Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Side 25
Gísli bæjó
Bæjarráðið á Akranesi samþykkti
í síðustu viku að styrkja ÍA vegna
stækkunar stúku við Akranesvöll og
var samningur
þar um undir-
ritaður í Akra-
neshöll síðasta
laugardag. Þar
voru á ferðinni
Gísli Gísla-
son, formaður
stjórnar rekstr-
arfélags meist-
araflokks ÍA, og Gísli S. Einarsson
bæjarstjóri. Gísli var um langt árabil
bæjarstjóri og kallaður Gísli bæjó,
heiti sem Gísli S. gæti líka borið. Var
því mál manna að þarna væru Gísli
bæjó 1 og Gísli bæjó 2.
Skotið á Ólaf...
Hvort sem auglýsingamenn
SPRON gangast við því opinberlega
eða ekki er ekki hægt að verjast því
að ný auglýsingaherferð þeirra sé í
og með skot á
eigendur ann-
arra banka. Í
einni auglýs-
ingu segir að þó
að menn hafi
ekki efni á að fá
Elton John í af-
mælið sitt geti
þeir samt safn-
að digrum sjóði með lífeyrissparn-
aði. Ólafur Ólafsson gat hins vegar
gert hvort tveggja og líka keypt Bún-
aðarbankann.
...og Björgólf
Það eru fleiri sem geta keypt
banka en Ólafur Ólafsson. Það getur
Björgólfur Thor Björgólfsson líka
og þótt hann
hafi ekki fengið
Elton John til að
spila í afmæl-
inu sínu hef-
ur hann keypt
sér einkaþotu.
Það er einmitt
eitt af því sem
SPRON-menn
nefna í auglýs-
ingu sinni, nefnilega að þó að fólk
hafi ekki efni á að kaupa einkaþotu
eða banka geti það komið sér upp
digrum sjóði.
Fjölmargir frjálslyndir
Nú þegar ljóst er að Kristinn
H. Gunnarsson gengur til liðs við
Frjálslynda flokkinn er sú merki-
lega staða kom-
in upp að þegar
varaþingmenn
eru undanskild-
ir hafa sex menn
setið á þingi fyr-
ir Frjálslynda
flokkinn á þessu
kjörtímabili.
Samt hafa aðeins þrír setið á þingi
fyrir flokkinn allt kjörtímabilið.
Einn þingmaður yfirgaf flokkinn og
tveir aðrir komu í staðinn.
Hættur og farinn
Ekki er nóg að ætla í framboð til
að fara í framboð. Það sanna tvö fyr-
irhuguð framboð eldri borgara sem
tilkynnt voru
sama daginn.
Meðal aðstand-
enda annars
þeirra var Al-
bert Jensson.
Hann hefur nú
kvatt félags-
skapinn eftir
sameiginlega
fundi, sannfærður um að ekkert gott
komi út úr framboðinu og hvetur
fólk til að kjósa Vinstrihreyfinguna -
grænt framboð, sem sennilega sinni
þessum málaflokki best.
KR, Valur eða Þróttur
Þrír Reykvíkingar úr þremur
reykvískum félögum berjast um
formennskuna í Knattspyrnusam-
bandi Íslands á ársþingi sem hefst
á morgun. Reykvíkingar verða áber-
andi í kosningunum því fimm af sjö
frambjóðendum til aðalstjórnar eru
Reykvíkingar, aðeins Björn Frið-
þjófsson frá Dalvík og KA-maður-
inn Vignir Már Þormóðsson koma
utan af landi.
DV Helgarblað
sandkorn
Fundur í miðborginni
Á 3ju og 4ðu hæð Iðu-hússins eru tveir fallegir
salir. Stærri salurinn tekur allt að 150 manns
og minni salurinn 120 manns. Allur aðbúnaður
og tæknibúnaður er fyrsta flokks; þráðlaus kerfi,
nettengingar og aðstaða fyrir starfsfólk svo
eitthvað sé nefnt.
