Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Side 14
föstudagur 9. febrúar 200714 Fréttir DV
„Þetta kemur manni gjörsam-
lega í opna skjöldu,“ segir Guð-
mundur Hallvarðsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, um Þórhall
Hálfdánarson sem veitti uppeldis-
heimilinu í Breiðuvík forstöðu frá
1964 til 1972. Í umfjöllun DV síð-
asta föstudag var lýst dvöl pilta á
heimilinu. Þeir segja hana hafa ver-
ið helvíti á jörðu. Einn þeirra sagði
Þórhall sadista og lýsti því þegar
hann læsti piltana í myrkum kjall-
ara og misþyrmdi þeim hrottalega
með líkamlegu ofbeldi.
Þórhallur Hálfdánarson fædd-
ist árið 1916 í Stykkishólmi. Hann
átti sjö bræður og var næstyngst-
ur þeirra. Þar ólst hann upp til tólf
ára aldurs. Hann flutti að Núpstúni
í Hrunamannahreppi eftir það og
dvaldi þar í nokkur ár.
Þórhallur sótti nám í Stýri-
mannaskólanum og lauk því árið
1949. Nokkrum árum áður hafði
hann kynnst verðandi konu sinni,
Guðmundu Halldórsdóttur, þau
giftust árið 1942.
Eftir að hann lauk námi við Stýri-
mannaskólann stundaði Þórhallur
sjómennsku í nokkur ár. Árið 1964
tók hann svo við uppeldisheimilinu
í Breiðuvík.
Heiðraður sjómaður
„Leiðir okkar lágu saman í sjó-
mannadagsráði árið 1986,“ segir
Guðmundur Hallvarðsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, en
saman gegndu þeir opinberum
störfum á vegum nefndarinnar. Þá
var Þórhallur virkur í félagslífi sjó-
manna og var meðal annars gjald-
keri sjómannadagsráðs. Hann var
einnig í Skipstjóra- og stýrimanna-
félaginu Kára í Hafnarfirði. Hann
gegndi gjaldkerastöðu innan Kára í
fjórtán ár. Að auki hlaut hann heið-
ursmerki sjómannadagsins í Hafn-
arfirði árið 1995.
„Hann kom mér fyrir sjónir sem
rólegur og yfirvegaður karl,“ segir
Guðmundur og bætir við að honum
hafi ávallt verið sýnt mikið traust í
þeim verkum sem hann tók að sér.
Hann segir umfjöllun um manninn
undanfarna daga hafa komið sér
verulega á óvart og hreinlega í opna
skjöldu. Aðspurður segir Guð-
mundur að Þórhallur hafi aldrei
minnst á veru sína í Breiðuvík á
meðan þeir störfuðu saman.
Endaði hjá Halldóri
Öllum ber saman um að Þór-
hallur hafi verið þrekinn og mikill
maður. Hann var ákveðinn í þeim
nefndarstörfum sem hann stund-
aði og að auki var hann sagður sér-
lega talnaglöggur. Hann starfaði
sem framkvæmdastjóri rannsókn-
arnefndar sjóslysa og gegndi því
starfi í þrettán ár.
Samferðarmaður hans Ingvi R.
Einarsson var með honum í Skip-
stjóra- og stýrimannafélaginu Kára.
„Ég hef allt gott um Þórhall að
segja,“ segir Ingvi. Hann segir um-
ræðu síðustu daga hafa komið sér
gríðarlega á óvart og segist varla
trúa að maðurinn geti hafa haft þá
persónu að geyma sem gamlir vist-
menn í Breiðuvík lýsa. Hann segir
hann hafa verið dreng góðan.
Samkvæmt Guðmundi Hall-
varðssyni hóf Þórhallur störf hjá
sjávarútvegsráðuneytinu þegar
hann komst á ellilífeyrisaldur. Þá var
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra en Þórhallur starfaði þá
aðallega við að sendast út um allan
bæ að sögn Guðmundar.
Hann hætti þar störfum nokkru
síðar og bjó í Hafnarfirði þar
til hann var bráðkvaddur á
heimili sínu árið 2001 en þá
var hann áttatíu og fimm ára
gamall. Þá var kona hans, Guð-
munda, nýlátin.
