fyrir Magnúsi Þór
Hafsteinssyni.
Valdimar leó
friðriksson
Varaþingmaðurinn
sem varð þingmaður
þegar guðmundur
Árni stefánsson varð
sendiherra sagði sig
úr samfylkingunni
eftir tap í prófkjöri og
gekk fljótlega til liðs
við frjálslynda.
Kristinn H. gunnarsson
Maðurinn sem hóf þingmanns-
ferilinn fyrir alþýðubandalagið
sagði skilið við framsóknarflokk-
inn eftir slæma niðurstöðu í próf-
kjöri framsóknarmanna í
Norðvesturkjördæmi.
Hannibal Valdimarsson enginn hefur
verið formaður fleiri stjórnmálaflokka en
ólíkindatólið að vestan sem sat á þingi
fyrir þrjá flokka og var formaður þeirra
allra.
Björn jónsson sat á þingi fyrir alla
sömu flokka og Hannibal Valdimarsson.
Hann fór þó hina leiðina, úr alþýðu-
bandalagi í samtök frjálslyndra og
vinstrimanna í alþýðuflokk.
gunnar Thoroddsen Varaformaður
sjálfstæðisflokksins sagði aldrei skilið við
flokk sinn en myndaði stjórn gegn vilja
hans með framsóknarflokki og
alþýðubandalagi.