Lídó er glæsilegur salur á horni Ingólfsstræti og
Hallveigarstíg. Salurinn tekur allt að 400 manns í
sæti og hentar frábærlega fyrir funda- og ráðstefnu-
hald.
Veisluþjónusta okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar
og spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fag-
mönnum. Við leggjum áherslu á sveigjanleika, enda
eru kjörorð okkar: Ykkar ánægja er okkar markmið.
Kynntu þér þjónustu okkar á www.veislukompaniid.is
eða hringdu í síma 517 5020 og við lögum okkur
að þínum þörfum.
Með kveðju,
Hafsteinn Egilsson
Staðsetning ráðstefnunnar eða fundarins er
ekki síður mikilvæg en fyrsta flokks aðbúnaður
og þjónusta.Við bjóðum allt þetta; frábæra
staðsetningu í hjarta borgarinnar, þrjá glæsilega
sali með öllum nauðsynlegum tæknibúnaði og
fyrirtaks veisluþjónustu.
Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
M.H. skrifar:
Mig undrar hversu sjaldan sorp er tekið frá íbúð-
arhúsum í Kópavogi. Þess vegna gerist það ítrekað að
dallar eru yfirfullir með þeim afleiðingum að sorpið
fýkur um allt. Ég hef ekki
gert samanburð á skatt-
heimtu vegna sorphirðu
milli einstakra sveitarfélaga en er viss um að ekki er
minna innheimt í Kópavogi en í öðrum
bæjum.
Það er ekki hægt að horfa
upp á fjúkandi rusl hvern
dag sem hreyfir vind. Við sem
búum í Kópavogi ætlumst til
betri þjónustu og ef bæjarfélag-
ið sem hælist um af sterkri fjár-
hagsstöðu getur ekki bætt þjón-
ustuna að óbreyttu er spurning
hvort við sem viljum hafa hreint
í okkar nágrenni verðum ekki að
fara fram á að fá að borga meira.
Sóma okkar og bæjarins vegna.
Þuríður hringdi:
Ég get ekki á heilli mér tekið eftir að hafa lesið um
Breiðuvíkurbörnin. Þetta er þjóðarskömm og það verður
að laga það sem miður hefur farið. Mér er brugðið við þá
tilhugsun að hafa ekkert vitað meðan þau ósköp gengu
á sem okkur eru nú ljós. Mikið óska ég þess að þetta
hefði aldrei orðið og ekki
síður þess að blessaðir
mennirnir sem mest þurftu
að þola nái að vinna sem mest og best úr sínum málum.
Ekki veit ég hvernig er best að bregðast við, en það
verður að finna leið til að rétta mönnunum hjálpar-
hönd.
Sorphirða í Kópavogi Þjóðarskömm
lesendur
Í frétt á sakamálasíðu DV í síðasta tölublaði urðu
þau mistök að mynd birtist af hermanni sem ekki
tengdist efni fréttarinnar á nokkurn hátt. Hlutaðeig-
andi eru beðnir velvirðingar á þessu.
Athugasemd
lesendur
Söguslóðir DV
Laugardaginn 10. febrúar er boðið upp á ferð um
söguslóðir DV undir leiðsögn Jónasar Kristjánssonar,
fyrrverandi ritstjóra DV
Ferðin hefst kl. 11 við Síðumúla 12 í Reykja-
vík og verður ekið í langferðabifreið milli
staða. Saga DV verður rakin og helstu sögu-
staðir heimsóttir. Jónas Kristjánsson gjör-
þekkir sögu blaðsins en hann var ritstjóri
Vísis frá 1966 til 1975 og Dagblaðsins frá 1975
til 1981. Hann varð ritstjóri á sameinuðu
blaði Dagblaðsins Vísis 1981 og gegndi því
starfi með hléum til ársins 2006.
Auk Síðumúla verður komið við í Þver-
holti og Skaftahlíð en ferðinni lýkur í Brautar-
holti 26, nýjum höfuðstöðvum DV, þar sem
boðið verður upp á hressingu. Ekki er
þörf á að taka frá sæti í ferðina en
gestum er bent á að mæta
tímanlega.