Þórhallur var virtur á meðal
jafningja í sjómannastéttinni á
Íslandi. Allir þeir sem rætt var við
og könnuðust við hann báru hon-
um vel söguna. Voru allir sammála
um að fregnir síðustu daga hefðu
komið þeim verulega á óvart .
Þeim sem rætt var við bar saman
um að Þórhallur hefði aldrei minnst
á veru sína í Breiðuvík.
Trúnaðarmál þar til DV opnaði
málið
Þórhallur situr undir alvarleg-
um ásökunum um misþyrmingar
í Breiðuvík þegar hann veitti upp-
eldisheimilinu forstöðu. Þegar DV
reið á vaðið síðasta föstudag var
dregin upp hrollvekjandi mynd af
vistinni. Eftir þá umfjöllun hafa
fleiri komið fram í Kastljósi og sagt
vinnumenn og aðra hafa misnotað
þá kynferðislega. Skýrsla sem Gísli
Guðjónsson réttarsálfræðingur rit-
aði árið 1975 rennir stoðum undir
að ekki var allt með felldu á heim-
ilinu. Nær öll börn sem komu frá
Breiðuvík enduðu á því að brjóta af
sér og þar af hefur meirihluti barn-
anna orðið uppvís að alvarlegum
afbrotum. Skýrslan var flokkuð sem
trúnaðarmál en DV komst yfir hana
fyrir rúmri viku.
Alþingi hefur þegar látið málið
til sín taka og hyggst stofna nefnd
til þess að rannsaka þessar alvar-
legu ásakanir.
Þingmaðurinn Guðmundur Hallvarðsson segir að Þórhallur
Hálfdánarson, sem var forstöðumaður í Breiðuvík og situr
undir ásökunum um hrottaverk gagnvart börnum, hafi virst
rólegur og yfirvegaður maður. Annar samferðarmaður Þór-
halls segir hann aldrei hafa lagt hendur á nokkurn mann og
hafa haft góða persónu að geyma.
Ræddi aldRei
um BReiðuvík
„Síminn hefur ekki stansað síðan
DV opnaði málið,“ segir Keran Óla-
son, hótelstjóri á Breiðuvík, en hann
ásamt konu sinni Birnu Mjöll Atla-
dóttur rekur hótel þar sem hið al-
ræmda uppeldisheimili var eitt sinn
til húsa. Að sögn Kerans hafa þau
fengið margar símhringingar undan-
farið þar sem þeim hefur verið hótað
öllu illu en einnig hafa margir velvilj-
aðir haft samband.
„Okkur brá rosalega þegar við
fengum fréttirnar,“ segir Keran Ólafs-
son hótelstjóri í Breiðuvík um um-
fjöllun DV um börnin í Breiðuvík.
Hann hefur rekið hótel þar sem upp-
eldisheimilið var á árum áður. Hann
segir marga hafa hringt og skiptir
þeim í tvo hópa. Þeir sem eru nei-
kvæðir og þeir sem eru forvitnir um
staðinn. Hann segir að í einu tilfelli
hafi maður hótað að kom vestur og
ganga frá þeim öllum.
Endurspeglar alvarleikan
„Mér finnst þessi símtöl frekar
vera til vitnis um alvarleika máls-
ins,“ segir Keran um óhugnanlegar
hótanir sem þau hjónin hafa verið
að fá fyrir það eitt að starfrækja hótel
þarna. Hann segir að oft á tíðum sé
um misskilning þeirra sem hringja
að ræða en sumir vilja meina að þau
séu afkomendur Þórhalls Hálfdán-
arsonar sem eitt sinn veitti heimil-
inu forstöðu og situr undir þungum
ásökunum um hrottalega meðferð
á ungum piltum. Keran segist ekki
vera skyldur manninum á nokkurn
hátt heldur hafi þau hjónin keypt
býlið árið 1999.
Tók ekki eftir misþyrmingum
Breiðavík er heimasveit Kerans
en hann ólst upp á Geitagili í Örlygs-
höfn, sem er spölkorn frá heimil-
inu. Hann segir að nokkur samgang-
ur hafi verið á milli bæjar fjölskyldu
hans í æsku og uppeldisheimilisins.
Hann þvertekur þó fyrir að hafa tekið
eftir misþyrmingum gegn drengjun-
um sem þar voru vistaðir. Hann man
vel eftir Þórhalli og lýsir honum sem
„hörðum nagla“.
„Það gustaði af karlinum,“ seg-
ir Keran þegar hann hugsar til baka.
Sjálfur grunaði hann Þórhall aldrei
um græsku og segir fréttir síðastlið-
inna daga koma sér gríðarlega mik-
ið á óvart.
Breiðuvíkurbörnin í kaupbæti
„Það var haft í flimtingum þegar
ég keypti býlið að Breiðuvíkurbörn-
in fylgdu með í kaupbæti,“ segir Ker-
an en honum varð ljóst stuttu síðar
hvað átt var við. Þá voru gamlir vist-
menn að hringja í tíma og ótíma, yf-
irleitt drukknir, til þess að gera upp
óhugnanlega fortíð sína. Að sögn
Kerans vingaðist hann við þessa
menn og hlustaði á þá. Hann segir
að tveir hafi meira að segja dvalið í
Breiðuvík eftir þessi samtöl og það
hafi gert þeim gott. Nokkrir vist-
menn hafa vingast við þau hjónin og
dóttir eins dvaldi hjá þeim á sumrin
enda góður staður til þess að vera á
segir Keran.
Hann segir sögu Breiðuvíkur dá-
lítið óhugnalega en brotunum hafi
hann ekki púslað saman fyrir alvöru
fyrr en undir síðustu helgi. Þangað til
þá hafði hann oft afskrifað minning-
ar mannanna sem drykkjuraus.
Blásaklaus hótelhjón
Hann ásamt konu sinni hafa stað-
ið í hótelrekstri á þessum vestasta
oddi landsins í sjö ár, „það er alveg
ótrúlegt að einhver skuli búa hérna
enn þá,“ segir Keran hlæjandi og
bætir við að fólk hafi tekið staðnum
ákaflega vel. Um tíu þúsund ferða-
menn koma yfir sumartímann hvort
sem það er til þess að gista eða fá sér
kaffi.
„Við lendum alveg blásaklaus í
þessari umfjöllun,“ segir hann um
símahringingar undanfarna daga.
Hann segist vonast til að fólk blandi
ekki saman dökkri fortíð Breiðuvík-
urheimilisins og hótelsins, enda hafi
engum liðið illa hjá þeim.
Hótelhjónum
í Breiðuvík
hótað lífláti
Hjón sem eiga hótel í Breiðuvík hafa feng-
ið alvarlegar hótanir vegna umfjöllunar
um Breiðuvíkurbörnin. Hótelstjórinn,
Keran Ólafsson, segir símtölin bera
merki um alvarleika málsins.
Hótel Breiðavík Hjónin Keran Ólason og
birna Mjöll atladóttir reka hótel í breiðuvík sem
eitt sinn var alræmt uppeldisheimili drengja.
Þórhallur Hálfdánarson flestir eru
sammála um að fregnir undanfarna
daga, um veru Þórhalls í breiðuvík, hafi
komið þeim í opna skjöldu. Þórhallur var
meðal annars heiðraður á sjómannadag.,
en hann naut virðingar meðal sjómanna.
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.
Litla-Hraun betra en Breiðavík
Rannsókn Gísla H. Guðjóns-
sonar réttarsálfræðings frá árinu
1975 á vistheimilinu í Breiðuvík
leiddi í ljós að allt að 87 prósent
drengjanna þar komust í kast
við lögin eftir að vist þeirra lauk.
Til samanburðar kemur að jafnaði
helmingur refsifanga á Litla-Hrauni
aftur í fangelsisvistun.
Á þessum tíma virtist almennt
talið að í Breiðuvík hefði náðst góð-
ur árangur með vandræðadrengi.
Þessi góði árangur varð
kveikjan að rannsókn
Gísla, þar sem annað
kom á daginn.
„Það sem Gísli
gerði er að hann skoð-
aði flesta drengina og
fylgdi þeim eftir. Hann
komst að því að lang-
flestir þeirra komust
í kast við lögin síðar
á ævinni,“ segir Helgi Gunnlaugsson, af-
brotafræðingur og prófessor við Háskóla
Íslands. Helgi segir að helmings endur-
komutíðni fanga á Litla-Hrauni sé frekar
há, en þó í samræmi við það sem gerist í
öðrum löndum.
„Við áttum jafnvel von á að endur-
komutíðni í fangelsi á Íslandi væri minni
en annars staðar, en svo virðist ekki vera.“
Breiðuvíkur-
BöRnin